Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 35

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 35
streyma af vörum útlenda snillingsins. Þetta væri einskonar „Kunstpause". En þögnin fór að verða heldur löng. Jeg fann það og var að hugsa um að fara niður án þess að segja eitt orð. Jeg var kominn í það ástand, að jeg hafði varla vald á mjer. Alt í einu kom hægur gustur, vindblær, sem gekk í gegnum Kastaníu-laufíð. Blöðin titruðu og bærðust og varð af þytur. Þá brá mjer svo við, að jeg sló út með hendinni og sagði: „Uss!“ Jeg fann að það gekk gegnum fjöldann, eins og honum yrði bylt, og eftirvæntingarþögnin, varð enn þrung- nari af athygli. — Jeg sagði aftur: „Uss, heyrið! Hví stynur svona þungan í skóginum?" Og alt breyttist á augabragði. Þetta var viðlag úr sænsku kvæði eftir Malmström, sem jeg hafði lært á sænsku utan að er jeg var í skóla. Jeg sá fyrir mjer efni kvæðisins; jeg sá fyrir mjer kaflann úr 8. kap. Rómverjabrjefsins um hinar þrjár stóru stunur eða andvörp: Stun allrar skepnunnar, stun mannshjartans og stun Heilags Anda. Jeg sá eins og í panorama fyrir mjer alla ræðuna og skiftingar hen- nar. Jeg get ekki lýst þessu fyrirbæri svo að það verði skiljanlegt öðrum. Jeg byr- jaði á að segja frá drengnum í kvæðinu sem á dimmu septemberkvöldi heyrði hið dularfulla stun koma út frá skóginum, fylt- ur af löngun eftir að vita hvemig á þessu stæði viltist úr á heiðina, hitti hringdans álfanna og fjekk lausn á gátunni. Svo sameinaði jeg þetta við Rómverjabrjefið og heimfærði það upp á lífið. Jeg talaði hjer um bil í þrjá stundarfjórðunga viðstöðulaust. Jeg kom niður úr stólnum með lifandi fögnuði innifyrir. Jeg settist niður við hlið Ricards og verið var að syn- gja. Ricard tók um axlir mjer og hristi mig og hvíslaði; „Og dette vildu snyde os for, dit Bæst“. — Svo talaði pastor Hoff og kvaðst ætla aðeins að dvelja við þessar alvöruhugsanir, sem undanfarandi ræða hefði vakið. — Á leiðinni heim niður að Glostrap sagði Ricard: „Jeg átti von á góðu hjá þjer, en mjer hafði aldrei dottið í hug, að þú gætir haldið slíka ræðu“. — Jeg sagði honum alla söguna eins og hún var. Hann mintist oft á þessa ræðu síðar. Þessi atburður hafði afarmikla þýðingu fyrir mig. Ef mjer hefði mistekist þama, hefði jeg aldrei haft hugrekki til að fara predikunarferð út um alla Danmörk, líklega farið sneyptur heim aftur. Og þessi atburður er svo greyptur inn í endurminning mína að jafnvel smá- drættir eru skýrir og lifandi fyrir mjer. Enda hef jeg sagt svo oft frá þessu atviki, að það getur ekki gleymst mjer. Valskórinn tók lagið á afmæli Vals 11. maí - við mikinn fögnuð. Félagsmálastarf Töluverð gróska var í félagsstarfi Vals á árinu sem er að líða en for- maður félagsmálaráðs var Helgi Benediktsson. Valskórinn æfir reglu- lega á veturna undir stjórn Gylfa Gunnarssonar en formaður kórsins er Guðlaug Ragnheiður Skúla- dóttir. Kórinn kom fram á jólaað- ventukvöldi í Friðrikskapellu, á afmælisdegi Vals 11. maí og á öðrum tilfallandi uppákomum. Valsbandið er enn við lýði og betra en nokkru sinni. Það dúkkar upp á flest- um skemmtunum félagsins. Vals- bandið skipa: Dýri Guðmundsson, Óttar Felix Hauksson, Ólafur Már Sigurðsson, Guðmundur Frí- mannsson, Guðjón Hilmarsson og Pétur saxófónleikari. Teflt var urn Valshrókinn á skákmóti Vals sem fór fram í maí síðastliðnum og tókst mótið með miklum ágætum. Þátttakendur voru sextán. Gert er ráð fyrir fleiri skákkvöldum í vetur ef næg þátttaka fæst. Sá sem hreppti Valshrókinn í ár var Jón Viktor Gunnarsson. í öðru sæti varð Berg- steinn Einarsson og Friðjón Örn Friðjónsson í því þriðja. Briddsmótið tókst í alla staði ntjög vel eins og kemur fram annars staðar í blaðinu, sömuleiðis Herrakvöld og Kvennakvöld Vals og Þorrablótið Valur bauð upp á glæsilegt veislu- hlaðborð á afmælisdaginn eins og myndin ber glöggt merki. sem var í umsjón handknattleiks- deildar. Glæsileg þrettándabrenna fór fram á Valsvellinum. Blysganga var farin frá Öskjuhlíðinni í samvinnu við Ferða- félag íslands. Á milli 2500-3000 manns mættu og ríkti góð stemmning. Valskórinn söng, skátar voru með flugeldasýningu og fjöldi álfa og trölla tróð upp. 35

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.