Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 45
Ferðasaga
Meistaraflokkur karla ■ evrwj.
. kepnmj handbolta ZUU4
Ferð hl Zurich
eftir Gunnar Möller fararstjóra
Efri röð frá vinstri: Sveinn Stefánsson framkvtemdarstjóri, Jóhannes Lange liðstjóri, Pavol Polakovic,
Hjalti Pálmason, Ægir Hrafn Jónsson, Vilhjálmur Halldórsson, Ingvar Arnason, Kristján Karlsson, Elvar
Friðriksson, Guðmundur Arni Sigfússon aðstoðarþjálfari, Oskar Bjarni Óskarsson þjálfari og Haraldur
Daði Ragnarsson formaður hkd. Vals. Neðri röð frá vinstri: Baldvin Þorsteinsson, Ásbjörn Stefánsson,
Pálmar Pétursson, Heimir Arnason fyrirliði, Hlynur Jóhannesson, Sigurður Eggertsson, Atli Rúnar
Steinþórsson og Fannar Friðgeirsson.
Loksins, loksins! Valur aftur með lið í
Evrópukeppni í handbolta og það bæði í
meistaraflokki karla og kvenna.
Eftir að það var ákveðið í vor af stjóm
og leikmönnum Vals að taka þátt í Evr-
ópukeppni félagsliða í ár hófst öflug fjár-
öflun á meðal leikmanna og stjórnar
handknattleiksdeildar. Leitað var ýmissa
leiða til að safna fjár til ferðarinnar, t.d.
með því að vinna við vörutalningu, tína
rusl og ýmis önnur verkamannastörf.
Við rifjum hér upp ferðasögu meist-
araflokks karla í stuttu máli.
Já, það ríkti mikil spenna þegar dregið
var í annarri umferð Evrópukeppni fé-
lagsliða í handbolta. Við hefðum hæg-
lega getað þurft að fljúga til eystri hluta
Evrópu og leika á móti liði þaðan. En
gæfan var með okkur í þetta skiptið og
við drógumst á móti liði frá Sviss,
Grasshopper - Club Zurich handball. í
fyrstu var talað um að leika annan leik-
inn hér heima og hinn í Sviss, en niður-
staðan varð sú að við lékum báða leikina
okkar í Sviss.
Það var síðan árla morguns 7. október
sem 20 manna hópur hélt af stað úr
hlaði frá Hlíðarenda. Hópurinn innihélt
leikmenn, þjálfara, aðstoðarmenn og
stjómarmenn. Ferðinni var heitið til
Ziirich. Ferðin gekk vel og með við-
komu í Frankfíirt vorum við komin á
áfangastað rétt um kvöldmat. Það var
vel tekið á móti okkur í Zúrich. Við
komuna byrjaði hópurinn á að koma sér
fyrir á hótelinu en síðan var tekin létt
æfing í Saalsporthalle, sem er heima-
völlur Grasshopper.
Fyrri leikurinn, sem spilaður var föstu-
daginn 8. október, var heimaleikur Vals.
í þeim leik lékum við
ekki nógu vel í fyrri
hálfleik. En virtist sem
þreyta væri í strákun-
um enda kannski ekki
skrýtið þar sem við
höfðum verið á ferða-
lagi allan fimmtudag-
inn. En það var betra
lið sem kom inn á til
að spila seinni hálf-
leik. En tveggja marka
tap, 21-23, var engu
að síður staðreynd.
Daginn eftir, laugar-
dag, spiluðum við úti-
leikinn. Menn voru
staðráðnir í að vinna
þennan leik og komast
áfram. Stemningin í
hópnum var gríðarleg
þrátt fyrir að meiðsli
nokkurra leikmanna
væru að hrjá okkur.
Við byrjuðum leikinn
ekki nægilega vel og
staðan í hálfleik var 15 - 11 Grasshopper
í vil. En með mikilli þrautseigju og góð-
um leik náðum við að jafna 18 - 18. Eftir
það kom mjög góður leikkafli og allt
stefndi í að við myndum sigra og komast
áfram. En mistök undir lok leiksins, mis-
notað dauðafæri og víti, urðu til þess að
við náðum ekki að vinna og komumst
ekki áfram í næstu umferð. Niðurstaðan
varð jafntefli, 28-28.
Menn voru ekki sáttir við niðurstöð-
una en ef horft er til baka þá var þetta
gríðarleg reynsla fyrir ungt lið okkar
Valsmanna.
Það jákvæðasta við þátttöku Vals í
þessari Evrópukeppni er sú að nú er Val-
ur komið aftur á kortið hvað Evrópu-
keppni varðar og með áframhaldandi
frammistöðu eins og í Sviss megum við
vera viss um að framtíðin er björt.
Valsblaðið 2004
45