Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 21
Jón Grétar á byrjunarárum sínum með meistaraflokki, gegn Víkingi á Valbjarnarvelli árið 1985.
Reynir Vignir, formaður Vals, afliendir Jóni Grétari glæsilega bikara sem
leikmanni ársins 1995.
aldrei neitt. Miðað við þær væntingar
sem ég hafði sem 17 ára unglingur
hefur ferillinn ekki verið eins og ég
ætlaði mér. Ég stefndi hærra en setti
markið vitanlega of hátt. Það hefði
reyndar verið gaman að ná að spila með
A-landsliðinu. Ég var tvívegis vara-
maður en meiddist á æfingu daginn
fyrir þann leik sem ég átti að byrja.
Það er reyndar eitt sem ég sé eftir að
hafa ekki gert en það var að fara til
Celtic haustið eftir að ég ökklabrotnaði.
Mér var boðið út til æfinga og hefði
alveg treyst mér til þess en mér var
ráðlagt að gera það ekki — ökklans
vegna. Á sama tíma gaf ég ekki kost á
mér í 18 ára landsliðið á sömu for-
sendum en þjálfarinn vildi hafa mig í
hópnum þótt ég væri tæpur. Þetta
tvennt hefði mátt spilast öðruvísi, eftir
á að hyggja. Ég hlustaði kannski of
mikið á ráðleggingar annarra. Svo er
aldrei að vita nema lengri hvíld hafi
bjargað ökklanum.”
Jón Grétar getur ekki kvartað yfir
slæmu gengi með U-21 árs landsliðinu
því hann lék 6 leiki með því og skoraði
4 mörk. Hann skoraði 2 mörk gegn
Dönum í Danmörku, í líklega eina land-
sliðssigri íslands þar í landi, og síðan
skoraði hann 2 gegn Tékkóslóvakíu
ytra. Þetta var sumarið 1987 og lék
Sævar Jónsson báða leikina sem eldri
leikmaður, eins og þá tíðkaðist. Sævar
og Jón Grétar voru saman í herbergi
fyrir báða leikina og sváfu í hjónarúmi.
Svo skemmtilega vildi til, segir Sævar,
að Jón Grétar söng sama lagið upp úr
svefni fyrir báða leikina. Lagið er „Le
freak” sem var vinsælt hér á árum áður
og mun áreiðanlega skipa heiðurssess í
huga Jóns Grétars um ókornin ár.
Jón Grétar lék m.a. gegn stórliðum á
borð við Juventus, Monaco og Nantes í
Evrópukeppninni á níunda áratugnum
og hann var spurður að því hvort hann
saknaði þess ekki að vera í keppninni
„Jú, ég geri það. Það að fara út til að
taka þált í Evrópukeppni er eitthvað
sem er ekki hægt að lýsa. Ekki síst
vegna þess að við vorum alltaf að spila
við stórlið. Þá var það skemmtileg
reynsla að spila við Wismut Aue í
Austur-Þýskalandi. Það væri gaman að
komast í eina keppni áður en skórnir
detta á hilluna.”
— Hefur félagsskapur leikmanna
verið að breytast síðustu árin?
„Þessi hópur er að mörgu leyti búinn að
gera meira félagslega en nokkur annar
hópur sem ég hef verið í. Við tókurn
upp á því að velja okkar leikmann
ársins auk þess efnilegasta og gefum
bikara sem knattspyrnudeildin gerir til
að rnynda ekki þegar hún útnefnir leik-
mann ársins. Við höldum glæsilegt
lokahóf þar sem við bjóðum megin-
þon-a þeirra, sem starfa í kringum flokk-
inn ásamt mökum, í veislu. Þetta er
okkar leið til að þakka fyrir okkur. Við
stofnuðum Listamannafélagið Friðrik
sem er þegar orðinn kapítuli út af fyrir
sig. Við höldum okkar karokee keppni
og förum í golf og útreiðatúr á sumrin
sem hefur reyndar verið við lýði í
rúman áratug.”
flug-
eldasölu
VALS
21