Valsblaðið - 01.05.1996, Side 20

Valsblaðið - 01.05.1996, Side 20
Jón Grétar og Guðmundur Benediktsson í skemmtilegum dansi. Boltalausir. Jón Grétar fékk rautt spjald! „IVIadur fer ekki eitthvert annað til að kveikja á einhverju hugarfari” ströngum ferli. Ég vona að þetta lið haldi mannsksapnum á næstu árum og að leikmenn verði þolinmóðir. Strákamir hafa alla burði til að komst í fremstu röð og sömuleiðis liðið. Hefðin og sagan segir okkur það að Valur kemur alltaf upp með meistaralið annað slagið. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær það gerist. Ég get alveg séð þennan hóp, þessa Valsstráka, vera efni í meistaralið eftir 2-3 ár — svo framarlega sem þeir sýna þolinmæði og leggja sig fram. Til þess að þetta geti orðið að veruleika þarf félagið að halda vel utan um alla hluti. Það eiga að vera óskráð lög um það í Val að allt eigi að vera best. Bestu boltarnir, besti aðbúnaður, flottustu búningana og þar á að vera best staðið að öllum málum. Jafnvel þótt um æf- ingaleiki sé að ræða. Valur á að hafa ákveðinn standard sem verður ekki haggað. Öll smáatriðin skipta svo miklu máli. Ef eitt fer úrskeiðis getur það sett menn út af laginu. Ég tala nú ekki um ef mörg smáatriði eru í lamasessi. Því miður er margt ábóta- vant í dag. Þetta þarf ekki að kosta neina peninga.” -- Sérðu sjálfan þig í einhverjum af ungu strákunum sem eru jafnvel óbeislaðir og óþolinmóðir? „Ég náði inn í þann tíma þar sem menn voru ekki alltaf að skipta um lið. Andinn var þannig að menn voru trúir sínu félagi. Ég gat ekki hugsað mér að fara neitt annað því í Val voru félagar mínir og vinir. Ég er enn sannfærður um að það er lang skemmtilegast og best að vera í Val og skil ekki hvers vegna menn vilja fara eitthvað annað núna. Það var mjög mikil pressa á mér frá fjölskyldunni og öðrum um að skipta um félag á þeim þremur árum sem ég sat á bekknum. Það hvarflaði aldrei að mér að fara. Því miður er menn óþolinmóðir í dag og finnst ekkert mál að fara frá Val. Sumir vilja meina að það sé gott að reyna fyrir sér annars staðar -- öðlast nýtt hugarfar. Þetta veltur allt á viðkomandi. Menn þurfa ekki annað en að innstilla sig til þess að öðlast þetta hugarfar. Ég man eftir því þegar Magni Blöndal Pétursson datt út úr liðinu um miðjan níunda áratuginn. Fyrir svona ungan dreng eins og mig var frábært að sjá hvernig hann brást við því. Hann bretti einfaldlega upp ermarnar, var eins og naut í flagi á æfingum og komst að sjálfsögðu aftur í liðið. Þetta er málið í stað þess að kenna þjálfaranum eða öðrum um. Menn eiga að líta í eigin barm og spyrja: Hvað get ég gert betur? Arangur næst ef menn stilla sig inn á það að hjá Val ætli þeir að slá í gegn. Maður fer ekki eitthvert annað til að kveikja á einhverju hugarfari. Það er líka hægt að nefna Sigurbjörn Hreiðarsson í þessu samabandi. Hann hefur sýnt ótrúlega þolinmæði og réttan Valsanda þótt hann hafi ekki alltaf verið í liðinu. Sigurbjöm var að koma mjög sterkur inn í liðið í vor þegar hann meiddist og á örugglega eftir að upp- skera eins og hann hefur sáð. Bjössi er alltaf fyrstur á æfingar á haustin, alltaf tilbúinn að berjast fyrir sínu. Yngri menn ættu að taka hann sér til fyrir- rnyndar.” Jón Grétar er farinn að tala eins og fyrirliði og það veit á gott fyrir liðið. Eldmóðurinn skín úr augunum. Honum er greinilega annt um félagið og að það nái árangri. „Árið í fyrra var mjög lærdómsríkt. Þótt okkur hafi gengið misjafnlega í vorleikjunum í ár held ég að menn viti núna hvað þarf til að ná árangri. Hugarfarið skiptir langt mestu máli og það að vera rétt stemmdur. Síðustu sjö leikimir í fyrra vom góðir vegna þess að hugarfarið var í lagi. Við höfum rætt ýmislegt opinskátt, bæði hvað varðar hugarfarið og samstöðuna, og ef við náum að vinna sem ein heild eru liðinu allir vegir færir. Hópurinn er skemmtilegur og það er rosalega gaman að vera hluti af honum. Ungu strákamir, sem eru að koma upp, lofa mjög góðu á allan hátt.” Jón Grétar lék með KA árin 1989 og 1990 og var Islandsmeistari fyrra árið. Ætli hann sé sáttur við knattspymufer- ilinn þegar hann lítur yfir farinn veg? „Ég held ég verði að segja það. Ég hef þrisvar orðið Islandsmeistari og þrisvar bikarmeistari og ég held að leikmenn á íslandi geti ekki farið fram á mikið meira. Sumir spila í áratugi en vinna 20

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.