Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 12
74 fór niður, og Nanna sat kyrr og hendurnar grópuðu bollafarið. Hún tók til að hljóða, en ekki hátt. Ekki söngur og ekki söngleysa. Við hugðum að. „Svona,‘ sagði Dilsý. „Hættu þessu nú. Hertu þig nú upp. Þú bíður hérna. Ég ætla að ná í Versh til að fylgja þér heim. Dilsý fór út. Við horfðum á Nönnu. Axlirnar kipptust til, en hún var hætt að hljóða. Við hugðum að. „Hvað ætl- ar Jesús að gera þér?“ sagði Kaddý. „Hann fór í burtu.“ Nanna leit á okkur: „Það var gaman, þegar ég var hjá ykkur í herberginu, var það ekki?“ „Mér þótti ekkert gaman,“ sagði Jason. „Mér þótti alls ekkert gaman.“ „Þú svafst inni hjá mömmu,“ sagði Kaddý. „Þú varst ekki með okkur.“ „Við skulum koma heim til mín og leika okkur meira,“ sagði Nanna. Mamma leyfir það ekki,“ sagði ég. „Það er alltof framorðið." „Við skulum ekki vera að ónáða hana,“ sagði Nanna. „Við getum sagt henni frá því í fyrramálið. Henni er alveg sama.“ „Hún myndi ekki leyfa okkur það,“ sagði ég. „Farðu ekki að spyrja hana núna,“ sagði Nanna. „Ekki að ó- náða hana núna.“ D VÖL „Hún hefur ekki sagt, að við mættum ekki fara,“ sagði Kaddý. „Við höfum ekki spurt að því,“ sagði ég. „Ef þið farið, þá klaga ég,“ sagði Jason. „Það verður svo gaman," sagði Nanna. „Þeim er sama — bara heim til mín. Ég, sem er búin að vera hjá ykkur svo lengi. Þeim er alveg sama.“ „Ég er ekki hrædd við að fara,“ sagði Kaddý. „Það er Jason, sem er hræddur. Hann klagar.“ „Ég er ekki hræddur,“ sagði Jason. „O, jú, jú,“ sagði Kaddý. „Þú klagar.“ „Ég klaga ekkert,“ sagði Jason. „Ég er ekkert hræddur.“ „Jason er ekki hræddur við að fara með mér,“ sagði Nanna. „Ertu nokkuð hræddur, Jason?“ „Jason klagar,“ sagði Kaddý. Það var myrkur á stígnum. Við fórum framhjá engjahliðinu. „Ég skal á- byrgjast, að Jason færi að öskra, ef eitthvað stykki fram úr hliðinu núna,“ sagði Kaddý. „O, nei, nei,“ sagði Jason. Við gengum ofan stíginn. Nanna var hátöluð. „Af hverju talarðu svona hátt, Nanna?“ sagði Kaddý. „Hver, — ég?“ sagði Nanna. „Nei, heyrið nú bara. Quentín og Kaddý og Jason segja, að ég sé að tala hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.