Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 29

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 29
 DVOL háttaö, beið hann tækifæris um hríð, unz svo bar við, að elskend- urnir hittust eftir langan skilnað og voru því venju fremur áfjáðir eftir hina löngu föstu. Kroppin- bakur litli sá úr fylgsni sínu, er báturinn lagði frá árbakkanum með prestinn, ungan, beinvaxinn og hörundsljósan. Síðan fór Carandes heim til ekrueigandans, sem elskaði konu sína alltaf jafnmikið og áleit sig einan um blessunina af bikar hennar. Hann sagði honum nú frá hinum leynilegu fundum og hag- aði orðum sínum svo, að ekrueig- andann sveið sárt undan. Og að lokum var hann orðinn svo óður og uppvægur, að hann vildi umfram allt drepa konu sína og hinn bölv- aða prestling þegar í stað. Þá sagði Carandes: — Kæri nágranni, ég hef flutt með mér heim frá Flandern eitr- að sverð, sem drepur hvern þann, sem hlýtur af því smáskurfu. Þú þarft ekki annað en rispa hana og níðinginn með því, þá deyja þau bæði. — Færið mér það tafarlaust, hrópaði ekrueigandinn. Þeir hröðuðu sér nú sem mest þeir máttu til húss Kroppinbaks og sóttu sverðið og héldu síðan af stað. — En verða þau nú í rúminu? sagði Tascherau. — Við skulum sjá hvað setur, sagði Carandes drjúgur. 91 Og eiginmaðurinn þurfti ekki lengi að vaða í villu og svíma. Áð- ur en löng stund var liðin, varð hann vitni að algleymisunaði hinna tveggja elskenda. Það hitti svo vel á, að Tascher- etta og vinur hennar voru einmitt í þann veginn að elta þann litla fugl, sem stundum virðist svo erf- itt að klófesta. Hann flýgur til og frá og lætur ekki ná sér, lengi vel, en þetta var skemmtilegur leikur, og þau skemmtu sér dásamlega. — Ó, hjartakollur minn, sagði Tascheretta og þrýsti sér að prest- inum svo fast, sem hún gat, — ég elska þig svo óstjórnlega, að ég gæti étið þig .... Nei, ég vildi heldur hafa þig alltaf hjá mér, helzt alveg innan í mér, svo að þú gætir aldrei sloppið frá mér. — Þetta er falleg hugsun, sagði presturinn, — en ég er nú víst heldur stór til þess, þú verður að láta þér nægja minna en mig allan. Á þessari stundu óð eiginmað- urinn inn í herbergið og reiddi sverðið hátt á loft. Hin fagra kona hans sá þaö þeg- ar á svip hans, aö úti mundi vera um prestinn hennar. En hún spratt á fætur hálfnakin með hár- ið flaksandi um heröarnar og fleygði sér í fangið á manni sín- um, fögur í blygðun sinni og enn fegurri í ást sinni, og sagði: — Stilltu þig, vinur. Dreptu ekki föður barnanna þinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.