Valsblaðið - 01.05.2004, Side 75

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 75
Framtíðarfólk Brendan Brekkan Þnrvaldssnn leikmaður mei 2. flokki og meistaraflokki í handbolta Fæðingardagur og ár: 5. janúar, 1983. Nám: Við FÁ. Kærasta: Er á milli hlekkja. Einhver í sigtinu: Tinna hans Sigga Eggerts, en ekld, hafa hátt um það. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Það er ekki einn einasti Valsari í mínum ættum en ég hef einu sinni talað við Eggert Þor- leifs, hann tók meira að segja í höndina á mér. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Viðskiptakall. Af hverju handbolti: Snertingalaus íþrótt er náttúrulega bara fyrir kell...hmm alla vega ekki fyrir mig. Svo nenni ég ekki að vera í endalausum útihlaupum allan veturinn, þar fór fótboltinn. Hand- bolti er bara svona askoti skemmtilegur. Af hverju Valur: Hef átt heima í Þing- holtunum í 20 ár, af hverju bara ekki vera í Val fyrst þetta er við hliðina á manni. Eftirminnilegast úr boltanum: Það var nú þegar einn af okkar ástkæru dómara- álfum dæmdi mark úr víti þegar boltinn fór klárlega fram hjá. Ein setning eftir síðasta tímabil: Góð reynsla í bankann. Skemmtilegustu mistök: Þegar þeir völdu mig í unglinga- landsliðin á sínum tíma. Mesta prakkarastrik: Ætli það sé ekki einhver kúka- brandari úr keppnisferð. Eg held að hann fari ekki vel á prenti. Fyndnasta atvik: Þegar Sigurjón markmaður, okk- ar glæsilegi, Mringur og íhaldssnillingur tók í karókíið á leiðinni suður frá Akureyri. Seint mun það renna mér úr minni. Stærsta stundin: Það hef- ur verið 5. jan 83' þegar undirritaður leit dagsins ljós. Valsblaðið 2004 Hvaða setningu notarðu oftast: Svona er lífið. Skemmtulegustu gallarnir: Gleymsk- an, getur nú samt stundum verið pirr- andi. Fullkomið laugardagskvöld: Spaug- stofan, Gísli Marteinn, Bo á fóninn, verður ekki betra. Hvaða flík þykir þér vænst um: Dökk- grænar, sjúskaðar hermannabuxur sem mér áskotnaðist hérna um árið. Besti söngvari: Dave Matthews. Besta hljómsveit: Allt of margar til að gera upp á milli, í augnablikinu eru Fis- herspooner að rokka. Besta bíómynd: Pulparinn, klikkar ekki. Besta bók: Papillion. Besta lag: Gullvagninn; kemur manni í ffling. Uppáhaldsvefsíðan: The hun.... nei hvemig læt ég að sjálfsögðu VALUR.is. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Man U eða Chelsea, fer eftir gengi. Eftir hverju sérðu mest: Árinu okk- ar Robba. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Klárlega Róbert Sig- hvats. 4 orð um núverandi þjálfara: Húmoristi, hvers manns hugljúfi, samviskusamur og nátt- úrulega fjallmyndarleg- ur. \ Ef þú værir alvaldur í V Val hvað myndir þú gera: Hækka þóknun mína um nokkur hund- mð %. Hvað hlæir þig í sturtu: Söngtröllið Ægir. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki: Sigurður Eggertsson, maðurinn er náttúrulega goð. Hver á ljótasta bflinn: Þeir eru nú allir fallegir, bara á mismunandi vegu, sjáðu til. Hvað lýsir þínum húmor best: Mjög djúpur. Fleygustu orð: Það er ekkert grín að vera svín og vera etinn á jólunum. Mottó: Allt er hey í harðindum nema náttúrulega Hei babi lúla she’s my baby. Fyrirmynd í boltanum: Róbert Sig- hvats, vanmetinn djöfull! Leyndasti draumur: Brendan og Ró- bert, Bó á fóninum, kertaljós, var ekki verið að biðja um þann leyndasta. Við hvaða aðstæður líður þér best: f góðra vina hópi og ekki skemmir ef Robbi lætur sjá sig.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.