Valsblaðið - 01.05.1996, Side 16

Valsblaðið - 01.05.1996, Side 16
í minningu látinna Valsmanna Jakob Benediktsson Fæddur 5. janúar 1951 Dáinn 1. júlí 1996 Foreldrar Jakobs eru Svandís Guðmundsdóttir f. 1920 og Benedikt Jakobsson f. 1920. Bræður Jakobs eru Bergur f. 1952, Helgi f. 1953 og Sigurbjörn f. 1964. Jakob kvæntist Gunnhildi Halldórsdóttur árið 1978. Börn þeirra eru Jóhanna Dagmar f. 1978, Benedikt Þórður f. 1982 og Júlíus Ágúst f. 1984. Gunnhildur og Jakob skildu. Jakob stundaði sjó- mennsku en lengst af rak hann Hótel Akranes. Einn af fræknustu sonum Vals, Jakob Benediktsson, er fallinn frá langt um aldur fram. Kobbi Ben, eins og Jakob var ávallt nefndur meðal okkar Valsmanna og vina sinna, gerðist barn- ungur liðsmaður Vals enda æskuheim- ili hans í Drápuhlíð, steinsnar frá Hlíðarenda. Snemma komu hæfileikar Kobba í ljós. Þar fór mikill íþrótta- maður og drengur góður. Prúðmennska hans og lítillæti var við brugðið. Ekki spillti lúmskur húmor piltinum. Aðeins 19 ára að aldri varð Kobbi Norðurlandameistari í handknattleik með unglingalandsliðinu í Finnlandi. Þetta var árið 1970 og var ungu pilt- unum fagnað sem þjóðhetjum við heimkomuna. Þetta var fyrsti NM-titill karla í handbolta og þótti að sjálfsögðu frábært afrek. Kobbi var ein traustasta stoðin í þessu unga liði. í þrjú ár, 1968-1971, lék Kobbi með meistaraflokki Vals í handbolta en þá var verið að leggja grunninn að því stórveldi sem Valur hefur verið undan- farna rúma tvo áratugi í þeirri grein. Atvikin höguðu því svo að Kobbi hætti rétt tvítugur í handboltanum. Var það sannarlega skarð fyrir skildi í röðum okkar Valsmanna. Tengsl hans rofnuðu smátt og smátt við félagið en alltaf var hann boðinn og búinn að rétta félaginu hjálparhönd ef til hans var leitað. Við undirritaðir viljum þakka Kobba framlag hans til Vals um leið og við vottum foreldrum, bræðrum og bömum hans okkar dýpstu samúð. Með kveðju! Bergur Guðnason Brynjar Harðarson Helga Sigurbjörnsdóttir Fædd 9. október 1907 Dáin 26. janúar 1996 Helga Sigurbjörnsdóttir fæddist á Jörfa í Haukadal í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Lilja Kristín Arnadóttir frá Jörfa og Sigurbjörn Guðmundsson bóndi í Kirkjuskógi í Miðdölum. Helga var elst sjö systki- na. Hún giftist Valdemar Ólafi Kristjánssyni frá Kárastöðum í Þingvallasveit árið 1933. Hann dó árið 1981. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru Kristján Grétar, kvæntur Olgu Ragnarsdóttur, þau eiga fjögur börn og átta barnabörn og Sigurbjörn kvæntur Ólafíu Hrönn Ólafsdóttur, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Helga og Valdemar áttu allan sinn búskap heima í Reykjavík, lengst af á Hlíðarenda við Laufásveg, Valsheimilinu, eða í 23 ár. Þar af 15 ár sem húsverðir hiá Val. Helga Sigurbjömsdóttir skipar vegleg- an sess í hugarheimi margra Vals- manna sem léku sér daglangt niður að Hlíðarenda — ekki síst utan æfingatíma. Hún var nokkurs konar amma þeirra drengja sem spörkuðu bolta um svæðið frá morgni til kvölds og þeim þótti notalegt að finna fyrir návist hennar og Valdemars í Fjósinu. Helga amma var ávallt reiðubúin að þerra tárin, gefa drengjunum að drekka og ræða lífsins gagn og nauðsynjar ef því var að skip- ta. Helgu var annt um ungviðið og gætti þess ávallt að menn létu kappið aldrei bera fegurðina ofurliði. Hún sá um að þvo keppnisbúninga Valsmanna til margra ára og húsvarðastarfið leysti þau hjónin af stakri snilld. Minningarnar um Helgu em ljúfar og Valsmenn, sem ólust upp undir vemd- arvæng hennar, þakka henni trygglynd- ið, stuðninginn og þá væntumþykju sem geislaði ávallt af henni. Blessuð sé minning hennar. Valsmaður 16

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.