Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 9

Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 9
Valsblaðið tók hús á Snorri í nóvember og spurði hann fyrst að því hversu stórt Valshjartað væri. “Þótt ég hafi ekki fylgst með knattspymunni í Val hin síðar ár, fyrr en sumarið 1995, er Vals- hjartað mjög stórt. Ég hóf að sækja völlinn að nýju þegar Valur var í erfiðleikum og allt stefndi í að liðið færi niður í 2. deild. Ég hitti marga gamla vini á vellinum, m.a. Baldur Steingrímsson, fyrmrn gjaldkera Vals, sem er orðinn 92 ára.” Snorri ólst upp í svokölluðu skugga- hverfi Reykjavíkur, við Hverfisgötuna, en þar hófst knattpymuferill nrargra kunnra Valsmanna. “Segja má að Grímar Jónsson hafi verið okkar uppalandi í boltanum en auk okkar bjuggu Sigurður Ólafsson, Egill Kristbjörnsson og Björgólfur Bald- ursson í hverfinu. Við spiluðum fót- bolta öllum stundum á götunni en gerðum ekki hlé á leik okkar nema þegar bílar komu akandi upp Vatns- stíginn. Snorri gat ekki stundað knattspymuna sem skyldi að sumarlagi því hann stundáði vegavinnu utan höfuðborg- arinnar öll sumur frá 1935-1940. Hann náði aðeins að spila leikina í Reykja- víkurmótinu og stöku leik í 1. deild. “Það er mér minnisstætt þegar ég var staddur í vinnu á Þingvöllum að til- kynnt var í útvarpinu í hádeginu á sunnudegi að Snorri Jónsson ætti að drífa sig hið snarasta til Reykavíkur. Þetta var bara eins og verið væri að leita að rjúpnaskyttu! Valsmenn voru að keppa mikilvægan leik um kvöldið og vildu fá mig í bæinn. Á þessum tíma vom fá farartæki og því vonlaust að koma sér í bæinn. Ég náði þó að spila leik og lék með meistaraflokki þótt ég væri í vegavinnu.” Snorri var í keppnisferð í Þýskalandi með Val sumarið 1939 þegar síðari heimsstyrjöldin braust út. “Við vomm á hóteli í Trier, gegn járnbrautar- stöðinni, og vöknuðum eldsnemma morguns þegar stöðin fylltist af her- mönnum. Við flæktumst til Bremen og þaðan til Kaupmannahafnar og tókst að komast til Islands um miðjan septem- ber. Þetta var óskapleg upplifun. Fyrir ferðina létum við sauma á okkur skó úr mjög fínu leðri og nýttust mér lengi. Það var einfaldlega tekið mál af fótunum og sérsaumað á hvem okkar.” Árið 1942 varð Snorri íslandsmeistari með Val og um veturinn hélt mannskap- urinn hópinn og varð sömuleiðis Snorri Jónsson hefur setið í fulltrúaráði Vals í áratugi. „Við gerðum ekki hlé á leik okkar nema þegar bílar komu akandi upp Vatnsstíginn!“ íslandsmeistari í handbolta. “Við gjör- sigruðum alla andstæðinga okkar í báðum greinum og er þetta mjög eftir- minnilegur tími. Fram til ársins 1940 hafði KR verið með sigursælasta liðið á landinu en upp frá því tók Valur við.” Sumarið 1943 var Snorri við vinnu í Brúarlandi þegar hitaveiturör féllu á fótinn á honum og mölbrutu hann. Brotið var það illa sett saman að hann þurfti að dvelja í marga mánuði á spít- ala. Snorri lék ekki knattspymu næstu þrjú sumur og þegar hann haltraði til leiks á ný var hann nánast einfættur. “Ég bólgnaði eftir hvem einasta leik enda var fóturinn boginn eftir aðgerð- ina. Ég var reyndar valinn til að taka þátt í úrvalsleik í Englandi sumarið 1946 en þá kom Albert Guðmundsson til móts við okkur en hann lék með Arsenal það ár. í þessu “landsliði” vom leikmenn sem höfðu getað sómt sér vel í hvaða Evrópuliði sem var. Ellert Sölvason, Magnús Bergsteinsson, Hermann Hermannsson, sem var stórkostlegur markvörður og ein allra Snorri hefði án efa getað komist í allra fremstu röð ef hann hefði ekki fótbrotnað. skemmtilegasta persóna sem ég kynnt- ist. Það var mikill harmur þegar hann drukknaði í Meðalfellsvatni. Auk þess- 9

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.