Valsblaðið - 01.05.2004, Page 73

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 73
Ferðasaga eftir Bergþópu Baldursdóttur og Láru ðsk Eggertsduttur 3. flokki 2. flokkur kvenna skemmti sér vel í Liseberg. Þann 9. júlí hittust annar og þriðji flokkur kvenna í Valsheimilinu og stigu í rútu á leið til Keflavíkur, ferðinni var heitið til Svíþjóðar á Gothia Cup. Annar flokkur kvenna hafði farið áður en þriðji flokkur var að fara í fyrsta sinn. A Frölunda komum við okkur fyrir og fórum fljót- lega að sofa eftir að hafa skoðað okkur um og tjékkað á hinum liðunum sem voru einnig að fara að keppa. Næsta dag fórum við í Skara Sommerland ásamt öll- um íslensku liðunum, þar var verslunar- miðstöð sem við máttum versla í og í garðinum voru nokkur tæki og svo auð- vitað rennibrautagarður. Það var mjög gaman þarna, en það var kalt og rigndi mikið og þess vegna var ekkert mikið hægt að fara í rennibrautirnar. Svo á sunnudeginum var farið á opn- unarhátíðina á Ullevi og var hún æðis- lega flott en samt kannski aðeins of lang- dregin en Valsstelpumar skemmtu sér. íslenska liðið í drullubolta, frá vinstri: Linda, Bergdís, Ingibjörg, Elísa og Thelma. Eftir helgina byrjuðum við að keppa, það var rosalega heitt fyrsta daginn, al- veg 25 stiga hiti. Við vorum mjög óvanar að keppa í þessum hita og þess vegna var það mjög erfitt fyrst. En fararstjóramir okkar voru svo góðir og keyptu fötu og svampa svo við gætum kælt okkur. Öðrum flokki gekk vel á mánudegin- um og vann liðið Karlslunds IF 2-0, en á þriðjudeginunt og miðvikudeg- inum gekk ekki eins vel og leik- irnir töpuðust gegn Vittsjö GIK 3-0 og USA pride 1-0 og þar með varð annar flokkur í næst neðsta sæti í riðl- inurn og fór í B riðla úrslita- keppni, þar sem þær komust í undanúrslit og stóðu sig með prýði. Á mánudeginum gekk B-liðinu hjá þriðja flokki ekki vel og töpuðu 5-0 fyrir Vasterás IK en á þriðjudeginum og mið- vikudeginum töpuðu þær fyrir Central Marin United 9-0, Borgeby FK 3-1 og Rönninge Salem Fotboll 7-1. En þær unnu einn leik í B-riðli en fóm svo í vítaspymukeppni við Varegg/Sandviken og tapaðist hún. A-liðinu gekk ágætlega og vann Varegg/Sandviken 2-1. Svo á þriðjudeginum og miðvikudeginum unnu þær Spárvagens FF 3-1 og P 18 IK 5-0 og unnu þær riðlakeppnina og komust í 32ja- manna úrslit en þar töpuðu þær 3-2 og þar með var þátttöku Valsstelpnanna á Gothia Cup lokið. Á kvöldin var oft farið í mollið í Fröl- unda eða eitthvað niðrí bæ í Fimmuna enda klámðust peningamir fljótt hjá sum- um. Aðal maturinn í ferðinni var McDon- alds og Pizza Hut. En maturinn í mötu- neytinu var ekki mjög vinsæll en stund- um var þó ágætur matur. Daginn sem við vomm ekki að keppa fómm við í tívolíið Liseberg og var það mjög gaman. Balder - trérússibaninn var á aðalvinsældalistan- um hjá flestum stelpunum í þriðja flokki sem höfðu ekki farið áður til Svíþjóðar. Farið var á æftngaleik Köbenhavn- Tottenham á Ullevi, en það var frekar leiðinlegur leikur. En auðvitað var stemning hjá Valsstelpunum hvað annað? Kepptu nokkrar stelpur úr þriðja flokki í drullubolta fyrir hönd íslands og lentu í 5. sæti eftir að hafa tapað fyrir 19 ára strákum. Þrjár stelpur áttu afrnæli í þessari ferð, þær Thelma, Lilja og Magga og auðvitað var sunginn afmælissöngurinn. Þetta var bara æðisleg ferð í alla staði og vonum við innilega að komast aftur á næsta ári. Ferðin hefði aldrei tekist jafn vei ef fararstjórarnir Margrét. Hulda. Sibba og Lára og þjálfararnir Óli og Jónas hefðu ekki verið með. 3. flokkur kvenna á Gothia Cup með fararstjórum. Valsblaðið 2004 73

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.