Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 64

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 64
126 DVÖL Grænland, eftir Guðmund Þorláksson. Utg. Iðunnariitgáfan, Rvík. Islendingar fundu Grœnland forðum, gáfu því nafn og festu þar byggð. Síðan týndist Grænland að mestu, íslenzki ættstofninn þar hvarf í gleymskunnar haf og Islendingar höfðu engar spurnir af landinu í margar aldir. Næsta vitneskja þeirra af því varð af sögusögnum annarra þjóða. ()11 skrifuð og prentuð vitneskja, sem Is- lendingar eiga um Grænland, hefur verið á þá leið, að Grænlendingar væru frumstæð þjóð, sem byggi í snjókofum og tjöldum, lifði á veiðum einum og æki um ísinn á hundasleðum. Hitt virðist fáa hafa grunað. að þar hafi orðið stórstígar breytingar á seinni árum, og Grænland og Grænlendingar séu á hraðri leið til þeirra lifnaðarhátta, sem við köllum mannsæmandi og kennum við menn- ingu. Það hefur í raun og veru engin grein- argóð bók verið til um Grænland á íslenzku. Nú hefur íslenzkur maður lekizt það nauðsynja- og vandaverk á hendur að semja bók um Grænland og Grænlendinga. og ber því að fagna. Þessi maður hefur það líka sér til ágætis, að hann hefur dvalið lang- dvölum á Grænlandi síðustu árin og m. a. ver- ið kennari við æðsta skóla Grænlendinga. Ilann hefur ferðazt um landið og komið í hvert byggt ból á Græ'nlandi allt frá nyrztu veiðistöðvum Thulebúa til Hvarls í suðri. Þessi bók Guðmundar Þorlákssonar magisters er því einvörðungu byggð á sjón og reynd hans sjálfs, enda verður glöggskyggn les- andi, er lítur í bókina, þess fljótlega var, að fjallað er um allt af næmum kunnleik og yfirgripsmikilli þekkingu á landi og þjóð. Guðmundi hefur tekizt að bregða upp í stuttu máli Ijósri og glöggri mynd, sem veitir lesandanum \raranlega þekkingu og skýrar hugmyndir um efnið. Guðmundur hef- ur ekki fallið fyrir jæirri freistingu, sem skeinuíiætt verður mörgum þeim, er mikið vita um efni það, sem þeir fjalla um, sem sé að skrila luugt mál. Hann notar hina miklu þekkingu sína á hmdi og þjóð til þess að fylla út og skýra einstakar myndir en teygir ekki lopann. Efni bókarinnar er skipt í fjóra megin- þætti, og eru þeir þessir: Landlýsing, saga, ai- vinnuvegir og íbúar. I bókinni er fjöldi góðra og glöggra mynda til skýringar efninu ásamt uppdrætti af landinu. Það er liinn mesti fengur að þessari bók og fyllir hún autt skarð, sem tæplega var vanzalaust fyrir okkur að láta ófyllt öllu lengur. Bókin er vönduð uð öllum frágangi og hin eigulegasta. Iiöfundur og útgefandi eiga þakkir skyldar fyrir verk- ið, og fróðleiksfúsir Islendingar ættu ekki að láta lijá líða að eignast bókina og auka við kynningu sína af næsta nágranna Is- lendinga í vestri. A. K. Eitt og annað um mcnn og kynni, eftir Steindór Sigurðsson. Utgef. Pálmi H. Jónsson, Akureyri. Steindór Sigurðsson er mörgum kunnur af ritum sínum, enda er hann um margt sér- kennilegur og sérstakur Hann hefur víða borið niður á ritvellinum, ort ljóð. skrifað skáldsögur, þýtt bækur, ritað greinar og nú að síðustu — að því er bezt verður séð — einnig gerzt lagasmiður við eigin ljóð. I þessari litlu og snotru bók stiklar Stein- dór á staksteinum sinnar eigin ævi, og verð- ur ekki annað sagt, en honum farist það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.