Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 53
DVÖL
liösforingi getur verið jafnóskilj-
anlegur og ein kona.
■Nú hneigði hann sig fyrir þess-
ari þýðingarlitlu, bláklæddu konu,
og undrunarkliður barst meðfram
öllum veggjum. Sú þýðingarlitla
stóð upp, enn meira forviða en
nokkur annar, luktist í arma líðs-
foringjans, og þau dönsuðu.
Þau dönsuöu lengi. Gólfið um-
hverfis þau varð autt. í draumi
heyrði hún hvískriö með veggjun-
um, sá höfuð kvennanna hallast
ýmist í þessa áttina eða hina, eins
og fyrir áttskiptum andvara. Þau
töluðu og töluðu. Og liðsforinginn
hætti ekki. Ó, bara hann hætti
aldrei, bara hann vildi halda á-
fram! Nú stóð henni á sama um
þau bæði frænkurnar og þau öll
hin. Þau voru leikbrúður, henni ó-
viðkómandi leikbrúður. Einnig
maðurinn hennar var leikbrúða.
Hann kom nú fram í dyr einar, og
hún skynjaði augu hans sem tvo
fasta nagla i hverfandi óskapnaði
og ringulreið.
Það fæddist í henni eitthvað
nýtt. Músíkin var ekki lengur utan
hennar. Hún varð fólginn kraftur í
líkama hennar, hreif hana á vald
sitt, ríkti yfir henni. Þegar hún
sleppti af sér taumhaldinu, fleytti
músíkin henni létt og auðveldlega
yfir allar hinar hættulegu og ó-
væntu sveiflur liðsforingjans.
Einu sinni er þau dönsuðu framhjá
fiðlaranum, sem sneri út að saln-
um og fylgdi þeim með augunum,
115
kom henni skyndilega í hug, aö
þannig væri það með strenginn,
þegar leikið væri á hann og titring-
ur hans væri eitt með hljómnum.
Og hún var gripin undarlegri löng-
un, aö dansa burt frá liðsforingj-
anum, þyrlast af eigin ramleik
yfir gljáfægt gólfið, í blindri
hlýðni við hljómfallið, sem krafð-
ist að taka allt í sína þjónustu,
handleggi hennar, allan líkama
hennar.
En þarna sátu frænkurnar. Og
þarna sat Karl Lúðvík. Og liðsfor-
inginn sveiflaði henni einu sinni
ennþá, og hún framdi engin ólík-
indi. Síðan nam hann staðar. Með
lítilli armhreyfingu skilaði hann
henni þangað, sem hann hafði sótt
hana. Hann varp öndinni. Og hann
sagði: Það veit Guð, þér kunnið að
dansa, frú.
Já .... við yður, svaraði sú blá-
klædda ósjálfrátt. Hún var rjóð og
fersk, það var nýr blær á andliti
hennar, og henni gleymdist reynd-
ar að vera þegjandaleg.
Liðsforinginn hugsaði: Hún er
sannarlega ekki sem slökust.
Hann sagði: Þetta verðum við
að endurtaka. Má ég biðja um
næsta dans, frú?
Og hann sló hælunum saman,
þurrkaði sér um ennið með silki-
klút og hvarf í hliðarherbergi til aö
svala sér yfir einu glasi og fá upp-
lýsingar.
Hún sat sem lömuð. Hún hafði
setið og horft á hann allt kvöldið