Valsblaðið - 01.05.2004, Page 38

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 38
Willum Þóp Þórsson er ón efa einn metnaðapgjapnasti þjálfapi landsins en hann hefup fengið það hlutverk aó homa Val aftur á flug Willum og Asa Brynjólfsdóttir og börnin björg eins og hálfs árs og Willum 6 ára. Willum Þór Þórsson, einn af traustustu og mesta áberandi leikmönnum KR á ní- unda áratugnum, er nýráðinn þjálfari meistaraflokks Vals í knattspymu. Þrátt fyrir að hafa blómstrað sem knattspymu- maður er hann einn fárra íþróttamanna sem lék með yngri landsliðum Islands í körfubolta, handbolta og fótbolta á sama tíma. Og hann segist hafa átt erfitt með að gera upp við sig hvaða íþróttagrein hann legði fyrir sig. Hann náði einnig þeim einstaka árangri að leika með meistaraflokkum KR í þessum þrernur íþróttagreinum á sama tíma, áður en hann sneri sér alfarið að knattspyrnunni. Þann áratug sem Willum lék með KR í efstu deild skorti liðið einhvern neista til þeirra Brynjólfur Darri 4ra ára, Þyrí Ljós- að landa stóru titlunum þótt liðið hefði á að skipa frábærum knattspyrnumönnum. „Við vorunt rosalega góðir í því að vinna Islandsmótin innanhúss og Reykjavíkur- mótin,“ segir Willum kíminn. „Það verð- ur að segjast eins og er að á þessum tíma voru tvö lið sérstaklega pirrandi, Valur og Fram, sem voru að vinna stóru titlana til skiptis. Ég hefði aldrei viðurkennt það þá en það er staðreynd að þau voru bara betri en við. Þótt við höfum haft úrvals- mannskap vantaði alltaf eitthvað upp á, Valur og Fram höfðu það sem til þurfti.“ Eftir að Willum lék sinn síðasta leik fyrir KR sumarið 1989 söðlaði hann um og lék með Breiðabliki næstu sex árin, þar af fjögur í efstu deild. „í Breiðabliki lék ég meðal annars með góðum Vals- mönnum, Hilmari Sighvatssyni og Val Valssyni auk þess sem Hörður Hilmars- son og Ingi Björn Albertsson þjálfuðu m.a. liðið á þessum árum. Við urðum virkilega miklir mátar.“ Willum er kvæntur Asu Brynjólfsdótt- ur lyfjafræðingi sem starfar hjá fomianni Vals, Grími Sæmundsen, í Bláa lóninu sem þróunarstjóri í meðferðarvörum. Bömin þeirra em Willum 6 ára, Brynjólfur Darri 4 ára, og Þyri Ljósbjörg sem verður eins og hálfs árs um jólin. „Það segir sig sjálft að það að vera þjálf- ari er ekki mjög fjölskylduvænt en Ása og krakkamir hafa stutt ótrúlega vel við bakið á mér. Fjölskyldan mætir á alla leiki og Ása matbjó ofan í KR-ingana fyrir leiki, ásamt vinkonum sínum, og menn kunnu vel að meta það. Ég gæti í raun ekki verið þjálfari nema eiga skiln- ingsríka eiginkonu.“ Willum er menntaður viðskiptafræð- ingur og lauk síðan tveggja ára masters- námi í rekstrarhagfræði í Danmörku. Það má með sanni segja að hann hafi slysast til að þjálfa eftir að hafa leikið með Þrótti í 1. deild sumarið 1996. „Já, ég datt inn sem þjálfari Þróttar sumarið 1997 eftir að Ágúst Hauksson þjálfari fékk starf í Noregi. „Ég man ekki hvaða leikmaður missti það út úr sér að það væri bara fínt ef Willum tæki við liðinu. Þá var liðið í 1. deild og við bárum sigur úr býtum í deildinni." Willum þjálfaði Þrótt í þrjú ár, tók síð- an við Haukum í 3. deild og fór með lið- ið upp í 1. deild á tveimur árunt (ávallt sem sigurvegari) en þá virðast augu manna í Vesturbænum hafa opnast fyrir þeirra manni. Hann þjálfaði KR í þrjú ár, landaði Islandsmeistaratitli fyrstu tvö árin en síðastliðið sumar gengu hlutimir ekki eins vel upp. 38 Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.