Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 71
Ettir Guðna Olgeirsson
lega miklar, bæði eru einstaklingamir
orðinr flinkari og flokkamir í samræmi
við það. Fjölgað hefur í flestum flokkun-
um okkar og elstu strákamir hafa undan-
farin ár verið að keppa við bestu lið
landsins. Og sé það haft til hliðsjónar að
yngri flokkar hvers félags séu alltaf við
toppinn þá bara hlýtur það að skila sér í
mfl. þegar þessir strákar era komnir með
aldur til þess, og það er kannski kjami
málsins, að ala upp Valsara sem era alltaf
í toppbaráttu í yngri flokkum, skilar sér
vonandi í Völsuram í toppbaráttu í meist-
araflokki. Foreldrar mættu alveg vera
duglegri að mæta á leiki.“
- Hver er staða yngri flokka Vals í
kötfubolta um þessar mundir?
„Staða yngri flokkanna er góð í dag. Á
síðasta ári eignuðumst við bikarmeistara
í fyrsta skipti í mörg ár og sama lið
hampaði einnig Reykjavíkurmeistaratitli,
og varð síðan í 2. sæti í íslandsmótinu í
fyrra. Flokkamir fyrir ofan og neðan
þessa stráka hafa einnig verið að bæta
sig stöðugt og strákar fæddir 1987
komust inn í úrslitakeppnina á síðasta ári
í fyrsta skipti og lentu í 3.-4. sæti. Flokk-
amir okkar hafa allir bætt sig mikið og
eram við nálægt eða á toppnum í flestum
yngri flokkum félagsins. Þama eram við
að uppskera þrotlausar æfmgar undanfar-
inna ára en við voram í b-c riðlum fyrir
2 áram með flest okkar lið. Núna era
flestir okkar flokkar í baráttu í a-riðlum
eða á milli a-b riðla. Nú varðandi yngstu
flokka félagsins þá höfum við stöðugt
verið að fjölga iðkendum þar 8. flokkur
hefur 27 stráka og í 7. flokki og í minn-
bolta eru álíka margir iðkendur. Þetta er
auðvitað það sem félag eins og Valur
þarf á að halda að hafa góðan fjölda í
öllum flokkum og hæfa þjálfara á öllum
flokkum.“
- Hver er staða körfubolta almennt
meðal barna og unglinga hér á landi?
„Staða körfunar á íslandi hefur senni-
lega aldrei verið betri. Síðasta sumar var
einstakt í íþróttasögu okkar Islendinga í
yngri flokkum, yngri landslið okkar
gerðu frábæra hluti á erlendum vet-
tvangi. Á Norðurlandamótinu síðastliðið
sumar unnum við 3 titla af 4 möguleg-
um og í einu liðinu þar áttum við 3 Vals-
ara í sama liðinu. Nú 16 ára lið stúlkna
átti frábært sumar þar sem þær lentu í 2.
sæti í Evrópukeppni B-liða í Eistlandi
og lentu þar í 2. sæti á innbyrðis
viðureginum við sigurliðið. Að
ógleymdum frábæram árangri 16 ára
liðs karla (fæddir 1988) sem sigraði
Evrópukeppni B-liða sem fór fram í
Englandi síðasta sumar. Þar áttum við
Valsarar 2 fulltrúa sem voru félaginu
sínu og þjóð til mikils sóma og er ég
ákaflega stoltur af því að okkar menn
hafi átt þátt í því að móta eitt sigur-
sælasta sumar í sögu íslenskra yngri
landsliða í íþróttum.“
- Hvaða markmið hefur Valur um upp-
byggingu kvennakörfubolta?
„Það er ein stelpa að æfa hjá okkur í
Val. Þessi stúlka hefur verið alveg ótrú-
lega dugleg undanfarin ár. Og hún hefur
bætt sig mjög mikið og stendur jafnfætis
mörgum af strákunum, Hún er búin að
æfa síðan í 9. bekk er í 1. bekk í fram-
haldsskóla en þá var bróðir hennar að æfa
líka, hann er horfmn á braut en hún held-
ur ótrauð áfram, og sem merki um dugn-
að hennar þá fór hún yfir í KR á síðasta
ári, en langaði bara ekki að æfa þar sem
stelpumar vora ekki eins „góðar“ og
strákamir og einnig fannst henni bara
meira gaman að æfa í Val og kom hún því
auðvitað aftur. Þetta á auðvitað að virka
sem hvati á okkur að stofna kvennakörfu
í Val. Eg er sannfærður um að það á eftir
að gerast í allra nánustu framtíð. Það er
hins vegar auðvelt að segja en erfiðara í
framkvæmd. Við höfum ekki haft nægi-
lega marga þjálfara í félaginu til þess að
þetta hafi verið möguleiki og einnig þá er
plássleysi áþreifanlegt eins og staðan er í
dag. En með nýju húsi og vonandi fleiri
hæfum þjálfuram þá munum við vonandi
stofna kvennakörfu í Val og vonandi
vinna hana á sama stall og hún var. Ég er
sannfærður um að það er grundvöllur fyr-
ir kvennakörfu og með metnaði og fóm-
um má ná þessu fram, vonandi sem allra
allra fyrst með tilkomu nýrra íþrótta-
mannvirkja að Hlíðarenda."
- Hvaða skilaboð viltu senda krökkum
sem eru að stunda íþróttir?
„Skilaboð til iðkenda í Val eru þau að
vera áfram dugleg að æfa og stunda
íþróttir því maður lærir svo ótrúlega
margt í íþróttum. Maður lærir að taka
sigri og ósigri, takast á við mótlæti og
sigrast á því og maður fer í sæluvímu ef
vel gengur. Maður eignast svo marga
vini og félaga í gegnum fþróttir og ef
maður leggur sig alltaf 100% fram þá er
uppskeran eftir því. Einnig hvet ég alla,
bæði þjálfara sem leikmenn til þess að
setja sér markmið, hvað þeir vilji fá út úr
íþróttum, það þarf ekki að vera að vinna
íslandsmeistaratitil, það gæti bara falið í
sér að mæta alltaf á æfingar og leggja sig
100% fram á öllum æfingum sem við-
komandi mætir á. Síðan er það svo mikil
sælutilfinning þegar maður kemst svo
loks á þennan stað og sér að maður hefur
náð settum markmiðum, það er ótrúlega
skemmtileg tilfinning hvort sem um Is-
landsmeistaratitil eða mætingu á fyrstu
æfingu er að ræða.“
Afram kaifa.
Valsblaðið 2003
71