Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 44
Stórsöngvararnir
og Valsararnir
Stefán Hilmarsson
og Bjarki
Sigurðsson.
Merktir í bak og
fyrir. Stefán er til
vinstri á mynd-
ínni
!M
6. flokkur karla:
Besti leikmaður: Magnús Jóhannes-
son.
Mestar framfarir: Stefán Már
Stefánsson.
Besta ástundun: Snorri Ólafur Jónsson.
6. flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Vala Smáradóttir.
Mestar framfarir: Málfríður E. Sig-
urðardóttir.
Besta ástundun: Iris Sigurðardóttir.
7. flokkur karla:
Besti leikmaður: Elvar Friðriksson.
Mestar framfarir: Ingvar Arnason.
Besta ástundun: Stefán Þórarinsson.
7. flokkur kvenna:
Mestar framfarir: Dóróthea Guðjóns-
dóttir.
Besta ástundun: Guðrún M. Þor-
björnsdóttir.
Félags- og fjármál deildar-
innar
I síðustu ársskýrslu minntist ég á
fjárhagslegar óveðurslægðir sem
stöðugt hefðu verið að dýpka yfir starfi
deildarinnar og að von væri á nokkurri
sólarglætu á næstu misserum.
Vissulega má sjá til sólar. Vandamálin
snúa ekki lengur að skuldum fortíðar.
Þær hafa bæði minnkað stórlega og
síðan hafa fastar tekjur verið eyma-
merktar stærstum hluta þeirra sem eftir
stendur. Skuldaklafinn er því ekki mjög
íþyngjandi fyrir starfið í framtíðinni.
Vandamál dagsins snúast fyrst og
fremst um samband tekna og gjalda,
sem er stormasamt samband. Svo
virðist sem Valsmenn telji að íslands-
meistaratitill sé sjálfsagður hlutur á
hverju vori og að engar áhyggjur séu
þar af leiðandi fyrir hendi. Því fer víðs-
fjarri. Leiktekjur okkar eru grátlega lit-
lar, svo litlar að stundum nægja þær
ekki fyrir dómarakostnaði. Sala árs-
miða minnkar eftir því sem fleiri titlar
vinnast. Styrkir opinberra aðila, sem og
einkaaðila, dragast saman ár frá ári.
Þátttaka í Evrópukeppni er hefndargjöf
sigurvegarans og hlýtur að endur-
skoðast næstu árin. Æfingagjöld duga
fráleitt fyrir rekstri yngri flokka
félagsins. Þjálfarar og leikmenn krefj-
ast æ stærri hluta af minnkandi köku.
Það er ljóst að við breytum ekki tíðar-
andanum. Félagshyggjan, þ.e.a.s. ást og
fómfýsi fyrir félagið „sitt” er á hröðu
undanhaldi. Fátt fæst nú gert án beinna
peningagreiðslna. Nýtt félagslegt vand-
mál er síðan samband stjómarmanna við
þá sem vinna sjálfboðavinnu fyrir félag-
ið. Alltof algengt er að þessum sjálf-
boðaliðum finnist félagið skuldbundið
þeim fyrir þá vinnu sem þeir inntu af
hendi — ekki fyrir sjálfa sig heldur fyrir
félagið. Starf unnið fyrir félagið er jafn-
framt starf sem er unnið fyrir þann sem
það vinnur. Innan Vals þarf því að svara
mörgum áleitnum spurningum.
Spumingum sem snúa að framtíðar-
þróun félagsins. Ef við viljum að Valur
verði áfram í fremstu röð í þeim íþrótta-
greinum, sem við stundum, þarf að lyfta
Grettistaki. Samkeppnin er vægðarlaus
og áhugaleysi og sofandaháttur er
beinasta leiðin til stöðnunar og síðan
hnignunar.
Framtíðin
Sjálfsagt finnst mörgum að hér að fram-
an kveði við of neikvæðan tón. Sá, sem
þetta skrifar, hefur hins vegar ætíð verið
bjartsýnn að eðlisfari og trúað á áræðni
og kraft. Ég tel hins vegar að réttast sé
að segja hverja sögu eins og hún er. Þeir,
sem em á öndverðum' meiði, telja að
staðreyndirnar og sánnleikurinn sé
letjandi fyrir þá sem hugsanlega vilja
starfa fyrir félagið. Mín skoðun er hins
vegar sú að við þörfnumst fólks sem
getur og er tilbúið að glíma við erfið en
jafnframt hvetjandi og skemmtileg
verkefni. Fyrir hina er betur heima setið.
Valur hefur alla burði til að vera félag í
fremstu röð á næstu ámm. Til þess að
svo megi verða þarf mörgu að breyta.
Miklar væntingar em gerðar til þeirra
skipulagsbreytinga sem unnið hefur
verið að síðustu misseri og em nú að
komast í framkvæmd. Ég tel þá stefnu,
sem þar hefur verið mörkuð, einu leið-
ina inn í næstu öld. Brýnasta verkefnið
er að skapa nýtt umhverfi sem laðar hinn
almenna félagsmann til beinnar þátttöku
í félagsstarfinu. Til að vera í fremstu röð
þarf fyrst og fremst að huga að þremur
þáttum: íþrótta-, félags- og fjárhagsþætt-
inum. Þessum þáttum verður öllum að
sinna og setja þeim ákveðin og raunhæf
markmið. Allt skipulag og starf verður
að miða að þessum þremur þáttum. Þetta
em homsteinar starfsins sem hver og
einn hvflir síðan á gömlum og traustum
gmnni félagsins. Gmnni sem byggja má
á bjarta og árangursríka framtíð.
Með baráttukveðju til allra Valsmanna!
F.h. hkd. Vals
Brynjar Harðason
44