Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 3
Séra Friðrik Friðriksson Bam er oss fœtt: sonur er oss gefiivr A lums lierðwn skal höfðingjadóitturirm hvíla: nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðhetja eilífðatfaðir, friðarhöfðingi. Jesaja 9.6. Enginn af öllum spádómum spá- mannanna finnst mér dýrðlegri, háfleigari né dýpri en þessi spádómur um komu Guðssonar í heiminn, um veru hans í heiminum, um starf hans og verk. Enginn spádómur er eins stílaður uppá þá þýðingarmiklu hátíð sem kristin kirkja hefur haldið í hérumbil 16 hundruð ár til minningar um þennan einstæðasta atburð, sem átti sér stað fyrir um 1950 árum. Þessi spádómur hefur verið mér svo þýðingarmikill, allt frá barnæsku minni og allt til þessara komandi jóla. Hann hefur gefið lífi mínu svo mikið raun- verulegt innihald að ég gæti vel verið án allra jóla-hátíðarhalda, en verið þó eins auðugur af gleði og innri fögnuði. Mig langar til, í mjög stuttu máli, að benda á reynslu mína á þýðingu og raunveruleik jólanna á minni talsvert löngu ævi, með öðrum orðum hvað boðskapurinn um Jesúm Krist hefur fært mér og hvað hinn fyrirheitni Messías og konungur hefur haft að þýða fyrir mig. Eg set það ekki fram í rökrænu skyni, heldur til umhugsunar fyrir hugsandi æskumenn vora, yngis- rnenn og yngismeyjar. Fyrir yður, eins og fyrir mér í bamæsku minni, tel ég víst að bamið í Betlehem hafi verið innihald fegurstu og innilegustu jólagleði yðar, þótt vér böm skildum ekki til fullnustu þá, að Séra Friðrik Friðriksson. bamið Jesús var oss gefið, fætt sem í mynd jólabirtunnar og jólagleðinnar sem orsök til alls hátíðarhalds jólanna, jóla nautnanna í mat og drykk, jóla- gjafa og jóla skemmtana. Þess vegna hvílir ávallt, að minnsta kosti hjá flest- um, einhver unaðarkennd yfir jóla- minningum vomm. Jólin komu og bam var oss gefið til þess að innibinda í sér gleðina og yfir öllum öðrum gjöfum. Svo er vér komust á legg, þá uxum vér meira og minna frá jólunum og tilfinningunni fyrir unaði þeirra, og þó aldrei með öllu. Svo dofnaði tilfinning vor fyrir barninu. Það óx með oss og samband vort breyttist til hans, sem verið hafði bam í Betlehem. En allir, sem héldu trúnaði sínum við drenginn í Musterinu og manndómsverk hans í kenningu hans og lífi og fórnfæringar hans á Golgata og líftöku hans í upprisunni, þeim varð hann allt. Hann var ekki lengur gefinn oss sem barn til þess að gleðjast við á hátíðisdögum, heldur sem sonur. — Nú kem ég að spádóm- inum: Barn er oss fætt, sonur er oss gefínn Þegar mér varð það ljóst að Jesús Kristur, sem fæddist í Betlehem, ólst upp í Nasaret, vann frelsisverk sitt mér r Hugleiðing til handa og vafði sig inn í reynslu mína og trú, þá gat ég fagnað og sagt: Bam er mér fætt og sonur er mér gefinn. Þá fann ég og uppgötvaði, að þessi Jesús varð mér ekki aðeins sem vinur og frelsari, heldur ekki aðeins sem Guð rninn og Drottinn, heldur sem Guði gefmn sonur frá hæðum, sem ég síðan mætti kalla minn, tileinka mér eins per- sónulega sem nokkur faðir eða móðir getur sonur minn. Hann vex aldrei frá mér og ég vex aldrei frá honum. Síðan hef ég átt jólin sjálfur, ekki aðeins á hinum árlegu jóladögum, held- ur alla ársins daga og síðan veit ég að eins og þótt hann reynist mér ávallt sem sonur, þá hvílir höfðingjadómurinn yfir lífi mínu honum á herðum og að spá- dómur jólanna rætist, að hann ekki aðeins kallast, heldur er hann minn undraráðgjafi í öllu mínu ráðaleysi og hann er mér guðhetja, eilífðarfaðir og friðarhöfðingi, allt sem dýrmætustu nöfnum tjáir að nefna. Þetta bið ég um að megi að fullu verða jólareynsla yðar. I Jesú Kristi hef ég fundið Guð minnar fagnandi gleði, míns jólafag- naðar í lífi og dauða. Hann veri yður öllum geislandi gleði í öllu yðar lífi, á hátíðardögum lífs yðar og allt fram að hinni síðustu stund lífsins. Ég veit að hann vill vera oss öllum allt, meira en orð fá útvakið og í þessari vissu segi ég gleðileg jól, nú og síðan eilíflega. Amen. (Hugleiðing flutt skólafólki árið 1953) Valsblaðið 48. árgangur 1996 Utgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. Ritnefnd: Ragnar Ragnarsson, Lárus Ögmundsson og Þorgrímur Þráinsson. Ritstjóri: Þorgrímur Þráinsson. Ljósmyndir: Arni Gunnar Ragnarsson o.fl. Forsíðumynd: Erling Ó Aðalsteinsson Útlit og lestur prófarka: Þorgrímur Þráinsson. Litgreiningar: Litróf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Bókband: Flatey hf. 3

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.