Valsblaðið - 01.05.2004, Side 43

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 43
Eftir Guðna Olgeirsson Margrét Lára í baráttu um boltann í úrslitáleik íslandsmótsins innanhúss 2004 á móti Stjörnwmi sem Valur vann örugglega 2-0. (FKG) ari landsins og á eftir að kenna mér margt, þar sem ég hef mjög mikinn áhuga á þjálfun." - Hver eru þínir framtíðardraumar í fótbolta, hver eru næstu markmið í þeim efnum? „Mínir framtíðardraumar í boltanum eru að fara út og spila í góðu liði og komast á stórmót með landsliðinu. Mín næstu markmið eru að spila vel fyrir Val, bæta mig sem leikmann og vinna ís- landsmeistaratitil.“ - Hvað langar þig að læra? „Mig langar að læra sjúkraþjálfun og þjálfun. - Hver stofnaði Val og hvenær? Hversu mikilvægt er fyrir íþróttafélag að rækta téngsl við sögu félagsins? „Friðrik Friðriksson árið 1911 held ég. Eg tel það sé mjög mikilvægt að rækta tengsl við sögu félagsins og kenna og segja krökkunum frá þessum merku mönnum." - Áttu heilræði til krakka í íþróttum? „Haftði trú á sjálfum ykkur, leggið ykkur ávallt fram við æfingar og leiki því æfingin skapar meistarann." - Áttu Iífsmottó? „Ná mínum markmiðum, leggja mig ávallt 110% fram á æfingum og í leikj- um, æfa vel og markvisst og koma vel fram við fólk. Vera góða stelpan alltaf hehe.“ Knattspyrnuskóli Vals og Smith & Norland I sumar ákváðum við að prófa nýjar útfærslur á knattspymuskóla Vals og Smith & Norland. Skólanum var skipt upp í 3 aldursflokka : * 6. og 7.fl.ka. og kv. tilheyrðu yngsta hópnum þar sem farið var yfir gmnnþætti knattspymunnar. Æfingar voru í leikformi þar sem áhersla var á kennslu og að krakk- amir hefðu gaman að æfmgunum. Æfingar voru alla virka daga frá kl. 10.00- 12.00. * 4. og 5.fl. ka. og kv. tilheyrðu mið- hópnum. Iðkendum var skipt upp í smáa hópa þar sem 4-6 æfðu saman með einum þjálfara. Æfingar vom í formi einstaklingsþjálfunar þar sem áhersla var lögð á tæknilega þætti. Æft var 4 daga vikunnar klukkutíma í senn. * 3. og 2.fl.ka. og kv. tilheyrðu elsta hópnurn. Iðkendum var skipt upp í smáa hópa þar sem 4-6 æfðu saman með einum þjálfara. Æfingar voru í formi einstaklingsþjálfunar þar sem áhersla var lögð á tæknilega þætti. Æft var 2 daga vikunnar klukkutíma í senn. Þetta nýja fyrirkomulag kom að mörgu leyti vel út, iðkendur voru töluvert fleiri en undanfarin ár. Iðkendur fengu mikið út úr æfmgunum þar sem athyglin var meiri á iðkandann í smáum hópi. Nýja fyrirkomulag skólans þarf þó að þróa og skipuleggja betur fyrir næsta ár en engin spurning að þetta er nýjung sem er kom- in til að vera. Þjálfarar í knattspymuskóla Vals voru: Dóra Stefánsdóttir, Guðmundur Brynj- ólfsson, Jóhanna Lára Brynjólfsdótlir, Jóhann Hreiðarsson og Sigurbjörn Hreið- arsson. Með kveðjufrá skólastjóra knattspyrnuskólans Elísabet Gunnarsdóttir Valsblaðið 2004 43

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.