Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 19
Félagarnir, vinirnir og samherjarnir, Jón Grétar og Guðni Bergsson fyrir-
liði íslenska landsliðsins og Bolton á Englandi
„Svo var ég bara allt í einu kominn
í sturtu með þessum gæjum”
okkur er enginn greiði gerður með því
að láta fjárhagsstöðu deildarinnar
klingja stöðugt í eyrunum. Við ætlum
okkur að ná árangri og viljum koma
Val aftur í fremstu röð.”
Það var á fallegu sumarkvöldi á
Patreksfirði, líklega árið 1973, sem Jón
Grétar Jónsson hætti að halda með
KR og varð Valsari. Örlög hans réðust
fyrir tilstilli tveggja stráka úr Reykja-
vík sem komu ávallt til sumardvalar á
Patró. Þeir voru nokkru eldri en Jón
Grétar, báðir gallharðir Valsarar, og
nokkuð virtir vestra sökum einhverrar
kunnáttu í fóbolta. Skipt var í lið á
malarvellinum og skyndilega sauð upp
úr með þeim afleiðingum að annar
strákanna þreif í hálsmálið á peysu
Jóns Grétars og rykkti honum að sér:
„Með hvaða liði heldurðu?” spurði
Reykjavíkurdrengurinn með saman-
bitnar tennur. „KR”, stundi Jón Grétar
líkastur Valslitnum í framan. „Þú átt að
halda með Val,” sagði stráksi og
ógnaði fyrirliðanum.
„Þetta varð til þess að ég fór að halda
með Val,” segir Jón Grétar Jónsson og
brosir við endurminningunni. „Ég fylgd-
ist reyndar ekki mikið með fótbolta á
þessum árum en það var ekki fyrr en
1976, þegar Valur varð íslands- og
bikarmeistari, að ég fór að lifa mig inn
í boltann.”
Jón Grétar bjó á Patreksfirði frá 5 ára
aldri þar til hann varð 13 ára en þá
flutti hann tímabundið á Selfoss og lék
eitt ár með 4. flokki. Á Patreksfirði var
hann sömuleiðis á kafi í körfubolta og
m.a. valinn í drengjalandsliðið eftir að
hann gekk til liðs við Val. Þar lék hann
til að mynda með Magga Matt í körfu-
bolta og í landsliðinu var að hann aðal-
lega í samkeppni við Guðjón Skúla-
son, leikmann Keflavíkur. „Ég gaf ekki
kost á mér í 10 daga æfingaferð með
landsliðinu út á land því ég tók fót-
boltann fram yfir. Ég sá reyndar alltaf
dálítið eftir því að hafa ekki farið í
þessa ferð.”
Jón Grétar lék fyrsta meistaraflokkinn
með Val vorið 1983, þá 17 ára gamall.
Þjóðverjinn Claus Peter var þá þjálfari
liðsins og setti ljós- og hrokkinhærða
unglinginn í liðið í Reykjavíkurmótinu.
Jón Grétar þakkaði traustið og skoraði.
Fljótlega skoraði hann 3 mörk með 1.
flokki og Valsmenn fóru að glenna upp
augun. Enn einn undradrengurinn í
uppsiglingu hjá félaginu. Það vildi svo
einkennilega til að Jón Grétar hafði
aldrei leikið með 2. flokki þegar hann
lék sinn fyrsta meistaraflokksleik.
Hann spilaði 13 leiki þetta sumar með
meistaraflokki, þar af 9 í 1. deild. Um
miðbik sumars ökklabrotnaði hann í
leik gegn IA og þar með var stuttu
ævintýri lokið — í bili. „ Ég var yfirleitt
varamaður hjá Ian Ross á árunum
1984-1986 og það hefði verið mun
skynsamlegra að spila eins mikið og
kostur var með 2. flokki þegar ég hafði
aldur til.”
- Hvernig leið þér sem 17 ára strák-
lingi að fá tækifæri með meistara-
flokki sem í voru þokkalega góðir
leikmenn?
„Þegar ég var að fylgjast með Val frá
Patreksfirði voru leikmenn Vals vitan-
lega algjörar stjömur. Menn eins og
Guðmundur Þorbjörnsson, Atli
Eðvaldsson, Ingi Björn og fleiri voru
algjörar stjörnur í mínum augum og
svo var ég allt í einu bara kominn í
sturtu með þessum gæjum. Ég verð að
viðurkenna að mér fannst það svolítið
skrýtið. Ég bar ómælda virðingu fyrir
þessum leikmönnum og mér er minnis-
stæður mikilvægur leikur á ísafirði
1983. Ég fékk að fara með þrátt fyrir
ökklabrotið og var að ræða við Inga
Björn Albertsson. Einhverra hluta
vegna fómm við að tala um fótboltaskó
og hvort rnaður ætti að bursta þá eða
ekki. Ég hafði alltaf burstað mína
samviskusamlega en Ingi Bjöm aldrei.
Hann sagði að ég yrði ekkert betri í fót-
bolta þótt ég væri í nýburstuðum skóm.
Ég hef varla burstað skóna mína
síðan.”
- Hvernig líður þér sem leikmanni í
dag?
„Mér líður bara mjög vel. Mér finnst
ég, að vissu leyti, hafa öðlast annað líf
í fótboltanum og það er fyrst og fremst
Kristni Björnssyni, þjálfara, að þakka.
Hann setti mig í „sweeperinn” í fyrra
og gerði mig að fyrirliða og það gjör-
breytti öllu. Áhugi minn á fótbolta var
ekkert rosalegur í hittifyrra en það að
vera falið meira ábyrgðarhlutverk og
ákveðnar skyldur hefur gefið mér mjög
mikið. Sjálfstraustið hefur aukist og
mér finnst ég hafa miklu meira gaman
af því sem ég er að gera. Kannski er ég
bara að uppgötva það hvað maður
öðlast mikla reynslu með aldrinum.
Menn læra ýmsilegt á löngum og
19