Valsblaðið - 01.05.2004, Side 61

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 61
Ungir Valsarar Ég stefni að sjálfsögðu í atnumennskuna Elvar Freyp Arnþorsson leikur knattspyrnu með Z. flokki Elvar Freyr Arnþórsson 16 ára gamall og hefur æft með Val í 2 ár í fótbolta. Hann flutti í Valshverfið 7 ára og var þá í HK og vildi ekki skipta strax. Hann byrjaði að æfa handbolta með Val 10 ára og kynntist þá umhverfi Vals. Svo lá beinast við að fara í hverfafélagið í fótbolta þar sem allir skólafélagar voru. I suntar var hann valinn í U17 ára landsliðið. - Hvaða hvatningu og stuðning hef- ur þú fengið frá foreldrum þínum í sambandi við fótboltann, hversu mik- ilvægur er stuðningur foreldra? „Foreldrar mínir hafa alltaf verið já- kvæð í garð fótboltans. Það skiptir máli að foreldrar styðji við bömin sín af því annars er erfitt að ná ár- angri. Svo er líka mjög hollt að vera í íþróttum svo foreldrar mínir hafa alltaf verið ánægðir með að ég sé í íþróttum." - Hvernig gekk ykkur í sumar? „Okkur gekk mjög vel í sumar enda var umgjörðin alveg frábær. Hópurinn er mjög góður en því miður voru frekar fáir á eldra ári en yngra árið er mjög sterkur árgangur og bætti það nánast upp. Við byrjuðum á því að taka þátt í haustmót- inu þar sem við vorum vaxandi og unn- um síðasta leikinn. Svo var það Reykjar- víkurmótið sem gekk mjög vel og lentum við í 3. sæti. Á íslands- mótinu gekk okkur frábærlega og sigruðum við í B-riðlin- unt og komumst í und- anúrslit íslandsmóts- ins þar sem við töp- uðum naumlega gegn Fjölni. í bikarnum töp- uðum við lfka ntiumlega á móti Fjölni, en 6 okkar leikmanna \'oru þá í utanlandsferð með handboltanum. Ann- ars þegar ég horfi yfir sumarið þá var þetta frábært sumar.“ - Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „Eftirminnilegasti sigurinn í sumar var þegar við unnum Fylki 3-1. Fylkir skor- aði snemma og var yfir mestan hluta leiksins. Við sóttum og sótturn en náðum ekki að brjóta þá niður fyrr en seint í seinni hálfleik. Við skoruðum 3 mörk á einhverjum 4 mínútum og tryggðum okkur sigurinn í B-deild.“ - Áttu þér fyrirmyndir í fótboltanum? „Beckham hefur lengi verið í miklu uppáhaldi og ekki síður Maradona og Pele. Annars reyni ég bara að læra af öll- um atvinnumönnum og góðum fótbolta.“ - Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt. Hvað þarft þú helst að bæta hjá þér sjálfum? „Til að ná langt þarf fyrst og fremst að æfa einn. Ég æfi mikið einn og reyni að vera alltaf eins mikið og ég get með fót- bolta eða einhvern bolta. Ég þarf bara að bæta mig almennt sem knattspyrnumann. Eins og allir. Það er alltaf hægt að bæta sig.“ - Hvers vegna fótbolti, hefur þú æft aðrar greinar? „Já ég hef líka æft handbolta, frjálsar og borðtennis. Fótbolti nær bara svo vel til mín. Mér fannst aldrei spuming hvað ég ætlaði að velja.“ - Hverjir eru þínir framtíðar- draumar í fótbolta og lífinu almennt? „Ég stefni að sjálsögðu á atvinnu- mennskuna. Ef ég verð ekki atvinnumað- ur þá vil ég vera góður leikmaður á ís- landi. Svo er ég líka í skóla með fótbolt- anum og ætla að verða eitthvað mennt- aður líka til vara.“ - Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson árið 1911.“

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.