Valsblaðið - 01.05.1996, Side 13

Valsblaðið - 01.05.1996, Side 13
Á aðalfundinum voru samþykktar umfangsmiklar breytingar á stjórn- skipulagi félagsins sem unnar höfðu verið af ýmsum áhugasömum félags- mönnum undir stjóm ráðgjafa frá Hag- vangi hf. Tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að efla ytra og innra starf félagsins, koma tryggum böndum á fjármálastjóm deilda og gera starfið almennt skilvirkara og árangursríkar. Skipulagsbreytingunum verður hrint í framkvæmd í áföngum og em margar þeirra þegar komnar til framkvæmda. Þykja þær gefa góða raun það sem af er og hafa vakið nokkra eftirtekt. Framkvæmdastjóri félagsins er sem fyrr Sigríður Yngvadóttir. Daglegur rekstur og skrifstofuhald aðalstjómar er í hennar umsjá. Forstöðumaður íþróttahúss og umsjónarmaður með fasteignum félagsins er Sverrir Traustason og fastráðnir húsverðir em Elín Elísabet Baldursdóttir og Baldur Þ. Bjarnason. Þá var Þorlákur Árnason ráðinn íþróttafull- trúi og Lúðvík B. Bragason fjár- mála'stjóri deilda í haust í samræmi við breytingar á stjómskipulagi félagsins. Fjármál aðalstjórnar og framkvæmdir á hennar vegum. Á árinu 1995 vom fjármál aðalstjóma endurskipulögð. Af þeirn sökum hefur greiðslubyrði af skuldum félagsins orðið viðráðanlegri en hún áður var. Möguleikar félagins til fjárfestinga við þessar aðstæður em hins vegar mjög litlir. I samræmi við það hefur aðeins verið hægt að vinna að minni háttar viðhaldi á eignum félagsins á þessu ári. Framkvæmdir við frágang á hinni fokheldu skrifstofuhæð í gamla íþrótta- húsinu hafa orðið að bíða og þurfa væntanlega að bíða enn um sinn. Rétt eins og á liðnum starfsámm hafa rekstr- artekjur aðalstjómar verið í lágmarki. Höfuðástæðan er sem fyrr sú að ekki hafa fundist leigjendur að sölum félagsins á hefðbundnum skólatíma. í því efni situr nánast allt við það sama og í raun ekki horfur á því að úr þessu alvarlega ástandi rætist á þessu starfsári a.m.k. Samkvæmt ársreikningi Vals fyrir árið 1995 varð tap af reglulegri starfsemi. Eigið fé í árslok 1995 nam tæpum 167 milljónum króna. Sem fyrr er ákaflega brýnt að gæta aðhalds í rekstri vegna Jón Zoéga, fyrrum formaður Vals, var sæmdur Valsorðunni á 85 ára afmælinu. Reynir Vignir formaður Vals sá um þá athöfn. araflokks kvenna í knattspyrnu sem naut dyggrar liðveislu Helga Sigurðssonar við að koma skólahaldi þessu á og stjórna því. Skólinn starfaði fram á vor. Sömu aðilar tóku upp þráðinn nú í haust og eru ekki horfur á öðm en að hann verði starfræktur fram á næsta vor enda þátttaka góð og almenn ánægja með það sem í boði er bæði hjá börnunum og ekki síður for- eldrum þeirra. Valur 85 ára Félagið varð 85 ára laugardaginn 11. maí s.l. Af því tilefni var efnt til veg- legrar afmælishátíðar að Hlíðarenda. Dagurinn hófst með fánahyllingu og minningu séra Friðriks. Síðan fór séra Karl Sigurbjörnsson með hugvekju í Guðrún Sæmundsdóttir var kjörin Valsmaður ársins 1995 á gamlársdag. Með henni á myndinni eru Reynir Vignir, formaður Vals, og Halldór Einarsson „altmuligman" og lífskúnstner, sem gaf bikarinn sem veittur er við þetta tækifæri. þröngrar stöðu félagsins. Helsta von félagsins til þess að geta haldið áfram viðhaldi og uppbyggingu á svæðinu er sú að félagsmenn greiði skilvíslega félagsgjöld og taki virkari þátt en áður í félagsstarfinu. Sumarbúðir í Borg o.fl. Knattspymufélagið Valur stóð 9 árið í röð fyrir íþróttaskóla á s.l. sumri undir heitinu Sumarbúðir í Borg. Skólastjóri var Jón Halldórsson og var þátttaka þokkaleg. Skömmu eftir áramót var settur á stofn sérstakur íþróttaskóli fyrir böm á aldrinum þriggja til sex ára í Hlíðaskóla undir styrkri stjóm rneist- Friðrikskapellu. Valskórinn söng við athöfnina í kapellunni. Á íþróttavöll- um félagsins, bæði inni og úti, fór fram keppni og leikir í öllum greinum og margt annað gert til skemmtunar. Síðdegis hófst síðan sérstök hátíðar- dagskrá í félagsheimilinu með ávörp- um, söng , spili og veglegum kaffi- veitingum. Þá voru veittar viður- kenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. M.a. var Þórður Þorkelsson gerður að heiðursfélaga þess og Jón Gunnar Zoéga sæmdur Valsorðunni. Þótti afmælið takast í alla staði mjög vel. Formaður afmælisnefndar var Árni Geirsson,varaformaður félagsins. 13

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.