Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 26

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 26
Texti: Þorgrímur Þráinsson Troðfull Laugardalshöll á föstudaginn langa, og komust færri að en vildu, þegar meistaraflokkur Vals tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í handknattleik. „Okkur skortir slagkrafti Brynjar Hardarson, formaður handknattleiks- deildar Vals, ræðir um handknattleik og fleira í Val og hugmyndir varðandi fyrir- komulag deildarkeppninnar. Meistaraflokkur karla í handknattleik hefur verið flaggskip Vals undanfarin ár og að vissu leyti andlit félagsins út á við. Menn eins og Dagur Sigurðsson, Olafur Stefánsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jón Kristjánsson og Geir Sveinsson hafa verið áberandi á íþróttasíðum dagblaða og í sjónvarpinu og fólk setur alltaf samasemmerki milli þeirra og Vals. Iþróttamenn, sem ná langt, endurspegla yfirleitt það ástand sem ríkir í félaginu þeirra. Brynjar Harðarson hefur verið for- maður handknattleiksdeildar Vals í þrjú ár eins og flestum er kunnugt en hann var einn af máttarstólpum liðsins til margra ár. Eftir brotthvarf bestu leikmanna Vals, að síðasta keppnis- tímabili loknu, hefur árangur meistara- flokks ekki verið sem skyldi og liðið er um þessar mundir (9. des) í neðri hluta deildarinnar. Ætli hljóðið í Brynjari sé öðruvísi í dag en það var á sama tíma í fyrra? „Ég hef vissulega áhyggjur af meist- araflokksliðinu því árangur þess í vetur hefur ekki verið sá sami og áður. Reyndar tel ég að Jón Kristjánsson Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals. 26

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.