Valsblaðið - 01.05.1996, Side 36
„Valsmenn léttir í lund, dr.... á sérhverri stund." Dagur á „heimavelli" í
Þýskalandi studdi sína menn í baráttunni. Frá vinstri: Skúli, Davíð, Ingi
Rafn, Dagur, Eyþór, Jóhann og Örn.
upp á létta hádegishressingu í ráðhús-
inu. Eftir 10 mínútna gang um ranghala
hússins fannst móttökusalurinn loksins
ásamt borgarstjóra og fylgdarliði. Þar
læddu menn í sig nokkrum snittum
undir ströngu mæjones eftirliti þjálf-
arans.
Þeir, sem höfðu undirbúið leik liðanna
í Bochum, prentuðu plaköt og hengdu
víða um bæinn. Frekar fáir áhorfendur
mættu á leikina en flestir þeirra voru
vitanlega á bandi Donezk. Nokkurt
jafnræði var með liðunum í upphafi og
þreifuðu þau hvort á öðru (þó ekki í
eiginlegri merkingu). Leiknum lauk
með jafntefli. Óli Stef. og Dagur Sig.,
Góður Dagur í
Þýskalandi
íslandsmeistarar Vals léku báóa leikina í
Evrópukeppni meistaraliða í Þýskalandi.
sem spila með Wuppertal, komu beint af
æfingu og sáu seinni hálfleikinn. Strax
eftir leikinn var okkur boðið, af Bochum,
á leik liðsins gegn 1860 Munchen í
Bundesligunni. Þórður Guðjónsson var
ekki í byijunarliðinu en kom frískur inn
á í síðari hálfleik og yljaði löndum sínum
með því að lauma inn einu með tánni við
mikinn fögnuðu okkar og 25.000 heima-
manna. Leikurinn endaði 2:2.
Styrk fararstjórn í Þýskalandi. Frá vinstri: Evert Evertsson, Örn
Gústafsson, Brynjar Harðarson og eiginkona hans, Guðrún Árnadóttir.
Fyrir rúmu ári dróst Valur á móti
margföldum Rússlands- og Evrópu-
meisturum Zeska Moscva í Evrópu-
keppni meistaraliða. Vegna rnikils
ferðakostnaðar beggja liða var sú
ákvörðun tekin að hittast á miðri leið
og spila báða leikina í Þýskalandi. Þetta
gaf það góða raun að ákveðið var að
„endurtaka leikinn” þegar í ljós kom að
mótherji okkar í ár í Evrópukeppninni
var Donezk frá Úkraínu. Bochum varð
fyrir valinu. Bochum er vinabær borg-
arinnar sem Donezk kemur frá þannig
að andstæðingar okkar voru á
hálfgerðum heimavelli. Við vissum
lítið um liðið en þó það að það náði alla
leið í úrslitaleikinn í fyrra. Boris, hinn
rússneski aðstoðarlandsliðsþjálfari, var
með það á hreinu að Donezk væri gott
lið.
Flogið var til Lúxemborgar 17. október
og beið okkar langferðabíll (eins og
Stuðmenn myndu orða það). Hann
flutti okkur ljúflega til Bochurn. Þegar
menn voru búnir að koma pinklum
sínum og brækum fyrir á hótelinu Sol
Inn voru línurnar lagðar fyrir næstu
daga. Þetta ágæta hótel hafði svokallað
„pay TV” og nutu ákveðnar myndir
meiri hylli en aðrar — vitaskuld aðal-
lega hjá yngri leikmönnunum!!
Eftir létta morgunæfingu á föstu-
deginum bauð borgarstjórinn í Bochum
Dagur og Óli buðu okkur í kaffi til
Wuppertal að morgni laugardagsins.
Dagur sagði að það tæki um 40 mínútur
að keyra á milli. Það tók okkur hins
vegar 2 og 1/2 tíma. Svoleiðis gerist
þegar 20 sérfræðingar vita hvaða leið er
36