Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 52
114
DVOL
hálfábyrgðarlaus vera, sem maður
verður að taka eins og hún er,
með umlíðunarsemi. Fínn maöur,
sem vissi, að hann var það og kon-
an sín væri einstaklega lukkuleg,
ef hún aðeins vildi nota skynsem-
ina.
Árin liðu. Hún eignaðist tvö litil
börn.
Þegar fæðingarkvölunum var
lokið í fyrra skiptið og hún lá með
barnið við hlið sér, fannst henni
hún hvíla á eyju kyrrðar og friðar.
Tíminn streymdi framhjá, en hún
barðist ekki lengur um í bylgjum
hans. Hún var á þurru landi og
sá, hvernig Karl Lúðvík og frænk-
urnar óðu upp í hné í vandamálum
hversdagsins. Hún var gagntekin
víðri, kyrri sælu, öruggri vissu um
að hafa drukkið hvern bikar lífs-
ins í botn, jafnt bikar gleði og
þjáninga, og að hafa verið virk-
ur þátttakandi í kraftaverki.
En í síðara skiptið vissi hún fyr-
irfram, að þetta var ekki nein var-
anleg kennd. Hversdagurinn náði
fljótlega tökum sínum aftur. Hann
náði einnig tökum á undrinu, og
breytti því í votar bleyjur og næt-
urvökur og þref við Karl Lúðvík,
sem vildi hafa, að börnin byrjuðu
á Múller strax nokkurra vikna
gömul.
Hún talaði aldrei um barnaupp-
eldi eða hússtörf, og fékk orð fyrir
að vera óvenjulega kærulaus eig-
inkona og móðir.
Árin liðu án afláts, og það kom
riddaraliðsforingi.
Það var hjartaknosari úr höfuð-
staðnum. Hann vakti stórkostlega
athygli í þessum litla bæ og kveikti
í hjörtum, hvar sem hann fór. Frúr
og ungmeyjar, sem urðu á vegi
hans, stokkroðnuðu. Hér og þar
stofnaði hann til ofurlítilla ástar-
ævintýra, á sinn hirðuleysislega og
yfirlætiskennda hátt, og skildi
fórnarlambið eftir í hryggilegu á-
standi.
Og borgardansleikurinn kom, og
liðsforinginn heiðraði hann með
návist sinni. Hann brá sér snöggv-
ast inn í danssalinn og sveiflaði
frúm og frökenum af fullkominni
danslist. Síðan settist hann niður
við spilaborð í einu klúbbherberg-
inu, og herrar bæjarins, sem höfðu
dregið sig í hlé meðan stóð á sýn-
ingu liðsforingjans, eins og þeir
kölluðu það, drögnuðust aftur
fram á gólfið.
En seinna um kvöldið fékk liðs-
foringinn aftur þá hugmynd að
dansa. Og hann fékk þá hugmynd
að bjóða upp smávaxinni, aðsóps-
lítilli kennarafrú í ljósbláum kjól,
því það vildi svo til, að hún sat
þennan dans. Hvers vegna fékk
hann þessa hugmynd? Ja, hver
veit. Út með veggjunum sátu
margar duttlungafullar fegurðar-
dísir, og hver um sig vænti þess,
að það yrði hún. En það varð ekki
hún. Það varð engin þeirra. Einn