Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 18
Texti: Þorgrímur Þráinsson barlómi!” „Hættum Jón Grétar Jónsson, fyrirliði Vals og iðn- rekstrarfræðingur, er leikreyndasti leikmaður liðsins. Hann óskar eftir stuðningi við meistaraflokk. „Já, ég er nokkuð sáttur við sumarið með tilliti til þess litla stuðnings sem meistaraflokkur fékk. Umgjörðin í kringum flokkinn var vægast sagt engin og ég held að við Valsmenn verðum að fara að gera upp hug okkar hvort við ætlum að taka þátt í íslandsmótinu af einhverju viti eða með áþekkri starfsemi og var við lýði í sumar. Þjálfarnir Sigurður Grétars- son og Ómar Rafnsson voru vitaskuld alltaf með okkur en stuðningur stjómarmanna knattspymudeildar var enginn. Einn gamall refur var töluvert í kringum okkur, reddaði okkur mörkum og fleiru en aðrir létu varla sjá sig. I ljósi alls þess tel ég að árangur okkar í sumar hafi verið ágætur. Með sigri á Grindavík í 10. umferð áttum við möguleika á því að komast upp í 3. sæti í deildinni en við töpuðum leiknum og í kjölfar þessu kom slæmt tímabil. Þá var sérstaklega erfitt að upplifa það að við strákarnir stóðum einir í baráttunni. Það, sem sló mig einna mest í sumar, var þegar við vorum í sturtu eftir æf- ingu, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Við áttum leik framundan við IA en fréttum þá að búið var að fresta honum vegna þátttöku IA í Evrópu- keppninni. Það var víst löngu frágengið af hálfu í A og KSÍ að fresta leiknum en einhverra hluta vegna láðist að láta okkur vita. Ómar Rafnsson sagði þá sisona: „Við þessi litlu lið megum ekki láta vaða svona yfir okkur!” Þessi setn- ing bergmálaði í höfðinu á mér. „Við þessi LITLU lið!” Er það þetta sem við viljum? Valsmenn eiga ekki að sætta sig við þetta því ef rnenn hugsa á þess- um nótum er voðinn vís. Þegar ég átti heima úti á landi var aðeins eitt lið til á Islandi, Valur. Þess vegna er ég að leika fyrir Val í dag. I liðinu eru margir ungir og efnilegir strákar og ef þeir finna ekki fyrir stuðningi missum við þá einfaldlega í burtu. Ég var mjög ánægður með það að Sigurður Grétarsson var endur- ráðinn og í ljósi stöðunnar höfum við alla burði til að verða enn betri. Nýja stjómin verður að bretta upp ermamar og sýna stuðning. Þótt fjárhagsstaðan sé slæm þýðir ekki að vera með neinn barlóm í eyru leikmanna. Við komust ekki hjá því að taka þátt í mótum og 18

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.