Valsblaðið - 01.05.2004, Side 23

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 23
Ungir Valsarar Ég þarf að bæta dripplið Páll Fannar Helgason leikur körfubolta með 10. flokki Páll Fannar Helgason er 15 ára gamall og hefur æft í 2 ár með Val og segist hafa valið félagið vegna þess að í Val er mun meiri samkeppni en í Ármanni/Þrótti og í Val er mikill metnaður. Síðan er ég auð- vitað Valsari! - Hvaða hvatningu og stuðning hef- ur þú fengið frá foreldrum þínum í sambandi við körfuboltann? „Ég hef fengið frábæran stuðning frá pabba og mömmu. Pabbi mætir á alla leiki sem hann getur og síðan æfði hann líka íþróttir þannig að hann hefur mikið vit á körfubolta og íþróttum. Hann reynir alltaf að kenna mér eitthvað.“ - Hvernig gengur ykkur og hvernig er hópurinn? „Okkur gekk mjög vel í fyrsta mótinu en við unnum alla leikina og komumst upp í B- riðil í 9. flokki. I ár ætlum við okkur upp í A- riðil enda höfum við al- veg mannskapinn í það. Síðan voru einnig nokkrir strákar að spila með 10. flokknum. Okkur gekk frábærlega þar en við urðum Reykjavíkurmeistarar og bik- armeistarar og við lentum einnig í 2. sæti í íslandsmótinu. Hópurinn hefur bætt sig mikið frá því í fyrra.“ - Segðu frá skemmtilegum atvik- um úr boltanum. „Það skemmtilegasta var þegar við vorum að spila við Grindavík ég tók innkast og gaf á Hjalta. Hann sneri sér bara við og skoraði í eig- in körfu og okkur fannst það virkilega fyndið eftir leikinn!" - Áttu þér fyrirmyndir í körfuboltanum? „Mín fyrirmynd innan sem utan vallar er Tony Parker hjá San Antonio Spurs en hann er frábær leikmaður." - Hvað þarf til að ná langt í körfubolta eða íþróttum almennt. Hvað þarft þú helst að bæta hjá þér sjálfum? „Maður þarf að hafa metnað og alltaf að leggja sig 100% fram á æfingum. Svo verður maður að æfa sig eitthvað sjálfur. Ég þarf helst að bæta dripplið og ég er búinn að vera að bæta skotið mitt.“ - Hvers vegna körfubolti? „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 5 ára gamall en skipti síðan yfrr í körfubolta þegar ég var kominn í 7. bekk. Mér finnst körfubolti vera lang- skemmtilegasta íþróttin. Karfan er einnig virkilega fjölbreytt íþrótt og margt sem maður getur lært af henni.“ - Hverjir eru þínir framtíðardraumar í körfubolta og líf- inu almennt? „ M í n i r draumar eru að spila í Valsblaðið 2004 meistaraflokki hjá Val og sjá síðan hversu langt ég kemst. Ég er viss um að með mikilli æfíngu er aldrei að vita hverl maður kemst.“ - Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik 11. maí 1911.“

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.