Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 28

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 28
okkur stendur til boða. Sem íþrótta- áhugamaður get ég endalaust horft á beinar útsendingar í sjónvarpinu, hvort sem um er að ræða knattspymu, körfu- bolta, box eða annað. Við erum komin í bullandi samkeppni. Deildarkeppnin í handbolta hefur engan slagkraft. Lengstum er ekki nógu mikið í húfi. Það verður alltaf að vera að spila upp á eitthvað til að trekkja að. Sem dæmi um lítinn slagkraft má nefna að um 250 manns borguðu sinn á landsleikinn gegn Litháum í undankeppni HM um daginn. Á seinni leikinn fylltist Höllin af því að það var frítt inn. Að þessu að dæma hefði mátt ætla að fólk hefði ekki haft efni á að borga sig inn. Það getur varla staðist því urn 150 manns voru tilbúnir að borga 25.000 krónur til þess að fara að sjá ísland leika gegn Danmörku í Álaborg. Þar var eitthvað í húfi, þar var slagkraftur og þetta er það sem þarf. Slagkrafturinn skiptir svo miklu máli. Fólk er tilbúið að koma ef það er stemmning fyrir hendi og það finnur fyrir bullandi áhuga.” - Sumir vilja meina að það vanti styrk frá pöllunum, að hinir fáu Valsmenn sem mæta séu svo hljóðir. „Mig hefur stundum langað til að auglýsa eftir Valsmönnum í Morgun- blaðinu fyrir einhvern heimaleikinn. Það væri gaman að minna Valsmenn á það að við höfum fært þeim fjóra íslandsmeistaratitla á fjórum árum og óska núna eftir stuðningi þeirra. Aðgangseyririnn hefur varla dugað fyrir dómarakostnaði. Ég held líka að það vanti slagkraftinn í félagsstarfið hjá Val þannig að fólk hafi eitthvað að sækja niður á Hlíðarenda annað en bara leiki. Það þarf að gera félagið fjöl- skylduvænna og meira spennandi. Menn ættu að hittast þar oftar og spjalla í góðra vina hópi.” — Er framtíðin björt í hand- boltanum? „Virkilega. Við erum með frekar ungt lið í meistaraflokki og í 3. og 4. flokki drengja eru gífuleg efni. I síðustu fjárhagsáætlun var mörkuð sú stefna að leggja sérstaka áherslu á yngri flokkana og núna eru tveir þjálfarar um hvern flokk. Ef kvennaboltinn í Val lifir eru framtíðin sömuleiðis mjög björt þar. 3., 4. og 5. flokkur stelpna eru mjög sterkir en Óskar Óskarsson og Jón Halldórsson eru nánast „lífið” í deildinni fyrir yngri flokkana. I dag er ekki nóg að gera samninga við leik- menn um þjálfun því þeir þurfa líka að Hluti meistaraflokks Vals í handknattleik árið 1991. Ekki hefur þurft að hvetja Ómar Sigurðsson til að mæta á leiki að Hlíðarenda en Brynjar Harðarson hefur látið sér detta í hug að auglýsa eftir Valsmönnum í Morgunblaðinu. sinna félagslegu hliðinni, sjá að vissu leyti um skrifstofuhald og að innheimta æfingagjöld. Þeir þurfa að halda utan um foreldrastarf og fleira. Laun þjálf- ara eru orðin það góð að þeir þurfa að sinna ýmsum þáttum og við erum með fólk sem gerir það mjög vel.” Eins og flestir muna bar Valur sigur af KA á íslandsmótinu í handknattleik á föstudaginn langa og stóð þar með uppi sem íslandsmeistari. Leikdagurinn var nokkuð umdeildur en ekki var hægt að fresta leiknum aftur vegna ferðar lands- liðsins til útlanda. Laugardalshöllinn fylltist og stemmning var einstök. „Þessi leikur var einn af ljósustu punkt- unum á síðasta ári því okkur tókst mjög vel upp. Bæði hvað leikinn sjálfan varðar og alla umgjörð og skemmti- atriði. Þrátt fyrir þennan heppilega leikdag virðast menn ekkert hafa lært. Kannski vill fólk sjá leiki á annan í jólum, föstudaginn langa og svo framvegis. Maður þekkir það sjálfur að liggja bara í leti og láta tímann líða á hátíðis- og helgidögum. Fólk vill geta farið á einhverjar spennandi uppá- komur á frídögum. HSÍ hefur því miður ekki vakandi auga fyrir þessu. I Vest- mannaeyjum og á Akureyri eru menn fyrir löngu búnir að átta sig á því hvaða leikdagar eru bestir. Þar er bara hægt að trekkja að á föstudags- og sunnudags- kvöldum. Við í Reykjavík höfum ekki náð upp nokkurri stemmningu nema í undantekningartilfellum.” - Hvernig líst þér á nýja starfsskipu- lagið hjá Val? „Ég hef verið fylgjandi þessu fyrir- komulagi til langs tíma og fagna því að menn skuli hafa stigið þetta skref. Þetta er kannski eina og síðasta tækifæri Vals til að rétta úr kútnum. Ef höfuð- markmiðið næst á þetta fyrirkomulag eftir að verða fyrirmynd í öllum öðrum félögum. í rauninni er verið að fá fólk í fullri vinnu til að skipuleggja áhuga- mannastörfin. I starfi deildanna eru menn alltaf að reyna að gera góða hluti en það þarf að halda gríðarlega vel utan um allt. Eitt árið eru menn fullir starfs- orku og vinna vel en það næsta eru 28

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.