Valsblaðið - 01.05.1996, Page 33
„Eitt sinn ungur, grannur, fagur og
góður. Nú er ég bara.... ennþá
grannur!" Sigurbjörn Hreiðarsson
fyrir örfáum árum.
Mestar ftamfarir Kristrún T. Gunnarsdótúr.
Besta ástundun: Elísabet Ingólfsdóttir.
Þjálfari flokksins var Erla Sigurbjarts-
dóttir.
5. flokkur kvenna
Flokknum gekk mjög vel í sumar og
sigruðu stelpumar á íslandsmótinu og á
Reykjavíkurmótinu auk þess sem liðið
komst í úrslit á móti í Eyjum og á Gull-
og Silfurmótinu í Kópavogi. Stelpumar
hafa verið mjög áhugasamar enda hefur
árangurinn verið eftir því.
Besti leikmaður: Dóra María
Lárusdóttir.
Mestar framfarir: Ragnhildur Ema
Amórsdóttir.
Besta ástundun: fris Björg
Jóhannsdóttir.
Þjálfari flokksins var Elísabet
Gunnarsdóttir.
6. flokkur kvenna
Flokkurinn var stofnaður síðastliðinn
vetur að framkvæði Elísabetar
Gunnarsdóttur þjálfara. Stelpunum
hefur Ijölgað jafnt og þétt frá stofnun hans
en markmiðið er að kynna knattspymuna
fyrir stúlkunum. Flokkurinn keppti á
Gull- og Silfurmótinu í sumar og stóð sig
með sóma.
j Margir mætir Valsmenn voru viðstaddir afhjúpunina þann 28. septem-
ber síðastliðinn.
Sigurður Ólafsson afhjúpar „upplýsingaskilti" um sögu Hlíðarenda eftir
að Hans. B. Guðmundsson, formaður fulltrúaráðs Vals, hafði flutt stutta
tölu.
FULLTRUARAÐ VALS
færði félaginu „upplýsinga-
skilti“ um Hlíðarenda að gjöf.
Þann 28. september, sama dag og
Valur sigraði Fylki í lokaleik
íslandsmótsins í knattspyrnu 4:1, var
glæsilegt skilti um sögu Hlíðarenda
afhjúpað við hlið Fjóssins.
Töluverður fjöldi mætra Valsmanna
var viðstaddur þennan skemmtilega
atburð sem er fulltrúaráði Vals til
mikils sóma. Það er mjög mikilvægt
að allir Valsmenn þekki sögu
Hlíðarenda og núna gefst þeini kostur
á að kynna sér hana rækilega. Að
lokinni afhjúpuninni, sem Sigurður
Olafsson einn af heiðursfélögum Vals
sá um, var boðið upp á léttar veitingar
og síðan sigurhátíð á sjálfum
knattspyrnuvellinum.
33