Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 54

Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 54
Hver er Valsmaðurinn SkalÉli; MW' ■" Torfi Magnússon, einn litríkasti leikmaður Vals Torfi Magnússon á að baki Iangan og farsælan feril sem leikmaður og þjálf- ari í körfubolta hjá Val. Torfi var í Valsliðinu sem varð Islandsmcistari í körfubolta 1980 og 1983 og vann auk þess til fjölda annarra verðlauna á þeim tíma. Síðan þá hefur Valur ekki náð þeim árangri í körfu. Torfi á auk þess langan og farsælan landsliðsferil að baki í körfubolta. Torfí varð vel við beiðni Valsblaðsins um viðtal og greinilegt er að hugur hans stendur til að Valur verði í ný stórveldi í körfubolta og fari auk þess að leggja rækt við kvennakörfu að nýju. - Hvernig stóð á því að þú fékkst áhuga á körfubolta? „Jens bróðir minn var byrjaður að æfa körfubolta á undan mér og ég eitthvað farinn að prófa þessa nýstárlegu íþrótt. Það er hins vegar Jóhannes Magnússon sem er ábyrgur fyrir því að ég byrjaði í körfubolta. Hann skoraði á Kjartan Jó- hannesson vin minn að mæta á æfingu inni á Hálogalandi hjá Körfuknattleiksfé- lagi Reykjavíkur (KFR). Eftir það var ekki aftur snúið, ég heillaðist alveg af körfuboltanum. Áður hafði ég mætt á nokkrar fótboltaæfingar hjá Val, senni- lega fyrir tilstuðlan Gríms Sæmundsen, sem var bekkjarbróðir minn um tíma í Austurbæjarskólanum. Ég æfði líka sund, en hætti því þegar karfan tók við.“ - Af hverju varð Valur fyrir valinu? „Eins og ég sagði þá byrjaði ég í KFR, en nokkrum árum síðar var það félag innlimað í Val. Við það var ég mjög sátt- ur þar sem ég hef alltaf verið mikill Vals- maður.“ - Hver er að þínu mati helsti munur á starfi félagsins þegar þú varst leik- maður í samanburði við daginn í dag? „Satt best að segja veit ég það ekki. Þeir sem veljast til forystu í deildum í Val gera það oftast af því að þeir vilja láta gott af sér leiða. Það gengur mis- jafnlega að fá fólk til starfa og hefur ekki gengið sem best síðustu ár. Þetta hangir mjög saman við gengið hjá meistara- flokki. Að vísu er unglingastarfið og sér- staklega foreldrastarfið mun betra núna. Þjálfararnir upp til hópa eru betri og menntaðri en í gamla daga.“ - Hvað er það minnisstæðasta sem þú upplifðir sem leikmaður eða þjálf- ariíVal? „Sem leikmaður er náttúrulega minn- isstæðast þegar við unnum alla titla 1980 og 1983. Það er náttúrulega alltof langt síðan þetta var og verður að fara að gera eitthvað til að koma deildinni almenni- lega á blað aftur.“ - Hefur þú einhverjar skemmtilegar sögur af leikmönnum eða leikjum frá því þú varst sjálfur að spila? „Það er oft verið að spara fé þegar far- ið er í keppnisferðir. Við áttum að spila á Akureyri gegn Þór. Vinnufélagi minn sem er flugmaður ætlaði að fljúga með helming liðsins norður, hinn helmingur- inn fór með áætlunarflugi. Þegar til átti að taka var vélin sem við áttum að fara með ekki á staðnum og annarri reddað, reyndar allt of seint og við fórum af stað. Veðrið hafði versnað og þegar við kom- um norður sá flugmaðurinn Eyjafjörðinn í gegnum gat í skýin og steypti sér niður. Hurðin á farþegarýminu opnaðist við einhvem hristing og við vorum hálf skelkaðir allir saman. Þegar við komum í húsið var leikurinn hafinn með þeim leikmönnum sem komnir voru. Að sjálf- sögðu komumst við aldrei í takt við leik- inn og í lokin vorum við einu stigi yfir og við brutum á Þórsaranum Jóni Birgi. Hann hitti ekki úr vítunum og sagði bara að það væru ekki alltaf jólin.“ - Hvaða fyrirmyndir hafðir þú sem leikmaður? „Þeir leikmenn sem ég leit mest upp til voru Þórir Magnússon félagi minn í Val, Birgir Jakobsson í IR og Birgir Örn Toifi Magnússon í landsleik 1985. Birgisson í Ármanni. Þetta vom leik- menn með stíl. Það var svo sjaldan sem við sáum NBA leiki á þessum tíma að þeir leikmenn urðu engar fyrirmyndir hjá okkur.“ - Hvernig finnst þér uppbygging körfuknattleiksdeildarinnar í Val und- anfarin ár? „Mér sýnist þjálfaramir vera að vinna gott starf. T.d. var Ágúst Björgvinsson mjög öfiugur sem yngri flokka þjálfari og Bergur Emilsson er kominn í gang með fína flokka í yngsta aldurshópnum. Hins vega virðist vanta upp á að stjómin sé með stefnumótun til framtíðar. Það er ótækt að meistaraflokkur haldi áfram jójó ferðalagi milli deilda. Til að fá öfl- ugt lið þarf að byggja á heimaöldum leikmönnum sem fá tækifæri til að þroskast og verða betri í stað þess að að- 54 Valsblaðið 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.