Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 15

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 15
D VÖL 77 aftur inn að eldinum, inn í ljós- birtuna. „Ég vil fara heim,“ sagði Jason. „Ég klaga.“ „Ég kann aðra sögu,“ sagði Nanna. Hún stóð alveg upp við lampann. Hún horfði á Kaddý á þann hátt, sem maður horfir upp á við á prik vega salt á nefinu á sér. Hún varð að horfa niður fyrir sig, ef hún átti að sjá Kaddý, en samt voru augun í henni svona, eins og í manni sem lætur prik vega salt. „Ég hlusta ekki á hana,“ sagöi Jason. „Ég stappa bara í gólfið.“ „Það er skemmtileg saga,“ sagði Nanna. „Skemmtilegri en hin.“ „Um hvað er hún,“ sagði Kaddý. Nanna stóð hjá lampanum. Hönd hennar var utanum lampann, fyrir birtunni, löng og brún. „Þú hefur höndina á glasinu svona heitu,“ sagði Kaddý. „Er það ekki heitt fyrir höndina?" Nanna leit á höndina á lampa- glasinu. Hún tók höndina burt með semingi. Stóð kyrr og vatt höndina eins og henni væri tjaslað með spotta við úlnliðinn. „Við skulum gera eitthvað ann- að, sagði Kaddý. „Ég vil fara heim,“ sagði Jason. „Ég á hrökkgrjón,“ sagði Nanna. Hún leit á Kaddý og síðan á Jason og síðan á mig og loks á Kaddý aftur. „Ég á hrökkgrjón.“ „Ég vil ekki hrökkgrjón," sagði Jason. „Ég vil heldur sælgæti.“ Nanna horfði á Jason. „Þú mátt halda á pönnunni." Hún var enn að vinda höndina, langa, slappa og brúna. „Jæja þá,“ sagði Jason. „Ég skal bíða svolítið, ef ég má það. Kaddý fær ekki að halda á henni. Ég fer heim, ef Kaddý fær að halda á henni.“ Nanna bar á eldinn. „Sjáið þið, hvernig Nanna stingur höndunum inn í eldinn,“ sagði Kaddý. „Hvað gengur aö þér Nanna?“ „Ég á hrökkgrjón," sagði Nanna. „Ég á það til.“ Hún tók pönnuna undan rúminu. Hún var brotin. Jason fór að gráta. „Þarna: Nú fáum við engin hrökkgrjón," sagði hann. „Við áttum líka að fara heim,“ sagði Kaddý. „Komdu Quentín.“ „Bíðið þið við,“ sagði Nanna; „bíðið þið bara. Ég get gert við hana. Langar ykkur ekki til að hjálpa mér við hana.“ „Ég held mig langi ekki í þau,“ sagði Kaddý. „Það er orðið of framorðið.“ „Hjálpa þú mér, Jason,“ sagði Nanna. „Viltu ekki hjálpa mér, Jason?“ „Nei,“ sagði Jason. „Ég vil fara heim.“ „Þei,“ sagði Nanna. „Þei. Sjáið þið. Sjáið þið bara. Ég get gert við hana, svo að Jason fái að halda á henni og rista grjónin.“ Hún náð\ í vírspotta og lagaði pönnuna. „Þetta heldur ekki,“ sagði Kaddý.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.