Valsblaðið - 01.05.2004, Page 65

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 65
Starfið er margt Uppbyggingarstarfft i yngri llilununi að skila ser Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar árið 2004 Það varð hlutskipti meistarflokks Vals að sitja eftir í 1. deild eftir síðasta keppnis- tímabil. Eftir nokkuð gott gengi í deild- inni voru það Fjölnismenn sem sigruðu Valsmenn um sætið í úrvalsdeildinni. Meistaraflokkur Birgir Guðfinnsson var endurráðinn þjálfari meistaraflokks eftir síðasta tíma- bil. Hann lagði hins vegar skóna á hill- una fyrir þetta tímabil og hefur ekki leik- ið með liðinu í ár. Liðið hefur hins vegar staðið sig vel það sem af er keppnistíma- bili og stefnan er sett á deild hinna bestu að ári. Nýir leikmenn komu til liðsins nú f sumar. Aðalsteinn Pálsson kom frá IS og Matthías Ásgeirsson, sem búið hefur er- lendis um skeið, flutti heim og spilar nú með Val. Þá fékk liðið snemma á tímabil- inu Jason Pryor aftur en hann spilaði með Val fyrir tveimur árum. Að lokum endur- heimtum við tvo góða Valsmenn, þá Steingrím Ingólfsson frá Bandaríkjunum og Kjartan Orra Sigurðsson sem sneri aftur frá Þrótti. Allir þessir leikmenn hafa styrkt liðið mikið og bjóðum við þá að sjálfsögðu velkomna að Hlíðarenda. Þó svo margir góðir leikmenn hafi komið til okkar fyrir þetta tímabil er það ekki alltaf svo að enginn fari frá okkur. Ragnar Steinsson sem valinn var besti leikmaður Valsliðsins í fyrra og verið hefur einn okkar allra sterkasti leikmað- ur um nokkurt skeið ákvað að skipta í Skallagrím til að takast á við úrvalsdeild- ina. Við vonum að Ragnari farnist vel í Borgamesi en vitum þó jafnvel og hann að hann kemur aftur innan skamms. Fyr- ir mestu framfarir á síðasta tímabili fékk Ernst Fannar Gylfason viðurkenningu. Ný stjóm tók við í sumar, en í henni sitja: Guðmundur Guðjónsson, formaður Gunnar Zoega Sveinn Zoega Hópmynd eftir sigur í bikarúrslitaleik í 10. flokki 2004. Efri röðfrá vinstri: Ágúst Jens- son aðstoðarþjálfari, Hólmgrímur S.Hólmgrímsson, Róbert Æ. Hrafnsson, Gústaf H. Gústafsson, Gissur Jón Helguson, Hjalti Friðriksson, Haraldur Valdimarsson, Hörður Helgi Hreiðarsson, Sœvaldur Bjarnason þjálfari og Katla Dögg Sœvaldsdóttir 4 ára. Fremri röð frá vinstri: Kai Fletcher, Olafur Stefánsson, Björn A Júlíusson, Arnór Þrastarson, Baldur Eiríksson, Páll Fannar Helgason. IUUI « jíi A N ra i I Jason Pryor í baráttu. (FKG) Guðmundur Bjömsson Þórey Einarsdóttir Aðalsteinn Steindórsson Yngri flokkar Drengjaflokkur (fæddir 1985-1986) var einum leik frá því að komast í úr- slitakeppnina á síðasta ári. Mikill stíg- andi var í liðinu og endaði tímabilið á glæsilegum sigri á Þór Akureyri sem ein- ungis hafði þá tapað einum leik á tíma- bilinu. Liðið lenti í 5.-6. sæti á íslands- mótinu. Það sem einkennir þennan flokk er mikill fjöldi ungra leikmanna sem nú þegar eru byrjaðir að spila með meistara- flokki og eru þar að gera góða hluti. 11. flokkurinn (fæddir 1987 endaði í 3.-4. sæti á íslandsmótinu eftir að hafa tapað fyrir íslandsmeisturum KR í und- anúrslitaleik. 11. flokkurinn bætti sig verulega á tímabilinu og náði þessi ár- gangur sínum besta árangri á tímabilinu. Á síðasta ári náði 10. flokkur (fæddir 1988) þeim einstaka árangri að verða bikarmeistari. Var þar um að ræða fyrsta titil okkar í körfuknattleik í nokkurn tíma. Flokkurinn lenti þar að auki í öðru sæti á íslandsmótinu og urðu Reykjavík- urmeistarar. Þrír leikmenn liðsins voru valdir í landslið íslands sem gerði sér lít-

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.