Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 46
2. flokkur í lánsbúningum frá Lyngby FC því ekki náðist að þvo búninga
okkar á milli leikja: Aftari röð frá vinstri: Árni Viðar Þórarinsson,
Guðmundur Brynjólfsson (lánsmaður), Bergur Þór Bergsson, Arnór
Gunnarsson, Brynjar Sverrisson, Árni Guðmundsson, Snorri L. Karlsson,
Magni Blöndal Pétursson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Steinar Örn
Atlason, Gunnar Sigurjónsson, Daði Árnason fyrirliði, Hjörtur Jóhannsson,
Kristján Sæbjörnsson og EIís Kjartansson. Fyrir framan liggja Ágúst
Guðmundsson og Sigurður Flosason.
Daði fyrirliði með spelkuna góðu.
leiki á keppnistímabilinu. Á miðvikudag
var frí og fóru flestir í skoðunarferð um
miðborg Kaupmannahafnar, í Tívolí og
fleira. Dagurinn var ekki eins skemmti-
legur hjá okkur Daða því við eyddum
meirihluta hans á slysadeild sjúkra-
hússins í Gladsaxe. Á fimmtudag var
leikið við danska liðið B93 og urðu
úrslitin 1:1. Hvílt var á föstudaginn og
ekki vanþörf á því. Meiðsli voru farin að
hrjá mannskapinn enda leikimir erfiðir
og vellimir harðir. Daginn eftir var leik-
ið við danska liðið Næstved og enn urðu
úrslitin 1:1. Seinna um daginn sáum við
Bröndby sigra Lyngby í deildarkeppn-
inni, 4:2. Gaman var áð fylgjast með
Herjað í Danmörku!
Ferð 2. flokks karla til Lyngby 28.
júlí til 4. ágúst
á DGO/BALLEX CLP 1996
Það voru 15 hressir strákar úr 2. flokki
Vals sem mættu í Leifsstöð snemma
morguns sunnudaginn 28. júlí sl.
Ferðinni var heitið til Kaupmanna-
hafnar, nánar tiltekið til Lyngby, sem
er ein af útborgum þessa gamla höfuð-
staðar. Þar átti að taka þátt í
DGO/BALLEX CUP 1996. Mótið er
haldið árlega á vegum Lyngby FC og
taka þátt mörg af sterkustu unglinga-
liðum Norðurlanda. Okkur var strax
boðið að sjá leik Lyngby FC og AaB
sem var fyrsti leikurinn í dönsku
„Superliga” á keppnistímabilinu.
Leikurinn var skemmtilegur og mikil
markaveisla og lauk með sigri Lyngby,
6:1.
Á mánudeginum hófst alvaran. Leikið
var gegn sænska liðinu Öster.
Strákamir áttu ágætis leik og það var
ekki fyrr en í síðasta hluta leiksins að
Öster náði að knýja fram 2:1 sigur.
Valur var yfir í leikhléi. Rétt er að geta
þess að Öster sigraði á mótinu. Daginn
eftir var leikið gegn danska liðinu
Hvidovre. Sá leikur endaði með sigri
Dananna, 2:1 og þurftu þeir mikið að
hafa fyrir sigrinum. Leikurinn var Val
dýrkeyptur því Daði Árnason, fyrirliði,
meiddist illa og gat ekki leikið fleiri
Magni sýnir lærisveinum hvernig
setja á þá grænu niður.
stuðningsmönnum Bröndby sem fjöl-
menntu á völlinn og tóku virkan þátt í
leiknum.
Síðasta leikinn lékum við snemma
morguns heimferðardaginn 4. ágúst.
Leikið var við danska liðið B1903, sem
hafði hlaupið í skarðið fyrir Örebro frá
Svíþjóð, sem lét sig hverfa á föstu-
deginum. Valsstrákamir sýndu mikinn
dugnað og „karakter” og jöfnuðu 3:3
46