Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 32

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 32
Bikarkeppninnar. í flokknum eru marg- ir efnilegir knattspyrnumenn en þá vantaði herslumuninn þegar liðið lék mikilvæga leiki. Ef drengirnir leggja hart að sér í framtíðinni þá eiga þeir eftir að ná langt. Besti leikmaður: Stefán H. Jónsson. Mestar framfarir: Helgi Már Jónsson. Besta ástundun: Steinarr Guðmundsson. Bernburgskjöldurinn: Sigurður Sæberg. Þjálfari flokksins var Frímann Ferdinandsson. 4. flokkur karla 4. flokkur spilaði skemmtilegan fót- bolta í sumar en það sem kom í veg fyrir betri árangur var að hópurinn var lítill og því mátti lítið át af bregða. Liðið endaði í 5. sæti af 10 liðum í riðlakeppni íslandsmótsins. Strákarnir eru með mikla tækni en það vantar töluvert upp á líkamsstyrk hjá þeim. Liðið átti það til að vinna bestu liðin en tapa fyrir þeim slakari þannig að það má segja að stöðugleika hafi vantað hjá liðinu. Besti leikmaður: Róbert Óli Skúlason. Mestar framfarir: Sverrir Diego. Besta ástundun: Helgi Páll Ásgeirsson. Þjálfari flokksins var Páll Sveinsson. 5. flokkur karla Flokkurinn samanstóð að mestu af drengjum á yngra ári enda áttu þeir erfitt uppdráttar í sumar. Strákarnir eru ekki með síðri tækni en leikmenn annarra liða en það vantar mikið upp á líkamsstyrk hjá liðinu. Það voru að meðaltali 25 strákar sem mættu á æfin- gar undir stjórn Salih Heimir Porca og Árna V. Þórarinssonar. Besti leikmaður: Magnús Þ. Rúnarsson. Mestar framfarir: Ernst Fannar Gíslason. Besta ástundun: Bárður Ingi Helgason. 6. flokkur karla Flokkurinn einkennist af strákum sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig enda uppskáru þeir gott sumar fyrir vikið. Það, sem einkennir hópinn enn frekar, er jákvætt hugarfar og gleði sem er á æfingum og í keppni. Flokkurinn spil- aði til úrslita á Shellmótinu í Eyjum auk þess sem liðið sigraði á Pepsímótinu upp á Akranesi. Lárus Sigurðsson, markvörður, var öryggið uppmálað í sumar og kjörinn leikmaður ársins hjá meist- araflokki. flokki enda voru þær í toppbaráttu á öllum vígstöðum í sumar. Þrátt fyrir að Islandsmeistaratitillinn kæmi ekki í hús þetta árið skiluðu stelpurnar Bikarmeistaratitli eftir sigur á ÍA. Nokkrar af leikmönnum flokksins fengu að spreyta sig með meistara- flokki og stóðu sig með sóma. Þjálfarar flokksins voru þeir Ásgrímur Einars- son sem var með liðið framan af sumri og Gary Wake sem stjórnaði liðinu seinni part sumar. Besti leikmaður: Iris Andrésdóttir. Mestar framfarir: Ásdís L. Pétursdóttir. Besta ástundun: Kristín Garðarsdóttir. 3. flokkur kvenna 3. flokkur kvenna er án efa sigurvegari sumarsins. Flokkurinn vann allt sem hægt er að vinna innanlands enda eru margir mjög góðir leikmenn í flokknum. Hópurinn er í heild nrjög jákvæður og skemmtilegur en þarf 'Py . - - „rr' ~ ■ *!***" ^ 4. [íS ' jí U‘-'j K 1 .- L.-,y ,7 — IHIS tifflni r-ái* ammmt • HBHI A-Iið 6. flokks hafnaði í 2. sæti á Shcllmótinu í Eyjum. Hér eru strákarnir ásamt Fylki sem sigraði á mótinu. Þjálfari flokksins: Páll Sveinsson. Besti leikmaður: Stefán Þórarinsson. Besta ástundun: Einar Gunnarsson. Mestar framfarir: Lárus Lúðvíksson. 7. flokkur karla Það er gleðin sem ræður ríkjum í þess- um aldursflokki þar sem knattspyrnan er kynnt fyrir drengjunum og grunn- tæknin kennd. Mikil fjölgun varð í þessum flokki á síðastliðnu ári og allir fengu að spreyta sig á æfingum og í keppni. Það er óhætt að segja að strákarnir hafa staðið sig frábærlega í sumar undir stjórn Tómasar Inga- sonar og Sigurðar Sæberg. 2. flokkur kvenna Margar efnilegar stúlkur eru í þessum mikinn aga til að halda einbeitingu. Stúlkurnar eiga örugglega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Besti leikmaður: Rakel Logadóttir. Mestar framfarir: Laufey Ólafsdóttir. Besta ástundun: Erna Erlendsdóttir. Lollabikar: Rakel Logadóttir. Þjálfari flokksins var Ragna Lóa Stefánsdóttir. 4. flokkur kvenna Stelpumar tóku miklum framförum í sumar og voru mjög vaxandi í haust þegar þær spiluðu til úrslita í bæði A- og B-liðum á Haustmótinu. Flokkurinn verður væntanlega ennþá sterkari á næsta ári þar sem margar af stelpunum eru nýbyrjaðar að æfa knattspyrnu. Besti leikmaður: Rakel Þormarsdóttir. ► 32

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.