Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 28
90
D VOL
IIONORÉ DE BALZAC
er heimskummr franskur rithöfund-
ur. Hann var fæddur áriff 1799 og
kominn af gömlum aðalsættum. Hann
er af mörgum talinn einhver mesti
frumkvöðull raunsæisstefnunnar í
skáldsagnagerð og flest skáld, er skáld-
sögur rita, hafa þegið brauð al' borði
hans. Hann ritaði fjölmargar langar
skáldsögur og ógrynni smásagna. Sag-
an. sem hér birtist, er úr smásagnasafni
|)\’i, sem Balzae nefndi Les Contes
Drolatiques, en |)ier' sögur fjalla allar
um ástina og vald hennar í heiminum.
Sýnishorn þeirra hefur \ærið gefið út,
á íslenzku og nefnist Gleðisögur. Ein
smásaga úr safni þessu birtist i Dvöl
fyrir þrein árum og hét hún Fallega
stúlkan frá Portillon.
líkist hvað öðru, þá á þó hvert ást-
arævintýri sín sérkenni, sem og
kemur sér betur fyrir konurnar.
Og þótt fátt sé svo líkt í fljótu
bragði sem tveir menn, þá er ef til
vill ekkert eins ólíkt, þegar skoðað
er ofan í kjölinn. Þetta veldur
margs konar örðugleikum og or-
sakar hina stöðugu leit konunnar
eftir hinum bezta manni. En því
skyldi maður áfellast tilraunir
kennanna í þessari leit? Þegar öll
náttúran leitar hins bezta á sama
hátt, er varla hægt að ætlast til
þess, að hvikul vera eins og konan
hafi ró í sínum beinum.
Athuganir Carandesar leiddu
það í ljós, að af öllum þeim mönn-
um, sem iðka hórdóm, eru geist-
legrar stéttar menn fullkomnastir
í list sinni. Þeir eiga dýpstan
skilning og prúðasta háttvísi. Og
skýrust sönnun fyrir þessu, var
það, hvernig öllu var hér fyrir
komið.
Á laugardögum fór Tascheretta
ætíð út á víngarðsbýli sitt við
Saint-Cyr á hinum bakka fljóts-
ins, en eiginmaður hennar lauk
vikuverki sínu, greiddi laun starfs-
manna sinna og gerði upp reikn-
inga vikunnar. Á sunnudagsmorg-
uninn kom hann svo á eftir konu
sinni og snæddi með henni morg-
unverð í ástúð og eindrægni, og
þá bauð hann ætíð vini síirum,
prestinum unga, til morgunverð-
ar með sér.
En presturinn fór þegar á laug-
ardagskvöldið yfir ána Loire til
þess að halda yl á konu ekrueig-
andans yfir nóttina og gera svefn
hennar værari, því að á því kunna
ungir menn frábært lag. En
snemma á sunnudagsmorguninn,
er hann hafði lokið sér af, fór
hann aftur yfir ána og heim til
sín, og þegar ekrueigandinn kom
til þess að bjóða honum til morg-
unverðar með sér, var presturinn
ætíð í fasta svefni.
Engan grunaði neitt um þetta,
því að presturinn greiddi gömlum
ræðara vel fyrir það að skjóta sér
yfir ána á kvöldin og sækja sig
svo snemma morguninn eftir.
Þegar Carandes hafði rannsak-
að þetta mál til hlítar og komizt
að raun um, hversu þessu var