Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 50

Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 50
Hlíðarendi - íþróttasvæði Vals býður upp á góða möguleika til að ala upp frábæra íþróttamenn og einstaklinga. Framtíðin er ykkar! Það eru forréttindi að vera ungur íþróttamaður í dag og eiga framtíðin fyrir sér. Framtíð sem enginn hefur rétt til að ráðskast með — nema við sjálf. Því miður gleymum við oft að aðeins augnablikið er eilíft. ÞAÐ EITT skiptir máli hvaða leið við ætlum í lífinu. Ekki gærdagurinn eða morgundagurinn. Við ættum að læra af því sem gerðist í fortíðinni og gæta þess að láta okkur ekki eingöngu dreyma um framtíðina, um það sem væri svo gaman að upplifa. Draumar eru vissulega af hinu góða en gleymum því aldrei að það er undir okkur SJÁLFUM komið hvort þeir rætast eða hvaða leið við rötum í lífinu. Heilbrigð íþróttaiðkun er ein vísasta leiðin til þess að ná góðum árangri í lífinu, burtséð frá því hvort maður stan- di ávallt uppi sem sigurvegari eða ekki. Vissulega er gaman að skara fram úr, hampa bikurum, verða íslandsmeistari, en það er öllum hollt að verða fyrir mótlæti. Þurfa að hafa mikið fyrir hlut- unum. Mýmörg dæmi sýna okkur að þótt einhver hafi átt erfitt uppdráttar á sínum yngri árum er það ekki endilega vísir á það sem koma skal. Þeir, sem eru sterkir persónuleikar og eflast við allt mótlæti, taka mun meiri framförum Þorgrímur Þráinsson fyrrum fyrirliði meistaraflokks lals / knattspyrnu skrifar: á öllum sviðum en hinir sem vilja láta bera sig á gullstól í gegnum lífið. Allt í kringum okkur er fólk sem hefur gert góða hluti, bera af á ýmsum sviðum, baðar sig í frægðarljóma og nýtur hylli. Marga dreymir um að feta í fótspor þeirra og halda að þeir geti ekki gert slíkt hið sama. Því fer víðs fjarri. Við geturn gert ALLT sem okkur langar til. En við verðum að leggja okkur fram og bera okkur eftir því. Það er svo auðvelt að festast í meðalmennskunni, láta hafa áhrif á sig, byrja að drekka og reykja til þess að vera eins og aðrir og skilja svo ekkert í því af hverju árangurinn lætur á sér standa. Eg hafði á orði að það væru forréttindi að vera ungur íþrótta- maður í dag. Það eru orð að sönnu. Þið, sem viljið skara fram úr, ekki bara í íþróttum — heldur líka í lífinu í framtíðinni ættuð að stíga fyrsta skrefið strax. Iþróttaiðkun, með öllu sem henni fylgir, er vísir að því sem koma skal. I íþróttum þarf maður að leggja hart að sér, bera virðingu fyrir samherja jafnt sem mótherja, vera stundvís, agaður, tillitssamur, heiðarlegur, læra að hlusta á þjálfarann og svo mætti lengi telja. Þeir sem gera þetta af kostgæfni ná lengst. Við fellum sigurtár í íþróttum, grátum vegna þess að okkur finnst hafa verið gengið framhjá okkur við val á liði en þá er aðeins um eitt að velja. Leggja enn harðar að sér. AGI er lykil- orðið í velgengni. Ekki síst SJÁLFS- AGI! Og sjálfsskoðun. Við ættum reglulega að líta í eigin barm og spyrja hvað við getum gert til þess að ná betri árangri í íþróttum, skólanum eða líftnu sjálfu. Ekki benda á aðra ef illa fer. Velferð okkar er undir sjálfum okkur komin. Þótt það sé gott að líta upp til annarra er enn betra að hugsa stórt, ætla sér alla leið og leggja mun harðar að sér, á öllum sviðum, til þess að ná lengra. Nýtið hverja einustu mínútu með hámarksárangur í huga. Þeir, sem eru með hangandi haus á æftngum og ætla sér eingöngu að leggja sig fram í keppni eða leik, verða með hangandi haus alla ævi. Augnablikið er það sem skiptir mestu máli. Núna er rétti tíminn til þess að stíga fyrsta skrefið upp fjall- ið. Ekki á morgun. Áður en þið vitið af verðið þið komin upp á toppinn. 50

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.