Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 41

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 41
Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir 3. flokki handbolta Fæðingardagur: 31.01.1979. Fyrsta minningin: Þegar ég barði systur mína í hausinn með blokkflautu. Af hverju handbolti: Af hveiju ekki? Af hverju Valur: Annað félag kemur ekki til greina. Hver er skrýtnust í 3. flokki: Eva Ben. En fyndnust: Eygló. Aðrar greinar: Fimleikar. Viðurkenningar: Leikmaður ársins 1995 og efnilegasti leikmaður allra yngri flokka 1995. Mestu framfarir 1996 og Efnilegasti leikmaður 1994. Hvenær vinnurðu þér fast sæti í meistaraflokki: Búin að því — í bili. Þín sterkasta hlið: Sjálfstæði. En veikasta: Ég er alltof þröngsýn. Hvert er þitt álit á félaginu: Allir eru að leggja'sitt af mörkum. Eitthvað sem má betur fara: Það mætti gróðursetja peningatré að Hlíðar- enda. Hvernig hefur þér verið lýst: Hress, þröngsýn og dálítið feimin. Ég er eins og ormur í handbolta. Hvað er ómissandi: Handbolti. Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Handbolta, Bjarka og M&M. Hvað heldur þér vakandi: Handboltaleikir. Hvað væri það versta sem gæti komið fyrir þig: Að meiðast og geta ekki spilað handbolta. En það besta: Að komast í atvinnu- mennsku. Skemmtilegasta mark: Ekki skráð í handboltasöguna enn. Uppáhaldsæfing: Körfuhlaup hjá Kalla. Hver kenndi þér allt sem þú kannt: Mamma, pabbi og Michael. Hvaða litla atvik hefur breytt miklu í lífi þínu: Þegar Hera Grímsdóttir sagði við mig í leikfimi að ég væri efnileg í handbolta. Mestu mistök: Að byrja ekki fyrr í handbolta. Skemmtilegustu mistök: Að fara inn í bíl til Ömu og Hem. Næstmesta gleði: Reykjavíkurmeist- aratitillinn 1996. Ánægjulegasta stund: íslandsmeist- aratitillinn 1994. Mottó: Að gera betur á morgun en ég gerði ídag. Pínlegasta staða sem þú hefur lent í: Þegar bíll Ömu og Heru bilaði rétt fyrir utan Þorlákshöfn og við vorum á leið til Eyja að keppa. Best í meistaraflokki: Vaiva Drillington því hún ver svo vel. Besta jólagjöfin: Eitthvað lítið og sætt 41

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.