Dvöl - 01.04.1948, Page 17

Dvöl - 01.04.1948, Page 17
DVÖL 79 Nanna. Hún var með lokuð augu. „Ég er ekki að gráta. Hver er það?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Kaddý. Hún í'ór til dyranna og leit út. „Við megum til að fara,“ sagði hún. „Pabbi er kominn.“ „Ég klaga,“ sagði Jason. „Þið fóruð með mig hingað." Bleytan rann viðstöðulaust niður andlitiö á Nönnu. Hún sneri sér við í stóln- um: „Hlustið þið á mig. Talið þið við hann. Segið honum, að við ætlum að leika okkur. Segið hon- um, að ég skuli sjá um ykkur til fyrramáls. Segið honum, að lofa mér að koma með ykkur heim og sofa á gólfinu. Segið honum, að ég þurfi enga dýnu. Það verður voða gaman. Þið munið, hvað það var gaman síðast. „Mér þótti ekkert gaman,“ sagði Jason. „Þú meiddir mig og lézt reykinn fara í augun á mér. Ég ætla að klaga.“ V. Pabbi kom inn. Hann horfði á okkur. Nanna stóð ekki á fætur. „Segið honum þetta,“ sagði hún. „Kaddý fór með okkur hingað niður eftir,1 sagði Jason. „Ég vildi ekki fara.“ Pabbi gekk inn að eldinum. Nanna leit upp á hann. „Geturðu ekki farið heim til Rakelar frænku og verið þar?“ sagði hann. Nanna horfði á pabba og lét hendurnar hanga milli hnjánna. „Hann er ekki hér,“ sagði pabbi. „Ég hefði séð hann. Það er ekki nokkur sála í nánd.“ „Hann er í skurðinum,“ sagði Nanna. „Hann bíður í skurðinum þarna.“ „Hvaða vitleysa," sagði pabbi. Hann horfði á Nönnu. „Veiztu, að hann sé þarna?“ „Ég fékk merkið,“ sagði Nanna. „Hvaða merki?“ „Ég er búin að fá það. Það lá á borðinu, þegar ég kom heim. Galtarbein með kjöttætlum á, rétt hjá lampanum. Hann er hérna úti. Um leið og þið hverfið út um dyrnar, er ég búin að vera.“ „Búin að hverju, Nanna?“ sagði Kaddý. „Ég er ekki klögukarl,“ sagði Jason. „Hvaða vitleysa," sagði pabbi. „Hann er hérna útifyrir,“ sagði Nanna. „Hann er á gægjum hérna á glugganum núna og bíður eftir því, að þið farið. Svo er ég búin að vera.“ „Hvaða vitleysa.“ sagði pabbi, „Læstu húsinu, og við förum með þér til Rakelar frænku.“ „Það stoðar ekki neitt,“ sagði Nanna. Hún horfði ekki lengur á pabba, en hann leit ofan á hana, á langar, slappar, kvikandi hend- urnar. „Þaö er ekki til neins að fresta því.“ „Hvað ætlarðu þá að gera?“ sagði pabbi. „Ég veit það ekki,“ sagði Nanna. „Ég get ekkert gert. Ég býst við,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.