Valsblaðið - 01.05.2004, Side 58
ekki að hætta öllum afskiptum af knatt-
spyrnu og sóttist eftir starfí sem þjálfari
hjá Val,“ Olafur segist hafa hætt fyrr að
leika knattspyrnu. „Ég endaði ferilinn í
Bandaríkjunum en ég fékk styrk til að
stunda knattspymu árið 1999 og eftir það
ár ákvað ég alveg að hætta, en úti kynnt-
ist ég þjálfun þar sem ég var aðstoðar-
þjálfari hjá kvennaliði skólans og reynd-
ar líka hjá strákum. Þjálfarastarfið heill-
aði mig strax og eftir að ég kom heim
sóttist ég eftir þjálfarastarfi hjá Val og
það gekk eftir,“ segir Ólafur, sem einnig
vildi ekki hætta afskiptum af fótbolta.
Báðir tvíburanna segja að í raun haft
aldrei komið til greina að þjálfa hjá öðru
félagi en Val, þannig að Valshjartað í
þeim er gríðarstórt.
„Það heillaði mig aldrei að þjálfa,“
segir Ólafur kírninn, „en þegar mér
bauðst að vera aðstoðarþjálfari háskóla-
liðsins stelpna í Bandaríkjunum þá sló
ég til og fljótlega fannst mér þetta mjög
spennandi verkefni. Síðan þegar ég kom
heim árið 2002 sá ég að það vantaði
þjálfara í 3. flokk kvenna og ég sóttist
strax eftir því um leið og ég mætti á
svæðið. Það líka hentar mér mjög vel að
þjálfa seinni partinn þar sem tíminn frá
5-8 hefur nánast allt mitt líf snúist urn
fótbolta, þannig að þjálfuninn fyllir upp í
þann tíma sem áður fór í æftngar, það er
eiginlega lífsstíll að vera í íþrótlum á
þessum tíma,“ segir Ólafur.
Stónar stundir í meistaraflokki iijá
tvíburunum
Tvíburamir sögðust alltaf hafa verið í
tómu ströggli í meistaraflokki. Þeir telja
stærstu stundina í meistaraflokki hafi
verið 1992 í Evrópukeppni bikarhafa,
þegar Valur lék í fyrstu umferð við
Mypa, lið frá Finnlandi sem þeir unnu
og Valur komst í aðra umferð og lék við
skoska liðið Aberdeen. „Það var rosafjör
að taka þátt í Evrópukeppninni“ segja
bræðumir. Annars fór gengi Valsliðsins
stöðugt versnandi á 10. áratugnum sem
endaði með því að liðið féll úr úrvals-
deild 1999 í fyrsta skipti í sögunni.
Bræðurnir Guðntundur og Ólafur léku á
þessunt tíma með ýmsum góðum fót-
boltamönnum, t.d. Sævari Jónssyni,
Guðna Bergssyni eitt tímabil, Bjarna
Sigurðssyni, Ágústi Gylfasyni, Jóni
Grétari og Antony Karli Gregory.
Jóhanna í sigursælum yngri flokkum
Jóhanna er mörgurn ámm yngri en tví-
burarnir og byrjaði snentma að mæta á
Hlíðarenda á leiki með strákunum og
fylgja þeim á æfingar. Hún segist ekki
hafa haft neinn áhuga á fótbolta þegar hún
var lítil en byrjaði að æfa 6 ára gömul
með 5. flokki Vals, einfaldlega vegna þess
að fjölskyldan var öllum stundum á Hlíð-
arenda. hún segist bara hafa byrjað að
mæta á æfingar með stelpunum þegar hún
sá þær í fótbolta. „Ég fékk þó fljótlega
áhuga á fótbolta og var örugglega 5 ár í 5.
flokki og okkur gekk bara ágætlega. Beta
(Elísabet Gunnarsdóttir) þjálfaði mig frá
5. flokki upp í 2. flokk og við vorum 8
minnir mig í mínum árgangi, sterkur hóp-
ur sem stóð þétt saman og við náðum frá-
bærum árangri og unnum nánast allt sem
hægt var að vinna árum saman. Síðan
varð ég í sumar Islandsmeistari með
stelpunum í meistaraflokki og bikarmeist-
ari í fyrra. Við erum bara þrjár eftir að æfa
með Val úr þessum hópi, þ.e. ég og Dór-
umar (Dóra María Lárusdóttir og Dóra
Stefánsdóttir). Þetta hefur verið æðislegur
tími og frábært að taka þátt í þessum fé-
lagsskap upp alla yngri flokkana hjá Val,“
segir Jóhanna sem á glæsilegan feril í
yngri flokkunum og greinilegt er að hún
er afar stolt af stelpunum.
Metnaðanfull bjálfarasystkini með
skýr markmio
Guðmundur segist alla tíð hafa haft mik-
inn áhuga á íþróttum. „Ég fór líka í
íþróttakennaskólann á Laugarvatni og
útskrifast þaðan sem íþróttafræðingur
árið 2000 og það lá nokkuð beint við að
ég færi að þjálfa og um haustið fór ég að
þjálfa 4. flokk karla hjá Val og fyrsta árið
var ég bæði þjálfari og leikmaður með
Val. Ég sá að það fór ekki sérlega vel
saman og eftir að ég hætti sjálfur að
spila hef ég einbeitt mér að þjálfun, fyrst
hjá 4. flokki og síðan hjá 3. flokki karla.
Mig langar að byggja upp sterka einstak-
linga og góða knattspymumenn sem geta
leikið með meistaraflokki félgsins á
næstu árum, það er markmið mitt,“ segir
Guðmundur ákveðinn. Olafur tekur
heilshugar undir þetta sjónarmið og
leggur áherslu á mikilvægi þess að
leggja rækt við yngri flokkana til að
byggja upp fyrir framtíðina. Einnig segj-
ast þeir bræður líta á þjálfunarstarf frekar
sem hugsjónastarf en atvinnu en ekki
hefur hvarflað að þeim að vinna að þjálf-
un hjá öðrum félögum. Þeir segjast báðir
vilja eiga þátt í því að búa til einstak-
linga hjá Val til að taka við keflinu þegar
fram líða stundir og gaman að eiga þátt í
því að byggja upp nýtt stórveldistímabil í
sögu Vals. Jóhanna tekur heilshugar und-
ir þetta sjónarmið bræðra sinna.
Langun þjálfaraferill Jóhönnu
„Beta (Elísabet Gunnarsdóttir) bað okk-
ur Eddu Lám að þjálfa 5. og 6. flokk
1999, þá var ég 14 ára gömul, lítið eldri
en stelpumar. Síðan varð ég aðstoðar-
þjálfari í 5. flokki, fyrst hjá Betu og síð-
an hjá Evu Björk, en fyrir þremur árum
bauðst mér að taka við þjálfun 4. flokks
kvenna sem ég hef þjálfað núna í þrjú ár.
Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að hafa
fengið þetta tækifæri að þjálfa svona ung
og skil varla núna hvernig foreldramir
gátu treyst mér svona ungri fyrir börnun-
unt sínum, bæði á æfingum og í keppnis-
ferðum en þetta er búinn að vera æðis-
legur tími. Ég lærði ótrúlega mikið á því
að vera aðstoðarþjálfari hjá Betu, hún er
Þjálfarasystkinin á góðri stundu. Frá vinstri: Guðmundur, Jóhanna Lára og Ólafur.
58
Valsblaðið 2004