Valsblaðið - 01.05.1996, Page 10
„Albert Guðmundsson er án efa langbesti knattspyrnumgður sem ísland
hefur átt," segir Snorri.
ara get ég nefnt varnarmennina Sigurð
Ólafsson og Frímann Helgason. Á
þessum léku varnarmenn Vals svo-
kallað “trebakkkerfi” en það virkaði
þannig að vamarlínan gekk eins og ás
um miðvörðinn. Þetta gerði það að
verkum að einn var ætíð aftastur og í
bakdekkningu. Gallinn við þetta var sá
við gátum sjaldan spilað menn rang-
stæða. Þetta kerfi kunnu okkar vamar-
menn einir leikmanna á íslandi og það
var altalað hversu vel það virkaði.”
— Þú nefnir ekki sjálfan þig í þessari
upptalningu þótt Albert Guðmunds-
son hafí látið hafa það eftir sér að þú
værir líklega flinkasti knattspyrnu-
maður sem ísland hefur átt.
“Það getur vel verið að ég hafi verið
það á vissu stigi en þá hefur mig skort
ýmislegt sem aðrir höfðu, m.a. Albert.
Vissulega var ég sæmilega leikinn en
það vom aðrir líka.”
— Hversu góður var Albert Guð-
mundsson í raun? Þeir, sem þekktu
til, segja að hann sé besti leikmaður
sem ísland hefur átt, að Ásgeir
Sigurvinssyni meðtöldum.
“Albert var stórkostlegur leikmaður.
Hann var leikinn, hafði líkamlegan
styrk, nægan hraða og mikið sjálfs-
traust og metnað. Albert lék með
Rangers, Arsenal, Nice og AC Milan
og slíkt gera bara afburða knattspymu-
menn. Albert er fyrsti Norðurlanda-
búinn sem gerist atvinnumaður á Italíu.
í kjölfar samnings hans við AC Milan
voru nokkrir sænskir leikmenn keyptir
til Ítalíu. Albert var frumkvöðull og
einstaklega klókur.”
— Hvar stæði Albert í samanburði
við íslenska leikmenn ef hann væri
upp á sitt besta í dag?
“Hann er án efa langbesti knattspymu-
maður sem ísland hefur átt. Sumir af
okkar bestu leikmönnum í dag hafa
marga góða kosti en Albert hafði
nánast allt. Ríkharður Jónsson var
mjög góður og margir aðrir sömuleiðis.
Ásgeir Sigurvinsson var mjög góður
en sökum hógværðar bar ekki meira á
honum en raun bar vitni. Hann náði
reyndar mjög langt miðað við lítillætið.
Albert var ekki frekur en hann hafði
kraft til að berjast í sínum málum.
Sumir höfðu enga trú á því hann myndi
ná þetta langt en hann gaf þeim öllum
langt nef.”
Snorri hætti að leika fyrir fullt og allt
árið 1948 en áratug síðar hélt hann til
Svíþjóðar í læknanám. “Ég ætlaði mér
að setjast að í Svíþjóð en hlutimir
æxluðust þannig að ég kom heim að
loknu námi, árið 1964. Líklega hélt
fósturjörðin mér svo fast að ég gat ekki
horfið frá íslandi fyrir fullt og allt. Ég
þjálfaði 2. flokk eftir að ég kom heim,
ásamt Fnmann Helgasyni, og liðið varð
þá íslandsmeistari.”
— Var ekki sárt að hafa ekki fengið
meira út úr ferlinum miðað við þá
hæfíleika sem þú varst gæddur?
“Vissulega. Ég var aldrei nema hálfur
maður eftir meiðslin og þurfti alltaf að
velta boltanum yfir á hægri fótinn. Ég
fór í tvær utanlandsferðir á ferlinum en
það þótti fátítt að fara utan. Þá var
félagsskapurinn einstakur og ógleym-
anlegur.”
— Hver er þín skoðun félaginu?
“Félagslega hafa hlutimir gengið upp
og niður en Valur hefur, í sumum til-
fellum, verið óheppið með fólk í stjóm-
unarstöðum. Þótt fjárhagsstaða Vals sé
að vissu leyti slæm er ég viss um að
félagið á eftir að vinna sig út úr henni.”
— Hefurðu áhyggjur af gengi
meistaraflokks?
“Nei, ég held að liðið eigi eftir að
spjara sig. Töluverð breyting hefur
orðið á liðinu milli ára og það em fá lið
sem þola þannig blóðtöku. Ég er sann-
færður um að mörg önnur lið hefðu
ekki þolað álagið og dottið í 2. deild
sumarið 1995 undir þeim kringum-
stæðum sem þá ríktu. Hefðin í Val er
svo sterk að það er erfitt að buga liðið.”
— Hver eru þín helstu áhugamál?
“Ég er mjög ötull að fara á gönguskíði
á vetuma og mikill áhugamaður um
fjallgöngur og ferðalög. Ég bólgna
alltaf aðeins í fætinum þegar ég reyni á
mig en það hindrar mig sem betur fer
ekki í því að stunda útiveruna.”
101
Getrauna númer Vals
10