Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 55

Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 55
Eitip Sævald Bjarnason Torfi Magmisson í leik 1979 á móti Fram. eins betri eldri miðlungsleikmenn sem detta inn í félagið spili alla leiki í meist- araflokki. Skilaboðin til ungu strákana í félaginu verða að vera skýr. Leggi þeir sig fram fái þeir tækifæri til að spila, en verða ekki bara uppfylling á bekknum eins og nú er.“ - Hvað finnst þér um að við höfum ekki kvennakörfu starfandi í félaginu? „Það er náttúrulega skandall að ekki sé kvennakarfa í Val. Það voru mistök þegar aðalstjóm Vals krafðist þess að kvenna- karfan yrði lögð niður. Við vorum með fínt lið og gott starf í kvennaboltanum, en af einhverri óútskýrðri skammsýni var allt í einu sagt stopp. íþróttafélögum eiga ekki að mismuna kynjunum á þennan hátt.“ - Hvernig lýst þér á uppbyggingu svæðisins okkar og hvaða áhrif heldur þú að þetta muni hafa á framtíð fé- lagsins? „Það er unnið af framsýni og stórhug að uppbyggingu á Valssvæðinu. Með slíku hugarfari er hægt að lyfta félaginu upp á hærra plan í öllum deildum og vonandi verður það svo. Aðstaða til að æfa og spila körfubolta verður frábær að Hlíðarenda. Það verður hægt að spila körfubolta á þremur völlum í einu í nýja húsinu. Það verður að stefna á það að við höfum frambærilegt lið þegar við tökum húsið í notkun.“ - Hvernig stóð á því að þú fórst að þjálfa og hvað var fyrsta liðið sem þú þjálfaðir? „Ætli það hafi ekki verið vegna þess að ég er svo lélegur í að segja nei. Ekki var það vegna þess að ég kynni mikið í körfubolta. Líkast til hef ég notað æfing- amar sem ég var með í mínum flokki fyrir flokkinn sem ég var að þjálfa. Sem betur fer er þetta ekki svona núna. Eg man nú ekki lengur hvaða lið það var sem ég var skráður þjálfari hjá fyrst, en það voru strákar sem voru lítið yngri en ég. Frá 1972 eða 73 til 1989 þjálfaði ég á hverju ári einhvem flokk eða flokka hjá Val, að undanskildum tveim árum þegar ég var í Iþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni. 1989 var mér sagt upp sem þjálf- ara meistaraflokks og kom svo aftur til starfa 1995 þegar ég hafði verið lands- liðsþjálfari í fimm ár. Þá var allt í kalda koli í deildinni og okkur hefur ekki tekist að komast út úr þeim vandræðum.“ - Hver er þinn besti árangur sem leikmaður og þjálfari? „Við unnum slatta af titlum í byrjun níunda áratugarins og Valur var með gott lið alveg fram til 1992. Ekki get ég stát- að af því að hafa unnið marga titla með Val sem þjálfari, en hins vegar hitti ég oft fyrrum leikmenn sem telja sig hafa haft gott af því að vera hjá mér.“ - Ertu hjátrúarfullur, varstu með einhverja sérstaka rútínu fyrir leiki? „Ég er nú ekki neitt sérstaklega hjátrú- arfullur, ég spilaði þó alltaf í búningi númer 6. í einhverjum galsa þá skiptu allir leikmenn um númer í einum leik. Leikurinn fór ekki vel og ég ákvað að spila ekki aftur með vitlaust númer. Eftir leikinn kom dómari leiksins Jón Otti til mín og bað mig að gera sér þetta ekki aftur. Hann var alltaf að dæma villur á leikmann nr. 6 sem var á bekknum." - Hvernig finnst þér körfuboltinn nú í dag í samanburði við þegar þú varst sjálfur að spila? „Það er nú svo merkilegt að íslenskur körfubolti hefur ekki breyst mikið. Það spila öll lið meira og minna „run and gun“ bolta. Stundum gengur það vei og stundum ekki. Þetta er oft skemmtilegt á að horfa, en sjaldnast dugar þetta þegar við spilum við körfuboltalið frá stærri þjóðum. Undantekningin er Keflavíkur- liðið um þessar mundir. Erlendir leik- menn hafa lengi verið afar mikilvægur þáttur í velgengni liða hér á landi, en það þarf að hafa góða íslenska leikmenn ef vel á að ganga.“ - Eitthvað sem þú vilt koma að varðandi körfuna eða félagið í heild sinni? „Framundan eru skemmtilegir tímar í Val. Uppbyggingin á svæðinu er framtíð- armúsík að mínu skapi. Það eru allar for- sendur fyrir því að félagið geti lyft sér úr þeim öldudal sem það er núna. Fjárhags- leg endurskipulagning hefur skilað sér þannig að félagið stendur vel. Öflug aðal- stjóm virðist vera í félaginu og þá þarf bara að taka til hendinni í körfubolta- deildinni. Við eigum fullt af efnilegum strákum sem eiga að skila sér inn í meist- araflokk á næstu árum og með þá sem kjama ætti framtíðin að vera björt. Svo þarf að byggja upp kvennakörfu að nýju.“ Valsblaðið 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.