Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 11

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 11
Brendan Þorvaldsson 8. flokki í körfubolta Fæðingardagur: 5. janúar 1983. Fyrsta minningin: Þegar ég var pínkulítill úti í Svíþjóð með stútfulla bleiu. Af hverju körfubolti: Skemmtileg íþrótt. Af hverju Valur: A heima í Valshverfinu. Hver er skrýtnastur í 8. ílokki: Ætli það sé ekki bara ég. En fyndnastur: Auðvitað ég. Aðrar greinar: Handbolti. Viðurkenningar: Eiginlega engin. Nema hvað ég var valinn besti leik- maður 6. flokks í handbolta. Hvenær vinnurðu þér fast sæti í meistaraflokki: Það er stutt í það, 1-2 ár. Bestur í meistaraflokki: Raggi skallápoppari. Þín sterkasta hlið: Fráköst — finnst mér. En veikasta: Brýt full mikið af mér. Hvert er þitt álit á félaginu: Brjálæðislega gott í körfu miðað við 1. deildar lið. Eitthvað sem má betur fara: Æfingagjöldin mættu vera lægri. Hvernig hefur þér verið lýst: Sem baráttumanni (kannski of grófum). Hvað er ómissandi: Körfubolti í kör- fuboltaleik. Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Sjónvarp, rúmið mitt og mynd af mömmu. Hvað heldur þér vakandi: Á nætum- ar em það hrotumar í Patta. Hvað væri það versta sem gæti komið fyrir þig: Annað systkyni. En það besta: Auðvitað landsliðið. Skemmtilegasta karfa: Vítaskot á móti Þór Akureyri á seinasta Islandsmóti. Það tryggði okkur sigur. Uppáhaldsæfing: Armbeygjur og rétt- ur. Hver kenndi þér allt sem þú kannt: Stórvítaskyttan Bergur Emilsson. Mestu mistök: Það var þegar ég tók sex víti í röð í 9. flokki og klúðraði öllum. Ánægjulegasta stund: Þær em nú svo margar. Mottó: Að halda áfram. Fleygustu orð: Margur heldur mig sig Pínlegasta staða sem þú hefur lent í: Þegar ég hljóp alsber út úr búningsklef- anum í Neslauginni. Æðsta takmark: Að gera ávallt mitt besta. Besta jólagjöfin: Rafmagnsgítar.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.