Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 18
Þarf að efla yngri flokka starfið í handboltanum hjá Val Talið berst að yngri flokkunum í hand- bolta hjá Val og stöðu kvennahandbolt- ans hjá félaginu. Guðríður segir ákveðið að bæta þurfi umgjörðina hjá Val í yngri flokkunum, þeir séu allt of fámennir, sér- staklega kvennaflokkarnir. „Það þarf að stofna unglingaráð í handboltanum eins og í fótboltanum og fjölga fólki sem vinnur að stjómun og rekstri yngri flokk- anna í Val eins og er hjá ýmsum félögum í dag og vinna markvisst að því að fjölga iðkendum. Það vantar fleira fólk í kring- um handboltann hjá Val og það vantar fleiri iðkendur," og það er greinilegt að þetta málefni er henni hugleikið. Díana og Hafdís eru hjartanlega sammála systur sinni og segja að t.d. í HK sé formlegt unglingaráð skipað foreldrum barna í flokkunum sem haldi utan um starfið. Yngri flokkamir þar séu mun fjölntenn- ari en hjá Val, en þær segjast hafa yfir 50 stelpur á æfrngum hjá HK í 5. flokki á meðan 10-12 stelpur séu hjá Val í 5. flokki. Þarf að fjölga vngri iðhendum í handbolta og íprottum almennt Systumar eru allar sammála því að yngstu flokkar bæði í karla- og kvenna- flokki séu fámennir hjá þeim félögum sem þær þekkja og fmnst það áhyggju- efni fyrir þróun handboltans hér á landi. „Það er eins og einhver stífla sé í gangi í handbolta í yngstu flokkunum, á meðan þessir flokkar eru fjölmennir, t.d. í fót- bolta, þetta er áhyggjuefni," segir Guð- ríður og er greinilega hugsi yfrr þessari þróun. „Það þarf að ná í þessa krakka sem ekki eru í íþróttum og fá þá til að prófa handbolta, það er svo margt annað í boði og einnig ætti að hvetja unga krakka til að æfa fleiri en eina íþrótta- grein,“ segir Díana ákveðið. Þær eru sammála því að markvisst uppbyggingar- starf í yngri flokkunum sé forsenda til framtíðar til að félagið haldi áfram að ná árangri, það verður að ala upp eigin leik- menn sem eru tilbúnir að halda uppi meistaraflokki félagins. Einnig fmnst þeim að auka mætti samvinnu deilda hjá félaginu, deildirnar eigi að vinna saman að uppbyggingu félagins og ekki megi vera rígur á milli deilda í kapphlaupi um iðkendur. Sigríður bjartsýn um þróun handboltans Sigríður segist vera mjög bjartsýn um framtíð handboltans hér á landi og hjá Val og segist vona að íslendingar nái að leika bráðlega í lokakeppni stórmóts í kvennahandbolta. Að lokurn vill hún koma mjög ákveðnum skilaboðum til stúlkna. „Iþróttaiðkun er afar mikils virði fyrir börn og unglinga, það er ekki spuming. Ekki láta barneignir stoppa ykkur, komið bara tvíefldar til baka. Konur þroskast mikið á því að eiga bam og þær koma miklu betri handboltamenn til baka ef þær hafa rétta hugarfarið," segir Sigríður og talar greinilega út frá eigin reynslu. Dætur hennar eru allar þessu hjartanlega sammála og bæta við að mikilvægt sé fyrir íþróttafólk að lifa heilbrigðu líferni og hugsa vel um and- legu hliðina en fyrst og fremst eigi fólk að njóta þess að vera í íþróttum og hafa gaman af því. Það er óneitanlega skemmtileg lífs- reynsla að ræða við þessa miklu afreks- fjölskyldu og þiggja einnig glæsilegar veitingar að loknu formlegu viðtali. Það er afar óvanalegt að allir fjölskyldumeð- limir, bæði foreldrar og dæturnar þrjár hafi lagt stund á sömu íþróttagreinina og náð jafn góðum árangri og þessi mikla handboltafjölskylda og einkar ánægjulegt að sjá samheldnina í fjölskyldunni þótt ekki hafi sama félagsliðið náð að fanga hug þeirra. Valsblaðið þakkar kærlega fyrir að fá tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim þessarar afreksfjölskyldu. Ég vona að enginn misvirði það við mig þó ég taki upp á því að ræða dálítið um hana Siggu. Enginn skyldi ætla mér það, að hinar stúlkurnar í Val stæðu ekki hjarta mínu eins nærri eða svona hér- umbil. Að ég fór út á þennan hála ís, að taka eina út úr, og tjá henni aðdáun mína alveg sérstaklega var fyrir þá viljun, að ég fylltist ofsalegri forvitni. Auðvitað dá- ist ég að öllum þessunt glæsilega kvennahóp Vals og hef gert í því að safna af þeim myndum, svo ég geti notið þess augnayndis að sjá þær saman í hópi, þeg- ar mig lystir, meira má maður ekki. Þær hafa nefnilega gert sér leik að því á mörgum undanfömum ámm að fá gamalt hjarta í gömum barmi til að slá með næst- urn óeðlilegum hraða. Þær stilla saman strengi á þennan hátt og ómurinn af þessu berst vítt um og hittir svona þar sem hjart- að slær og bærist með sömu tilfmningum. En það var þetta með forvitnina. Ég skal játa að mér þótti það æði forvitni- iegt, þegar ég sá svar hennar Siggu við því hver væri eftirminnilegasti leikurinn sem hún hefði leikið, en það var keppnin á Akranesi í sumar (1969). Allir vita, sem eitthvað þekkja til handknattleiks kvenna, að Sigga hefur tekið þátt í mörgum lands- leikjum bæði erlendis og heima, leikið í fjölda móta og oftast verið í úrslitum, svo sitthvað hefur vafalaust borið fyrir hana á þessum langa tíma, sem í frásögur er fær- andi. Nei, það voru smámunir, að því er virðist, á móti því sem gerðist á Akranesi. Því miður var ég ekki á Akranesi, þegar mótið fór þar fram og vissi því ekkert, en ég var sannfærður um að þar hefðu gerst eitt eða fleiri kraftaverk. 18 Valsblaðið 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.