Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 20

Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 20
Það var þreytt kona, sem gekk út af leikvellinum á Akranesi, áleiðis í bún- ingsklefann, þar sem hún tók sér sæti á bekknum í horninu. Hún hafði lagt í leik- inn alla orku sína, hún hafði gefið Val hvem snefil af kröftum sínum. Hún fól andlitið í höndum sínum, þöktum sárum, hún átti ekkert eftir nema svolítinn sæt- an, mér liggur við að segja, yndislegan grát, eins og lítil stúlka, sem grætur af gleði, meira en af sársauka, og vafalaust hefur hvort tveggja sameinast í þessari mannlegu athöfn. Þessi frammistaða Siggu er mér ógleymanleg. Hún er dæmið um hinn fúsa félaga, manneskjuna, sem leggur sig alla fram, þegar heiður félags- ins er annars vegar. Hún er dæmið um félagann, sem skil- ur þá ábyrgð sem á honum hvílir þegar mikið liggur við. Það er svona hugarfar, svona vilji og framkoma, sem gefa íþróttunum alveg sérstakt gildi og gefur ómetanlegt fordæmi. Að lokum sagði Jón: Ég vil taka það alveg skýrt fram til að fyrirbyggja misskilning, að allar stúlkurnar sýndu frábæran bar- áttuvilja og samstöðu í þessum erfiðu leikjum og var unun á það að horfa, þó viðbrögð Siggu og framganga í leikjunum sem ein- staklings vektu athygli mína og aðdáun, sem raunar er ekki í fyrsta skipti. Þegar Jón hafi lokið sögu sinni setti mig hljóðan, ég var eins og Jón fullur aðdáunar og það mátti engu muna, að ég, gamall skúrkur úr hörðum leikjum, harðsvíraður úr blaðaþvargi og illskeyttur úr orðaskaki á fundum og þingum um áratugaskeið, tæki höndum fyrir augu til að forða ofurlitlu rennsli niður kinnarnar. Til þess að fá nánari skýringar á þessu, sem gerðist á Akranesi og því að Sigga taldi mótið þar það eftirminnilegasta, sem hún hafði tekið þátt í á hinum við- burðaríka íþróttaferli sínum, fór ég á fund hennar og bað hana að segja mér hvað það hefði verið, sem gerði mótið á Akranesi svona einstætt fyrir hana? - Þetta var erfíðasta helgi, sem ég hef lifað. Við urðum að leika fjóra leiki á tveimur dögum. Fyrsta leikinn eftir há- degi á laugardag og svo annan til um kvöldið. Þriðji leikurinn var svo kl. 9 á búinn að ráðleggja okkur, stappa í okkur stálinu og hughreysta. Okkur fannst þetta allt hálftómlegt. Það bætti þó mikið úr skák, hvað hann Jón Kristjánsson var hressilegur og gott að tala við hann. Hann hafði ákaflega góð áhrif á okkur, stóð fyrir utan línuna og lagði stöðugt í eyru okkar traustvekjandi rödd hans: Rólegar stelpur, það liggur ekkert á, það er nógur tími. Þetta hafði sínu góðu áhrif. Guðmundur Frímannsson og Guðmundur Ámundsson gerðu líka allt sem í þeirra valdi stóð og allt þetta slakáði mikið á þessari spennu, sem hópurinn var haldinn. En þegar Þórarinn kom svo fyrir úrslitaleikinn, sárlasinn og hún Sigrún Guðmundsóttir, var sem bráði af okkur og nú litum við allt öðruvísi á lífið, þrátt fyrir hugheila og velþegna um- önnun þremenninganna fyrir leikina á undan. Það var eins og það kæmi einhver „fítons“- andi í liðið fyrir síðasta leikinn, sem gerði það af verkum að við vorum aldrei eins samstilltar og í úrslitaleiknum, og þó vo- rum við þreyttar og margar meiddar fyrir leikinn. Þrátt fyrir það var ákaflega gaman að vera með í leiknum og þessari tvísýnu baráttu, sem raunar var allan tímann, en þó sérstaklega í úrslitaleikn- um. - Segðu mér Sigga, af hverju táraðist þú eftir leik- inn? Ég held að það hafi verið af eintómri gleði yfir sigrinum, yfir þessari dá- samlegu baráttu, fyrir þess- um góðu félögum, sem stóðu saman eins og ein manneskja, á hverju sem gekk. Sigurinn var líka draumsætur, því við bjuggumst eins við því að tapa. Mér er líka ekki grunlaust um, að þegar sigurinn var orðinn að veruleika, að það hafi slaknað á spennunni með tárum hjá fleir- um en mér. Þetta var víst einhver þægi- leg, mild og ef til vill kvenleg útrás. Ég held að ég muni þetta mót lengst af öll- um þeim mótum, sem ég hef tekið þátt í til þessa. Frímann Helgason, grein áður birt í Valsblaðinu 1969 Sigríður Sigurðardóttir íþróttamaður ársins 1964 með verð- launagripinn. fengið áföll á tvo fingur, þannig að þeir voru stokkbólgnir, auk aumra bletta um allan skrokkinn, vegna harkalegra pústra sem ég varð fyrir. Það var engu líkara en að ég væri alltaf í ónáðinni hjá mótherj- unum og drógu þær hvergi af. Við þetta bættist ofsaleg spenna og hugaræsing um það, hvernig þessu öllu mundi reiða af. Það bætti líka gráu ofan á svart, að Þór- arinn var veikur í Reykjavík. Okkur stelp- unum þótti það alveg hræðilegt, að hann væri svo langt í burtu, hann sem alltaf hafði verið hjá okkur, þegar eitthvað reyndi á, í hverjum leik, hverju móti, til- sunnudgsmorgun, og sá fjórði var úrslita- leikurinn kl. 3 sama dag. Við vorum líka óheppnar að í okkar riðli voru sterkustu liðin að Fram undan- teknu, sem var í hinum riðlinum. Það má því segja, að við urðum að taka á öllu okkar í hverjum leik. Við þetta bættist, að völlurinn var úr steinsteypu og þegar maður datt á hendur og eða hné skrapað- ist skinn af eða bólguhnúðar komu á hné og hendur og lagði blóð úr. Ég hafði Ifka 20 Valsblaðið 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.