Valsblaðið - 01.05.1996, Page 31
I
6. flokkur Vals sem stóð sig svo vel á Shellmótinu í Eyjum. Aftari röð frá vinstri: Sveinn, Davíð, Sigurður, Skúli,
Reynir, Ragnar, Elvar, Brynjar, Viktor, Kári, ÓIi. Fremri röð frá vinstri: Einar, Andrew, Lárus, Sverrir, Halldór,
Einar G., Ari Freyr, Jóhann, Fhilipus, Samúel, Freysteinn.
sæti, KR sló Val út í 8 liða úrslitum
Mjólkurbikarkeppninni en engin
Evrópukeppni var hjá Val þetta árið.
Svo „skemmtilega” vildi til að Valur
lenti á móti ungmennaliði Vals í 16 liða
úrslitum Mjólkurbikarkeppninni og
sigraði Valur eftir að hafa lengstum átt
í erfiðleikum með yngra liðið. Þegar á
heildina er litið verður árangur Vals að
teljast viðunandi en þó léku margir
leikmenn liðsins undir getu í ár. Liðið
lék ágæta knattspyrnu á köflum en til
þess að eiga möguleika á toppsæti í I.
deild verða menn að gjöra svo vel að
leika vel í 17 leikjum af 18. Best væri
að eiga alltaf toppleiki en góðir leik-
menn eiga aldrei nema 1-2 slaka leiki á
sumri.
A uppskeruhátíð knattspyrnudeildar
var Lárus Sigurðsson valinn leik-
maður ársins og Gunnar Einarsson sá
efnilegasti. Sömu menn voru valdir
þegar leikmenn sjálfir stóðu fyrir
lokahófi.
Meistaraflokkur kvenna
Meistaraflokkur kvenna tók þátt í
mörgum mótum á liðnu keppnistíma-
bili en þó voru Islandsmótið utanhúss
og Mjólkurbikarkeppnin aðalmót
sumarsins.
Það gekk erfiðlega hjá stúlkunum á
Islandsmótinu og niðurstaðan varð 4.
sæti sem er slakasti árangur liðsins í
mjög langan tíma. Liðinu tókst hins
Gunnar Einarsson stóð sig það vel í
vörninni í sumar að hollenska 1.
deildarliðið Roda hefur óskað eftir
því að kaupa hann af Val.
vegar að komast í úrslit í Mjólkur-
bikarkeppninni þar sem það tapaði fyrir
ósigrandi liði Breiðabliks 0-3. Það er
alveg ljóst að það býr mun meira í
liðinu en það sýndi í sumar enda
spiluðu allt of margir leikmenn undir
getu. En það verður gaman að fylgjast
með stúlkunum næsta sumar þar sem
margir ungir leikmenn eru farnir að
banka hressilega á sæti í liðinu og gefa
þeim eldri lítið eftir.
Besti leikmaður: Helga Rut Sigurðar-
dóttir.
Efnilegasti leikmaður: Iris Andrés-
dóttir.
Þjálfari liðsins var Helgi Þórðarson og
honum til aðstoðar var Gary Wake.
2. flokkur karla
Flokkurinn olli miklum vonbrigðum
í sumar enda voru töluverðar væntingar
gerðar til hans. Um 20 strákar æfðu
reglulega en þó vantaði töluvert upp á
metnað og áhuga hjá stórum hluta af
hópnum. Ljóst er að ef leikmenn
flokksins ætla að ná lengra í framtíð-
inni þurfa þeir að breyta hugarfarinu
sem fyrst. Liðið endaði í 6. sæti af 8
liðum á Islandsmótinu og komst í 8 liða
úrslit í Bikarkeppninn.
Besti leikmaður: Sigurður Garðar
Flosason.
Mestai' framfarir: Gunnar
Sigurjónsson.
Besta ástundun: Snorri L. Karlsson.
Þjálfaii flokksins var Magni Blöndal
Pétursson.
3. flokkur karla
Miklar væntingar voru gerðar til
flokksins fyrir tímabilið en strákarnir
náðu ekki að fylgja þeim nægilega vel
eftir. Flokkurinn komst í 8 liða úrslit á
íslandsmótinu en datt út í fyrstu umferð
31