Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 34
Fáir menn höfðu jafn
djúpstœð áhrif á sr.
Friðrik og vinur hans
Olfert Ricard. Ricard, sem
var fjórum árum yngri en
sr. Friðrik, varð fram-
kvœmdastjóri K.F.U.M. í
nóv. 1896. Sr. Ricard þjó-
naði við Jóhannesar-
kirkjuna í Kaupmanna-
höfn 1908-1917 er hann
varð prestur við Garni-
sons kirkjuna. Hann le'st
árið 1929. Eftir hann ligg-
ur fjölmargt prentað efni.
fögnuður að heyra hann tala.
Hann talaði með fjöri og áhuga,
alvöru og fyndni og þeirri mæl-
sku eins og honum var títt. —
Því lengra sem hann komst í
ræðu sinni, því niðurbeygðari
varð jeg, jeg fann hve ræða mín
var algerlega ónýt, og svo að
tala á laklegri dönsku. Jeg fann
og vissi að úti var um mig. Það
bætti heldur ekki til, að lof-
greinir höfðu komið um mig í
blöðunum þá í vikunni, svo jeg
taldi víst að menn byggjust við
miklu. Vonbrigðin hlutu að
verða mikil.
Þegar Ricard kom niður af
ræðustólnum og farið var að
syngja vers á undan ræðu
minni, þá hvíslaði jeg að
honum: „Má jeg ekki vera laus
í þetta sinn?“ „Nei“, sagði hann
og ýtti mjer upp. Jeg fór upp í
ræðustólinn í miðju versi. Jeg
leit út yfir mannfjöldann fyrir
framan mig. Jeg sleppti alveg
að tala um það, sem jeg hafði
búið mig undir. Jeg fann að það
„Hví stynur svona
þungan í skóginum?“
Svo rann hinn kvíðvænlegi dagur upp. Kl.
11 árdegis var lagt af stað. Vjer vorum
eitthvað um 200 frá K.F.U.M. og fórum
með lestinni til Glostrup. Þaðan gengum
vjer svo út á landið, er það eitthvað þrigg-
ja stundarfjórðunga gangur. Á leiðinni var
jeg að rifja upp fyrir rnjer það sem jeg
ætlaði að segja. Jeg fann að það var
æðimikið ljettmeti. Jeg var viss um að
ekkert væri varið í það. Engar nýtilegar
hugsanir vildu koma. Jeg andvarpaði til
Guðs að láta mig ekki verða til skammar.
Jeg gekk síðastur allra og vildi engum
verða samferða. Þegar komið var til
Vallensbæk, þótti mjer þar fagurt um að
líta. Þar var mjög stór lystigarður, settur
fallegum stórum trjám og blómareitum;
þar var stór og vel slegin grasflöt, þar sem
samkoman átti að vera. Á bak við flötina
stóð þjett röð af stórum Kastaníutrjám
Úr endurminn-
ingum séra
Friðriks
Friðrikssonar.
með þjettu blaðskrúði. Fyrir framan
kastaníutrjen var reistur ræðustóll flögg-
um prýddur. Fólk úr sóknunum í kring var
að drífa að úr öllum áttum. Var auðsjeð að
samkoman yrði mjög ijölmenn. Veðrið
var svo kyrt, að ekki blakti hár á höfði.
Brátt tók mannfjöldinn að safnast saman í
bekkjaraðimar og á sjálfa grasgrundina.
Merki var gefið að samkoman ætti að
byrja. Það var byrjað að syngja sálm.
Síðan talaði Olfert Ricard. Hvílíkur
var gersamlega ómögulegt. En annað vissi
jeg ekki. Mjer datt ekki í hug nokkur rit-
ningargrein og ekkert eftii. Jeg var nærri
því að hníga niður. Jeg hef sjaldan tekið
út aðra eins angist og þá, sem yfirþyrmdi
mig á þessum fáu mínútum. Jeg hef oft
verið kvíðafullur og skelkaður áður en jeg
hef átt að predika, en aldrei eins og þetta
skifti. Svitinn hálf-blindaði mig, svo að
mig sveið í augun og hvarmana.
Söngurinn endaði og jeg stóð sem dæmdur
maður. Jeg horfði á mannfjöldann.
Mannfjöldinn horfði á mig. Það var auð-
fundið að eftirvæntingin var mikil. Jeg
þagði; hjartað barðist og sál mín æpti
hljóðlaust upp til Guðs. Þögnin varð dýpri
og dýpri og eftirvæntingin spent eins og
strengdur bogi. Fólkið hjelt fyrst að þögn
mín væri með vilja gerð til þess að gera
áhrifín meiri, þegar vísdómsorðin færu að
34