Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 39

Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 39
C lið 7. flokka i góðum gír á Víkingsmóti 1996. „Við viljum að hér verði rekinn íþróttaskóli fyrir 6-8 ára krakka og að stelpur og strákar verði saman” segir Þorlákur Árnason alþjóðlegum íþróttasamböndum í heiminum. KSÍ kemur til með að missa styrki ef sambandið fylgir ekki þessari alþjóða línu. Pollamótið í Vestmanna- eyjum fær til að mynda ekki að halda áfram nema hækka aldur þátttakenda. Þar verður líka hætt að verðlauna bestu menn mótsins.” — Átt þú ekki að skipta þér af þjálf- urum ef þér finnst þeir vera að gera ranga hluti og ekki sinna starfl sínu nægilega vel? „Jú, og ég hef þegar gert það. Þau námskeið, sem ég hef sótt um þjálfun, hafa opnað nýjan heim fyrir mér. Öll þjálfun er að breytast í það form að menn séu að spila og æfa einn á móti einum, tveir og tveir, þnr gegn þremur, fjórir gegn þremur og svo framvegis í stað þess að skipta alltaf á tvö mörk eða framkvæma æfingar þar sem allir eru í einfaldri röð. Þetta gengur í öllum boltagreinum og kemur í veg fyrir það að menn séu alltaf að bíða eftir að röðin komi að þeim. Það er hægt að raða ein- staklingum saman sem eru svipaðir að styrkleika þannig að menn fái mikið út úr æfingunum. Það er léttasta leiðin að skipta á tvö og láta menn eingöngu spila en slíkt gengur ekki til lengdar. Ef þjálfarar ætla að endast í starfi verða þeir að vera vakandi fyrir nýjungum og taka upp meiri kennslu. I yngstu flokkunum á ekki að vera um neitt annað að ræða en kennslu.” — Sérðu það gerast í framtíðinni að hæfustu þjálfararnir fari að þjálfa í yngri flokkunum? „Það gerist ekki á meðan launamunur þjálfara er svona gífurlegur. Þjálfarar í yngri flokkunum fá ekki góð laun og þess vegna hafa hæfustu og kannski bestu þjálfararnir ekki áhuga á að þjálfa þá sem eru yngri sem þyrftu lík- lega mest á þeim að halda. Það segir sig sjálft að það að ráða hæfustu þjálfarana til að kenna þeim yngstu er ekkert annað en fjárfesting til framtíðar. Það er alþekkt hjá Val að ala upp leikmenn fyrir önnur félög. Það kemur á óvart hversu hollir leikmenn meistaraflokks í körfubolta voru þótt þeir hefðu fallið niður í 1. deild. Þetta eru miklir Vals- menn sem dæma fyrir klúbbinn og sýna gott fordæmi.” — Hvernig er efniviðurinn okkar? „4. flokkur karla í handbolta er mjög öflugur. 2. og 3. flokkur karla eru sömuleiðis góðir þótt þeir séu fámenn- ir. Sama vandamálið er hjá stelpunum eins og svo oft áður. 3. og 4. flokkur eru gríðarlega sterkir en 2. flokkurinn er ekki til enda er meginþorri hans að leika með meistaraflokki. Við þurfum hreinlega að fá fleiri konur í stjóm til þess að halda betur utan um kvenna- handboltann. I körfunni er mikil breidd hjá unglingaflokknum og hann er mjög sterkur. Sá flokkur er reyndar uppi- staðan í meistaraflokki. Hjá flestum flokkum, nánast allra liða, hefur orðið mikil fækkun í minni-boltanum og það er undantekning ef liðin tefla fram öðm en A-liði. Sumir vilja meina að stjóm Körfuknattleikssambandsins hafi ekki náð að fylgja þessum gríðarlega áhuga á NBA boltanum eftir með markvissu starfi. Starf sérsambandanna skiptir svo miklu máli. Það klikkar yfirleitt aldrei neitt hjá KSI en sem dæmi um ólíka starfshætti þá eru mótabækur HSI og KKI að koma út í nóvember — löngu eftir að mótin hófust. Þetta myndi aldrei gerast hjá KSI. Svo em KKÍ og HSI að halda túmeringar á sama tíma og krakkarnir eru í prófum. Þetta gengur ekki upp. Skipulagningin hjá KSI er til fyrirmyndar. I knattspymunni hjá Val hefur orðið mikil fjölgun hjá stelpunum. Það em 35 stelpur á æfingu hjá 4. flokki og um 25 stelpur hjá 5. flokki. Stelpurnar, sem em að ganga upp úr 3. flokki, em gríðarleg efni — sumar landsliðsmenn framtíðarinnar. Hjá 2. flokki karla hefur orðið mikil fjölgun og flokkurinn ætti að vera sterkur í sumar en hann átti reyndar líka að vera það síðastliðið sumar. Raunin varð allt önnur. í knattspymunni er meira vandamál en í körfunni og handboltanum að fá hæfa þjálfara. Allir betri þjálfaramir hafa farið að þjálfa meistaraflokk. Menn eins og Róbert Jónsson og fleiri þjálf- arar vom böm síns tíma en engu að síður ómetanlegir fyrir félagið. Okkur vantar áþekka persónuleika í þjálf- unina. Það vantar þessu sterku karla sem stimpla það inn í krakkana sem skiptir mestu máli.” 39

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.