Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 14
í sumar gaf hinn aldni kappi Egill
Kristbjörnsson félaginu keppnistreyju
þá sem hann hafði notað í leikjum fyrir
félagið á árinu 1934. Þá færði Magnús
Bergsteinsson félaginu að gjöf mynd
af fyrstu Islandsmeisturum Vals. Kann
félagið þeim báðum bestu þakkir fyrir
hugulsemina.
Félagsmálaráð
Eins og á liðnum árum hafði
félagsmálaráð frumkvæði að og studdi
ýmisskonar félagsstarf innan vébanda
Vals til viðbótar og til hliðar við
íþróttaiðkunina í deildunum þrenrur.
Dæmi um verkefni sem voru á könnu
ráðsins má nefna skák, bridge, get-
raunamorgnar, Valskórinn, kyrrðar-
stundir í Friðrikskapellu, KFUK o.fl.
auk þess sem það stendur fyrir útgáfu
Valsfrétta. Tvö fréttabréf sáu dagsins
ljós á árinu 1996 undir ritstjóm Helga
Benediktssonar.
Ýmislegt
Guðrún Sæmundsdóttir fyrirliði
meistaraflokks kvenna í knattspyrnu
var kjörinn íþróttamaður Vals fyrir árið
1995 á gamlársdag og komu fjölmargir
til þess að hlýða á kjörið og samfagna
Guðrúnu. Við sama tækifæri afhenti
knattspyrnudeildin Guðrúnu Joura-
bikarinn. Þrettándabrenna Vals 1996
tókst með ágætum. Brennustjórn var í
höndum Arna Geirssonar og Helga
Benediktssonar sem fengu slökkvi-
liðsstjórann sjálfan, Hrólf Jónson, í lið
með sér og hafði hann traust tök á verk-
inu. Þúsundir manna voru á brennunni.
Arlegt þorrablót var haldið 27.janúar.
Þá var kvennakvöld Vals haldið í
annað sinn hinn 22. mars 1996 og þótti
það takast með afbrigðum vel.
Ræðumaður var Hannes Hólmsteinn
Gissurarson en veislustjórn var í
höndum Hermanns Gunnarssonar.
Herrakvöld Vals var haldið hinn 1.
nóvember s.l. og tókst það vel að
vanda. Ræðumaður kvöldsins var Ari
Sæmundsen en veislustjórn var í
höndum Hrólfs Jónssonar.
Stúlkurnar í 2. flokki Vals sigurreifar eftir að hafa tryggt sér bikar-
meistaratitilinn í knattspyrnu. Aftari röð frá vinstri: Agúst Grétarsson
sjúkraþjálfari, Kathryn Aikins, Arndís Stefánsdóttir, Marín Sörensen,
Hildur Guðjónsdóttir, Katrín Þráinsdóttir, Ásdís Lilja Pétursdóttir, Eva
Halldórsdóttir, Gary Wake þjálfari og Helgi Þórðarson þjálfari. Fremri
röð frá vinstri: Guðrún Jakobsdóttir, Rakel Logadóttir, Laufey Olafsdóttir,
Erna Erlendsdóttir, Iris Andrésdóttir, Ragnheiður Á. Jónsdóttir, Margrét
Jónsdóttir, Berglind Iris Hansdóttir og Kristín Garðarsdóttir. Eins og sjá
má leika margar stúlknanna enn með 3. flokki.
Eftirtaldir hlutu gullmerki Vals. Frá vinstri: Sigfús Ólafsson, Ragnar
Ragnarsson, Lárus Ögmundsson, Hörður Gunnarsson, Ingólfur
Friðjónsson, Þorsteinn Haraldsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Karl
Jónsson, Ragnhildur Eiríksdóttir eiginkona Þorgríms Þráinssonar veitti
merki hans viðtöku, Hans B. Guðmundsson, Brynjólfur Lárentsíusson og
Brynjar Harðarson.
Gull- og silfurmerki Vals!
Valsblaðið
Valsblaðið 47. árgangur 1995 kom út í
ársbyijun 1996 undir ritstjóm Þorgríms
Þráinssonar. I ritnefnd ásamt honum
voru þeir Ragnar Ragnarsson og Lárus
Ögmundsson.
Á 85 ára afrnæli Vals voru ýrnsum
valinkunnum Valsmönnum færð gull- og
silfunnerki félagsins, í ljósi starfa þeirra
fyrir félagið, eins og venja er á fnnm ára
fresti. Að þessu sinni fengu 13 einstak-
linga gullmerki Vals en 44 silfunnerki.
14