Valsblaðið - 01.05.1996, Page 8

Valsblaðið - 01.05.1996, Page 8
Texti: Þorgrímur Þráinsson Meistaraflokkur Vals í knattspyrnu og handknattleik sem sigraði á öllum mótum í báðum greinum árið 1942. Standandi frá vinstri: Jóhannes Bergsteinsson, Sigurður Ólafsson, Hrólfur Benediktsson, Hafsteinn Guðmundsson, Ingólfur Steinsson, Ólafur Jensson, Arni Kjartansson, Sveinn Helgason, Karl Jónsson, Egill Kristbjörnsson, Frímann Helgason, Þorkell Ingvarsson formaður Vals. Neðri röð frá vinstri: Albert Guðmundsson, Grímar Jónsson, Björgúlfur Baldursson, Magnús Bergsteinsson, Hermann Hermannsson, Ellert Sölvason, Jóhann Eyjólfs, Snorri Jónsson, Geir Guðmundsson. „Tilkynnt í útvarpinn að Snorri Jónsson ætti að drífa sig til Reykjavíkur” Albert Guðmundsson hélt þvífram að Snorri Jónsson vœri s leiknasti knattspyrnumaður sem Island hefur átt. Hvert er hans álit á því? Snorri rifjar upp gömlu góðu dagana fyrir Valsblaðið! Þegar „eldri” knattspyrnukappar og Valsmenn minnast þeirra leikmanna sem yljuðu áhorfendum urn hjartarætur með knatttækni sinni og leikni koma sömu nöfnin yfrrleitt upp í hugann. Þeim, sem þekktu til knattspymumanna í Val á stríðsámnum —fyrir liðlega 50 ámm, ber saman um að fáir hafa haft yftr betri knatttækni að ráða en SNORRI JÓNSSON. Nöfn Ellerts Sölvasonar (Lolla) og Alberts Guðmundssonar em þó yfirleitt nefnd í sömu andrá. Albert Guðmundsson, sem hefur líklega náð lengst allra íslenskra atvinnuknattspymu- manna, hafði á orði að Snorri Jónsson hefði verið leiknasti knattspymumaður sem ísland hefur átt. Ferill Snorra var stuttur því hann fót- brotnaði á unga aldri og náði sér aldrei á strik eftir það. Snorri kom heim frá læknanámi í Svíþjóð árið 1964 og rak læknastofu í Domus Medica allt fram til ársins 1994. Hann hefur setið í fulltrúa- ráði Vals um nokkurra áratuga skeið. Snorri Jónsson 18 ára nemi í MR. 8

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.