Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 40

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 40
Hugleiðing Rúnars Jóns Arnasonar um stuðning Valsmanna við meist- araflokka félagsins. Astæða þess að undirritaður tekur sér penna í hönd er sú að hann er að velta því fyrir sér hvort við Valsmenn séum hressir, daufir eða allt að því fýlupúkar. Staðreyndin er líklega sú að við erum þetta allt í senn. Stundum er gaman hjá okkur en á sigurstundu erum við samt allt oft feimnir við að tjá gleði okkar. Við megum aldrei gleyma því að gleði og hressileg hvatning getur skapað sigur okkar manna. Því höfum við margoft orðið vitni að. Oft erum við daufir, reyndar of oft og stundum erum við hreinlega fúlir. Það á reyndar ekki eingöngu við okkur Valsmenn því stuðningsmenn flestra, ef ekki allra Reykjavíkurfélaganna, eru við sama heygarðshornið, að stuðningsmönnum knattspyrnuliðs KR undanskildum. Undanfarin fjögur ár hefur meist- araflokkur karla í handbolta náð mjög góðum árangri þrátt fyrir að hafa á köflum lítið getað treyst á stuðning áhorfenda. Helsti andstæðingur Vals, KA, hefur hins vegar ótrúlegan stuðn- ing frá sínu fólki. I hreinskilni sagt öfunda ég KA menn af þessum feikna- stuðningi og vildi óska að við Valsmenn værum ekki eins daufir á heimaleikjum og raun ber vitni. Það er ansi hart að horfa upp á gesti að Hlíðarenda gera hann hreinlega að sínum heimavelli eins og hefur iðulega gerst þegar Eyjamenn, KA, Selfoss og jafnvel Haukar hafa komið í heimsókn. Stundum höfum við sem betur fer haft bein í nefinu, eins og t.d. á föstudaginn langa þegar við Valsmenn urðum Islandsmeistarar. Þá vorum við síður en svo feimnir. Tókum á móti gestunum (KA) að þeirra sið og sendum þá hrein- lega upp í rjáfur. Við lögðum öll bestu sætin undir okkar stuðningsmenn, stóðum saman, unnum, vorum glaðir og skemmtum okkur fram eftir nóttu (að Hlíðarenda). Ef KA menn hefðu orðið Islandsmeist- arar væru þeir sjálfsagt enn að fagna. í fótboltanum gildir alveg það sama og að framansögðu. Á leikjum meistara- flokks hefur varla heyrst almennileg hvatning síðan við urðum bikarmeist- arar. En hvað er til ráða? Því miður hef ég enga allsherjarlausn á því hvernig hægt sé að hressa upp á stuðningsmenn Vals og gera það eftirsóknarverðara og skemmtilegra að koma að Hlíðarenda sem leikmaður og áhorfandi. Mín persónulega skoðun er sú að Hlíðarendi sé allt of lokaður á leikdögum. Væri ekki rétt að bjóða upp á „léttar” veitingar í samkomusalnum og mynda smá stemmningu fyrir leiki, hittast og spá í spilin. Þrátt fyrir nærveru Friðrikskapellu og þess anda sem ríkir yfir Hlíðarenda sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Fyrir 2-3 árum var stofnaður stuðnings- mannaklúbbur — Alvöru menn. Ekki veit ég af hverju lífdagar hans urðu ekki fleiri en þó veit ég að klúbburinn fór í taugarnar á mörgum, jafnvel virkum Valsmönnum. Aldrei var nein eining um þennan félagsskap og var hann stundum kallaður gúmmíkarlamir og fleira þess háttar. Staðreyndin er reyndar sú að kannski var þetta eini klúbburinn innan Vals sem hafði hagstæða fjárhagsstöðu. Eitt veldur mér sérstökum áhyggjum og undrun en það er sú staðreynd að ungt keppnisfólks Vals, sem sækir leiki í meistaraflokki, skuli ekki klæðast rauðu og láta vel í sér heyra. Helstu „peppararnir” á leikjum, undirritaður og fleiri, eru á fimmtugsaldri og vel það. Ég lýsi því eftir rauðklæddu ungu fólki á heimaleikjum Vals sem er tilbúið að láta vel í sér heyra og styðja sitt lið. Sumir hafa reyndar staðið sig vel í gegnum tíðina en þeir em sárafáir. Margir iðkendur eiga eftir að vera í þeirri aðstöðu að finnast þá vanta stuðning þegar í meistaraflokk er komið. Eins og áður sagði hef ég engar galdra- lausnir hvemig hægt er að styðja betur við bakið á meistaraflokkum okkar í leikjum. Hitt er ég sannfærður um að engin breyting verður í þeim efnum nema með átaki samhentra — ekki síst samhentra forráðamanna allra deilda og stjóma innan Vals. Með von um að allir eigi gleðileg jól og farsælt, skemmtileg og sigursælt komandi ár! Valskveðja! Rúnar Jón Árnason 40

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.