Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 42

Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 42
íslandsmeistarar Vals 1996. Efri röð frá vinstri: Ari Allansson, Ólafur Stefánsson, Jón Kristjánsson þjálfari, Júlíus Gunnarsson, Sigfús Sigurðsson, Eyþór Gunnarsson, Ingi Rafn Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Sveinn Sigfússon, Skúli Gunnsteinsson, Örvar Rúdólfsson, Dagur Sigurðsson fyrirliði, Guðmundur Hrafnkelsson, Davíð Ólafsson, Valgarð Thorodsen. Starfid er margt Ársskýrsla Handknattleiksdeildar Sigurgangan endalausa! Þetta er í þriðja sinn sem undirritaður sest niður til að skrifa ársskýrslu hand- knattleiksdeildar. Og núna er það gert með dálítið blendnum tilfinningum. Arsskýrslan er skrifuð rétt fyrir jól og fjallar um liðið keppnistímabil en hlýt- ur samt sem áður að markast töluvert af því andrúmslofti sem ríkir á líðandi stundu. í dag eru Valsmenn að upplifa aðra stöðu en þeir eru vanir. Barátta í neðri hluta deildatinnar er ekki það sem menn eiga að venjast. Er sigurgangan endalausa kannski á enda? Eða er metnaður okkar enn fyrir hendi? A eftir að vora enn einu sinni á Hlíðarenda með nýjum sigrum? í mínum huga er ekki vafi á að slíkt sé mögulegt. En til þess þarf fyrst og fremst trú á mark- miðið og þátttöku „týnda” Valsmannsins. Mætir menn hafa tjáð mér að hundruðir Valsmanna út um allan bæ hafi miklar áhyggjur af stöðu mála hjá meistara- flokki. Svo miklar að þeim sé vart svefnvært og að þeir eigi erfitt með að mæta til vinnu sökum háðulegs gríns frá vinnufélögunum. Þessum sömu vinnufélögum hefur hins vegar aldrei verið strítt af gengi þeirra félaga. Aldrei hefur verið nein ástæða til þess því sá sem aldrei á toppinn klífur, aldrei þaðan sígur. Eg hef hins vegar mun meiri áhyggjur af týnda Valsmanninum sjálfum en þeirri stríðni sem hann kann að verða fyrir. Valur er ekki stofnun sem lifir af gömlum vana heldur lifandi félag sem lifir og dafnar með þeim einstaklingum sem æfa, þjálfa, starfa og styðja félagið á hverjum tíma. Styrkur félagsins er því fólginn í styrk einstaklingsins, Það kemur enginn í ÞINN stað. Það leggur enginn annar ÞINAR hendur á plóginn. Það veitir enginn annar ÞINN stuðning. ÞÍN er sárt saknað! 42

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.