Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 6
fylgir þessu skipulagi sama ábyrgð og
áður fyrir stjómarmenn og starfsmenn.
Boðleiðir eru skýrar og markmiðin
einnig. Og við emm þess fullviss að
þetta skipulag á eftir að skila okkur lét-
tari vinnu, meiri ánægju og ekki síst ski-
lar það okkur betra félagi og eflir það
á allan hátt.
Iþróttafulltrúinn hefur aðeins starfað hjá
Val frá 1. september en hefur strax tek-
ist að brjóta niður þá deildarmúra sem
menn töluðu um að væm til staðar.
Þjálfarar í öllum deildum vinna með
honum og er víðtæk þekking farin að
síast á milli deildanna. Það skiptir öllu
máli fyrir Val þegar menn vinna að
sama markmiði, að þeir miðli upplýs-
ingum og þekkingu þannig að allir njóta
góðs af. Við eigum öll að vinna sem eitt
við að halda merki Vals hátt á lofti um
ókomna framtíð. Að Hlíðarenda á öllum
að líða vel hvort sem það em iðkendur,
foreldrar, stuðningsmenn, stjómarmenn
eða gestir félagsins. Við viljum ala upp
góða, heiðarlega og vel agaða íþrótta-
menn, sem leggja sig ávallt fram og em
félaginu, og ekki síst sjálfum sér, til
sóma. Heilbrigð íþróttaiðkun er vísasta
leiðin til árangurs í lífinu, innan vallar
sem utan.”
Á meðfylgjandi teikningu má sjá hið
nýja skipulag félagsins og jafnframt
örstutta starfslýsingu nokkurra starfs-
manna félagsins. En hvað felst í hinu
nýja skipulagi og hverjar eru breyt-
ingarnar?
„I fáum orðum má segja að þær komi
fram með tvennum hætti. Starfsmenn
félagsins, aðrir en þjálfarar, eru ráðnir á
ábyrgð aðalstjómar og em sameiginleg-
ir starfsmenn félagsins í heild og koma í
stað starfsmanna sem áður voru ráðnir af
einstökum deildum og unnu eingöngu
fyrir þær. Hið nýja starfsmannaskipulag
byggir því á verkefnum en ekki starf-
semi deilda. Þetta er gert með vísan til
þess að nánast sama starf þarf að inna af
hendi fyrir allar deildir og því er ljóst að
mun skilvirkara starf næst með þessum
hætti.
í annan stað verður til framkvæmda-
stjóm sem annars vegar er formlegur
yfirmaður starfsmanna félagsins en um
leið vettvangur fyrir formann félagsins
og formenn deilda til að samræma
vinnubrögð sín og starfsmannanna.
Framkvæmdastjómin getur líka gripið
fljótt í taumana ef ljóst verður að eitt-
hvað fer úrskeiðis í rekstri félagsins því
til hennar eiga upplýsingar að berast
strax.
A-lið 4. flokks kvenna sem varð Reykjavíkurmeistari í handknattleik 1996.
Aftari röð frá vinstri: Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari, Þóra B.
Helgadóttir, Matthildur Jóhannsdóttir, Kristín Geirarðsdóttir, Birna Rún
Pétursdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir, Vigdís Hannesdóttir, Jón Halldórsson
þjálfari og Davíð Ólafsson aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Kristín
Þóra Haraldsdóttir, Berglind íris Hansdóttir, Tinna Baldursdóttir, Marín
Sörensen, Margrét Ásgeirsdóttir.
IViarkaðs- og
fjármálastjóri
Markaðs- og fjármálastjóri er ábyrg-
ur fyrir skipulagningu og fram-
kvæmd tekjuöflunar, þ.m.t. fjár-
aflana fyrir félagið í heild (þó ekki
útleigu sala félagsins), einstakar
deildir og keppnisflokka. Hann skal
veita leyfi til fjáröflunar keppnis-
flokka og hafa upplýsingar um þær.
Hann samræmir og skipuleggur
markaðssetningu félagsins og
auglýsingamál. Gæta skal þess að
sem best samstarf sé við einstakar
deildarstjórnir, foreldrafélög og þjálf-
ara. Hann annast langtímasamninga,
m.a. um flug, akstur, búninga og
íþróttavörur. Skipulagning félaga-
öflunar iðkenda og stuðningsmanna
skal einnig vera verkefni hans.
Markaðs- og fjármálastjóri skal
annast samninga og ráðningar á
öllum þjálfumm, leiðbeinendum og
leikmönnum í samráði við formenn
deilda, deildarstjómir og íþróttafull-
trúa. Allar skrár varðandi þessa
.samninga skal hann varðveita.
Þessi starfsmaður skal hafa yfiram-
sjón með gerð fjárhagsáætlana
deilda, og eftirlit með framkvæmd
þeirra og stöðu rekstrar á hverjum
tíma, í samráði við formann og
gjaldkera viðkomandi deildar.
Umsjón með fjárreiðum deilda skal
Lúðvík Baldur Bragason er
markaðs- eg fjármálastjóri Vals.
Hann útskrifaðist sem markaðs-
fræðingur frá háskóla í Banda-
ríkjunum árið 1992. Lúðvík bjó á
Hellissandi til 13 ára aldurs, á
nokkra leiki að baki með Víkingi í
1. deild í knattspyrnu og lék í þrjú
ár með Fylki. Velkominn Lúðvík!
vera á hans ábyrgð og hann annast
greiðslur vegna þeirra og eftirlit með
tekjum. Þegar stóratburðir (evrópu-
leikir, bikarúrslit, úrslitakeppni)
koma upp stjómar hann þeirri vinnu
sem nauðsynlegt er að fari fram.
6